Ragnheiður Jónsdóttir | október. 7. 2019 | 17:00

NGL: Rúnar nr.1 – Bjarki T-2 á úrtökumótinu e. 1. dag

Fjórir íslenskir kylfingar taka þátt í úrtökumóti fyrir Nordic Golf League mótaröðina, en úrtökumótið ber heitið 2020 Nordic Golf League Q-School First Stage Denmark.

Mótið fer fram á Romø Golf Links, Danmörku, dagana 7.-8. október 2019.

Þátttakendur eru 53 og Íslendingarnir 4: Rúnar Arnórsson, GK; Bjarki Pétursson, GB; Aron Snær Júlíusson, GKG og Ragnar Már Garðarsson, GKG.

Eftir 1. dag mótsins er Rúnar efstur; kom í hús á 5 undir pari, 67 höggum.

Bjarki deilir 2. sætinu með 2 dönskum kylfingum þ.e. er T-2 eftir að hafa spilað á 4 undir pari, 68 höggum.

Aron Snær lék á 1 yfir pari, 73 höggum og er T-17 og Ragnar Már er T-25 eftir að hafa spilað á 2 yfir pari, 74 höggum.

Sjá má stöðuna á NGL úrtökumótinu með því að SMELLA HÉR: