Ragnheiður Jónsdóttir | október. 7. 2019 | 17:30

Bandaríska háskólagolfið: 4 íslenskir kylfingar hefja keppni í dag

Það eru 4 íslenskir kylfingar sem hefja keppni með liðum sínum í bandaríska háskólagolfinu í dag.

Arnar Geir Hjartarson, GSS og Missouri Valley hefja keppni í dag á Columbia College Cougar Classic, en mótið fer fram í Columbia Country Club í Columbia, Missouri dagana 7.-8. október 2019. Fylgjast má með Arnar Geir og félögum með því að SMELLA HÉR: 

_________________________________

Daníel Ingi Sigurjónsson, GV hefur keppni ásamt liði sínu í bandaríska háskólagolfnu Rocky Mountain á LILAC COLLEGIATE, í Spokane Washington í dag. Mótið stendur 7.-8. október 2019. Fylgjast má með Daníel Inga og félögum hans með því að SMELLA HÉR: 

__________________________________

Jóhannes Guðmundsson, GR og félagar í Stephen F. Austin State University hefja keppni í Bentwater Intercollegiate í Montgomery, Texas í dag. Mótið stendur 7.-8. október 2019. Fylgjast má með gengi Jóhannesar og félaga með því að SMELLA HÉR:  

___________________________________

Sigurlaug Rún Jónsdóttir, GK og félagar í Drake University hefja keppni í dag í Creighton Classic, en mótið fer fram 7.-8. október 2019 í Oak Hills CC í Omaha, Nebraska. Sjá má stöðuna hjá Sigurlaugu Rún og félögum með því að SMELLA HÉR: 

___________________________________