Ragnheiður Jónsdóttir | október. 8. 2019 | 18:00

Bandaríska háskólagolfið: Egill Ragnar & félagar luku keppni í 8. sæti í WI

Egill Ragnar Gunnarsson, GKG og lið hans Georgia State tók þátt í Marquette Intercollegiate. Mótið fór fram á Erin Hills golfvellinum í Hartford, Wisconsin. Þátttakendur voru 72 frá 12 háskólum Egill Ragnar lék á samtals 11 yfir pari (79 77 71) og sífellt betur eins og sjá má og lauk keppni T-50 á 3. besta skorinu í liði sínu. Georgia State varð í 8. sæti í liðakeppninni. Sjá má lokastöðuna á Marquette Intercollegiate með því að SMELLA HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 8. 2019 | 17:00

NGL: Munaði 1 höggi að Ragnar Már kæmist áfram

Það voru 4 íslenskir kylfingar, sem tóku þátt í úrtökumóti fyrir Nordic Golf League mótaröðina. Þrír þeirra: Rúnar Arnórsson, GK (T-2); Bjarki Pétursson, GB (T-2) og Aron Snær Júlíusson, GKG (T-17) eru allir komnir á lokastig úrtökumótsins, sem fram fer 10.-11. október n.k. Efstu 22 komust áfram á lokastig úrtökumótsins. Aðeins 1 höggi munaði að 4. íslenski kylfingurinn, Ragnar Már Garðarsson, GKG, kæmist á lokastigið, en hann varð T-24. Fyrsta stig úrtökumótsins fór fram í Rømø Golf Links, í Danmörku, 7.-8. október og lauk því í gær. Sjá má lokastöðuna á 1. stigi úrtökumóts fyrir Nordic Golf League mótaröðina með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 8. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Guðmundur Ágúst Kristjánsson – 8. október 2019

Afmæliskylfingur dagsins er Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR. Guðmundur Ágúst er fæddur 8. október 1992 og á því 27 ára afmæli í dag! Guðmundur Ágúst hefir m.a. orðið Íslandsmeistari í holukeppni 2013. Hann spilaði golf í bandaríska háskólagolfinu, með golfliði Eeast Tennessee State University (ETSU). Guðmundur Ágúst er einn af 3 Íslendingum sem unnið hafa Duke of York keppnina, en hann vann hana fyrstur Íslendinga árið 2010. Hann hefir á undanförnum misserum spilað í mótum á Nordic Golf League mótaröðinni. Komast má á facebooksíðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Guðmundur Ágúst Kristjánsson – 27 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 8. 2019 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA 2020: Cameron Percy (33/50)

Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour. Nú verða kynntir „nýju strákarnir“ keppnistímabilið 2019-2020 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Korn Ferry Tour eftir 2018-2019 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 3 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Korn Ferry Tour Finals. Nú hafa verið kynntir þeir 25, sem urðu efstir á stigalista Korn Ferry Tour eftir reglulega tímabilið og hlutu þannig kortin sín á mótaröð þeirra bestu, PGA Tour. Nú er aðeins eftir að kynna þá 25, sem urðu efstir á Korn Ferry Tour Finals og fengu kortin sín þannig. Í dag verður Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 7. 2019 | 17:30

Bandaríska háskólagolfið: 4 íslenskir kylfingar hefja keppni í dag

Það eru 4 íslenskir kylfingar sem hefja keppni með liðum sínum í bandaríska háskólagolfinu í dag. Arnar Geir Hjartarson, GSS og Missouri Valley hefja keppni í dag á Columbia College Cougar Classic, en mótið fer fram í Columbia Country Club í Columbia, Missouri dagana 7.-8. október 2019. Fylgjast má með Arnar Geir og félögum með því að SMELLA HÉR:  _________________________________ Daníel Ingi Sigurjónsson, GV hefur keppni ásamt liði sínu í bandaríska háskólagolfnu Rocky Mountain á LILAC COLLEGIATE, í Spokane Washington í dag. Mótið stendur 7.-8. október 2019. Fylgjast má með Daníel Inga og félögum hans með því að SMELLA HÉR:  __________________________________ Jóhannes Guðmundsson, GR og félagar í Stephen F. Austin Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 7. 2019 | 17:00

NGL: Rúnar nr.1 – Bjarki T-2 á úrtökumótinu e. 1. dag

Fjórir íslenskir kylfingar taka þátt í úrtökumóti fyrir Nordic Golf League mótaröðina, en úrtökumótið ber heitið 2020 Nordic Golf League Q-School First Stage Denmark. Mótið fer fram á Romø Golf Links, Danmörku, dagana 7.-8. október 2019. Þátttakendur eru 53 og Íslendingarnir 4: Rúnar Arnórsson, GK; Bjarki Pétursson, GB; Aron Snær Júlíusson, GKG og Ragnar Már Garðarsson, GKG. Eftir 1. dag mótsins er Rúnar efstur; kom í hús á 5 undir pari, 67 höggum. Bjarki deilir 2. sætinu með 2 dönskum kylfingum þ.e. er T-2 eftir að hafa spilað á 4 undir pari, 68 höggum. Aron Snær lék á 1 yfir pari, 73 höggum og er T-17 og Ragnar Már er Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 7. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Fannar Ingi Steingrímsson – 7. október 2019

Það er klúbbmeistari GHG 2018 Fannar Ingi Steingrímsson, sem er afmæliskylfingur dagsins. Fannar Ingi er fæddur 7. október 1998 og er því 21 árs afmæli í dag. Fannar Ingi er í GHG, þ.e. Golfklúbbi Hveragerðis. Fannar Ingi spilaði á Arionbankamótaröðinni 2012 með góðum árangri. Sem fyrr tók Fannar Ingi einnig þátt í nokkrum mótum erlendis með góðum árangri. Þannig keppti hann í maí 2013 á US Kids European Championship sem fram fór á golfvelli Luffness New Golf Club í Skotlandi. Þar lauk Fannar Ingi keppni í 2. sæti. Eftirminnilegasta afrek Fannars Inga frá árinu 2013 er e.t.v. 2. mótið á Íslandsbankamótaröðinni, sem fram fór á Strandarvelli á Hellu. Þar sigraði Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 7. 2019 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA 2020: Hank Lebioda (32/50)

Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour. Nú verða kynntir „nýju strákarnir“ keppnistímabilið 2019-2020 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Korn Ferry Tour eftir 2018-2019 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 3 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Korn Ferry Tour Finals. Nú hafa verið kynntir þeir 25, sem urðu efstir á stigalista Korn Ferry Tour eftir reglulega tímabilið og hlutu þannig kortin sín á mótaröð þeirra bestu, PGA Tour. Nú er aðeins eftir að kynna þá 25, sem urðu efstir á Korn Ferry Tour Finals og fengu kortin sín þannig. Í dag verður Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 7. 2019 | 12:30

Bandaríska háskólagolfið: Birgir Björn og félagar luku keppni í 9. sæti í N-Karólínu

Birgir Björn Magnússon, GK og félagar í Southern Illinois tóku þátt í Wolfpack Intercollegiate mótinu, sem fram fór 5.-6. októiber og lauk í gær. Mótið fór fram á Loonie Park golfvellinum í Raleigh, Norður-Karólínu. Þáttakendur voru 87 frá 15 háskólum. Birgir Björn lék á samtals 225 höggum (80 72 73) og varð T-59 í einstaklingskeppninni. Southern Illinois, lið Birgis Björns, varð í 9. sæti í liðakeppninni. Sjá má lokastöðuna á Wolfpack Intercollegiate með því að SMELLA HÉR: Næsta mót Southern Illinois er 21. október n.k.

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 7. 2019 | 12:15

Bandaríska háskólagolfið: 3 íslenskir kylfingar hófu keppni í gær í Bandaríkjunum

Þrír íslenskir kylfingar hófu keppni með liðum sínum í bandaríska háskólagolfinu í gær. Björn Óskar Guðjónsson, GM og lið hans, The Ragin Cajuns, hófu keppni á Maridoe Intercollegiate, í Maridoe golfklúbbnum, í Carrollton, Texas. Þátttakendur í mótinu eru 66 frá 12 háskólum. Björn Óskar lék á 1 yfir pari, 73 höggum og er T-7 og á besta skori í liði sínu eftir 1. dag. The Ragin Cajuns eru í 7. sæti í liðakeppninni. Hlynur Bergsson, GKG og lið hans, North Texas taka þátt í sama móti. Eftir 1. dag er Hlynur (eða Lenny eins og hann kallar sig) T-4 í einstaklingskeppninni, en hann lék á sléttu pari, 72 höggum!!! Glæsilegt Lesa meira