Ragnar Már Garðarsson, GKG, á 1. teig á glæsilokahringnum á Egils Gull mótinu þar sem Ragnar Már setti nýtt vallarmet af hvítum teigum – 62 högg!!! Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 8. 2019 | 17:00

NGL: Munaði 1 höggi að Ragnar Már kæmist áfram

Það voru 4 íslenskir kylfingar, sem tóku þátt í úrtökumóti fyrir Nordic Golf League mótaröðina.

Þrír þeirra: Rúnar Arnórsson, GK (T-2); Bjarki Pétursson, GB (T-2) og Aron Snær Júlíusson, GKG (T-17) eru allir komnir á lokastig úrtökumótsins, sem fram fer 10.-11. október n.k.

Efstu 22 komust áfram á lokastig úrtökumótsins.

Aðeins 1 höggi munaði að 4. íslenski kylfingurinn, Ragnar Már Garðarsson, GKG, kæmist á lokastigið, en hann varð T-24.

Fyrsta stig úrtökumótsins fór fram í Rømø Golf Links, í Danmörku, 7.-8. október og lauk því í gær.

Sjá má lokastöðuna á 1. stigi úrtökumóts fyrir Nordic Golf League mótaröðina með því að SMELLA HÉR: