Ragnheiður Jónsdóttir | september. 11. 2019 | 10:00

Farsæll endir f. Solheim Cup kylfingana 2

Eitt stærsta mótið í kvennagolfinu hefst n.k. föstudag, Solheim Cup. Tveir kylfingar, einn úr hvoru liði – Jodi Ewart Shadoff og Angel Yin — lentu á Edinborgar flugvelli, með vél Air Lingus flugfélagsins, en kylfur þeirra voru ekki með. Til þess að gera vont, verra, þá spila báðir kylfingar með blöndu af kylfum þ.e. frá mismunandi framleiðendum þannig að það hefði verið erfiðara að setja saman nýtt sett fyrir þær. „Ég er með mismunandi vörumerki, þannig að það er virkilega erfitt að setja saman nýtt sett,“ sagði Yin við fréttamann Golfweek.com, Beth Ann Nichols í gær. Jodi Ewart Shadoff sá kylfur sínar þegar millilent var í Dublin á Írlandi og sá Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 11. 2019 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Jóhannes lauk keppni T-13 í S-Karólínu

Jóhannes Guðmundsson, GR og lið hans í bandaríska háskólagolfinu Stephen F Austin State University tóku þátt í Golfweek Program Championship. Mótið fór fram í Caledonia Golf & Fish Club á Pawley’s Island, S-Karólínu, dagana 9.-10. september og lauk því í gær. Þátttakendur í mótinu í karlaflokki voru 82 frá 15 háskólum. Jóhannes lék á samtals 1 undir pari, 209 höggum (71 65 73) og varð T-13, sem er glæsilegur topp-20 árangur!!! Sjá má lokastöðuna á Golfweek Program Championship með því að SMELLA HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 11. 2019 | 07:39

Bandaríska háskólagolfið: Saga lauk keppni T-36 og Andrea T-51 í NM

Tveir íslenskir kvenkylfingar spila í vetur með Colorado State í bandaríska háskólagolfinu: Saga Traustadóttir, GR og Andrea Bergsdóttir, GKG. Þær tóku þátt í opnunarmóti Colorado State í haust: Branch Law Firm/Dick McGuire mótinu. Mótið fór fram á UNM Championship golfvellinum, í Albuquerque, New Mexikó, dagana 9.-10. september og lauk í gær. Þátttakendur í Branch Law Firm/Dick McGuire mótinu voru 87 frá 15 háskólum. Saga lauk keppni T-36, lék á samtals 6 yfirpari, 222 höggum (73 71 78). Andrea lauk keppni T-51 á 10 yfir pari, 227 höggum (74 77 75). Sjá má lokastöðuna á Branch Law Firm mótinu með því að SMELLA HÉR: Næsta mót Andreu, Sögu og Colorado State er 16. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 11. 2019 | 07:15

Úrtökumót f. Evróputúrinn: Axel bestur af íslensku kylfingunum 6 í Þýskalandi

Axel Bóasson, GK, lék best á 1. hring af íslensku kylfingunum 6, sem reyna fyrir sér í 1. stigs úrtökumótinu í Göhren-Lebbin á Fleesensee vellinum í Þýskalandi. Sjá má kynningu Golf 1 á Fleesensee vellinum með því að SMELLA HÉR:  Axel er T-3 eftir 1. dag þ.e. deilir 3. sætinu með 6 öðrum kylfingum, sem allir léku á 2 undir pari, 70 höggum. Aðeins 17 efstu komast áfram á 2. stig úrtökumótsins. Hinir 5 íslenku kylfingarnir stóðu sig með eftirfarandi hætti: Andri Þór Björnsson, GR, T-17 á sléttu pari, 72 höggum Bjarki Pétursson, GB,  T-17 á sléttu pari, 72 höggum Aron Snær Júlíusson, GKG, T-27, á 1 yfir pari, 73 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 11. 2019 | 07:11

Bandaríska háskólagolfið: Arnar Geir T-10 og Viðar T-26 í Missouri

Margfaldur klúbbmeistari GSS, Arnar Geir Hjartarson, lék í 1. móti Missouri Valley háskólans í haust, MVC Fall Invitational, sem fram fór í Indian Foothills golfvellinum í Marshall, Missouri dagana 9.-10. september og lauk í gærkvöldi. Þátttakendur í mótinu voru 58 frá 6 háskólum. Missouri Valley háskólinn sendi 3 lið og William Woods skólinn 2 lið þannig að það voru 9 lið sem kepptu í mótinu. Arnar Geir keppti í B-liðinu og var á besta skorinu í því liði. Í einstaklingskeppninni varð Arnar Geir T-10, með skor upp á 146 högg (75 71). B-lið Missouri Valley varð í 3. sæti í mótinu. Annar íslenskur kylfingur Viðar Axelsson, sem er fyrstubekkingur (ens.: Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 11. 2019 | 06:00

Evróputúrinn: Van Rooyen kylfingur ágústmánaðar

Erik Van Rooyen frá S-Afríku var kosinn Hilton kylfingur ágúst mánaðar á vefsíðu Evróputúrsins. Hlaut hann 43% atkvæða lesenda síðunnar. Van Royen vann fyrsta sigur sinn á mótaröðinni sl. mánuð þ.e. Scandinavian Invitation mótið. Í 2. sæti í kosningunni var Sam Horsefield, sem hlaut 36% atkvæða eftir að hafa mót eftir mót í ágúst verið meðal efstu 10. Sjá má frétt Evróputúrsins (og myndskeið) um sigur Van Rooyen í kosningunni með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 10. 2019 | 22:00

Bandaríska háskólagolfið: Arna Rún varð T-40 í Indiana

Arna Rún Kristjánsdóttir, GM, tók þátt í Ulndy Fall Invitational, en mótið fór fram í Prairie View golfklúbbnum í Carmel, Indiana, dagana 8.-10. september 2019. Arna Rún lék sem einstaklingur í mótinu og tók því ekki þátt í liðakeppninni með liðsfélögum sínum í Grand Valley State. Arna Rún lauk keppni fyrir miðju, en þátttakendur voru alls 85 og Arna Rún T-40. Skor Örnu Rún var samtals 20 yfir pari, 236 högg (84 76 76). Hún var á 3. besta skorinu af liði sínu þ.e. lék betur en 3 leikmenn sem þátt tóku í liðakeppninni. Sjá má lokastöðuna á Ulndy Fall Invitational með því að SMELLA HÉR:  Næsta mót Örnu Rún Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 10. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Arnold Palmer —— 10. september 2019

Afmæliskylfingur dagsins er Arnold Palmer. Palmer var fæddur 10. september 1929 en þessi golfgoðsögn hefði átt 90 ára afmæli í dag!!!! Palmer lék í bandaríska háskólagolfinu í sama háskóla og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, þ.e. Wake Forest. Hann sigraði 95 sinnum á ferli sínum, þar af 62 sinnum á PGA Tour og þar af 7 sinnum á risamótum. Eina risamótið sem Palmer tókst aldrei að sigra á var PGA Championship. Af mörgum heiðursviðurkenningum sem Arnie, eins og hann er oftast kallaður, hlaut á ferli sínum mætti geta PGA Tour Lifetime Achievement Award árið 1998 (þ.e. viðurkenningu PGA Tour fyrir ævistarf) og 1974 (fyrir 45 árum síðan) hlaut Arnie inngöngu í frægðarhöll Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 10. 2019 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA 2020: Rafael Campos (6/50)

Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour. Nú verða kynntir „nýju strákarnir“ keppnistímabilið 2019-2020 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Korn Ferry Tour eftir 2018-2019 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 3 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Korn Ferry Tour Finals. Fyrst verða kynntir þeir 25, sem urðu efstir á stigalista Korn Ferry Tour eftir reglulega tímabilið og hlutu þannig kortin sín á mótaröð þeirra bestu, PGA Tour, fyrst var kynntur sá sem varð í 25. sæti og rétt slapp inn á mótaröðina og síðan endað á þeim sem landaði 1. sæti stigalistans, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 10. 2019 | 09:00

Úrtökumót f. Evróputúrinn: 6 íslenskir kylfingar reyna f. sér í dag

Það eru 6 íslenskir kylfingar sem hefja keppni á úrtökumóti fyrir Evróputúrinn í Fleesensee í Þýskalandi í dag. Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Fleesensee golfvellinum með því að SMELLA HÉR:  Þetta eru þeir: Andri Þór Björnsson, GR; Aron Snær Júlíusson, GKG; Axel Bóasson, GK; Bjarki Pétursson GB;  Ragnar Már Garðarsson, GKG og Rúnar Arnórsson, GK. Þeir eiga rástíma (að íslenskum tíma) sem hér segir: Andri Þór Björnsson og Ragnar Már Garðarsson kl. 6:50. Axel Bóasson kl. 7:00. Rúnar Arnórsson kl. 7:10. Aron Snær Júlíusson kl. 7:50. Bjarki Pétursson kl. 8:00. Fylgjast má með gengi íslensku strákanna á skortöflu með því að SMELLA HÉR:  Um 20% keppenda má þessu 1. Lesa meira