Ragnheiður Jónsdóttir | október. 7. 2019 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA 2020: Hank Lebioda (32/50)

Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour. Nú verða kynntir „nýju strákarnir“ keppnistímabilið 2019-2020 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Korn Ferry Tour eftir 2018-2019 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 3 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Korn Ferry Tour Finals.

Nú hafa verið kynntir þeir 25, sem urðu efstir á stigalista Korn Ferry Tour eftir reglulega tímabilið og hlutu þannig kortin sín á mótaröð þeirra bestu, PGA Tour. Nú er aðeins eftir að kynna þá 25, sem urðu efstir á Korn Ferry Tour Finals og fengu kortin sín þannig.

Í dag verður kynntur sá sem varð í 19. sæti Korn Ferry Tour Finals en það er Hank Lebioda, sem var með 203 stig.

Hank Lebioda fæddist 14. janúar 1994 í Orlandó, Flórída og er því 25 ára.

Hann er 1,8 m á hæð og 86 kg.

Lebioda býr í Winter Springs, Flórída og tók þátt í bandaríska háskólagolfinu með háskólaliði síðu, Florida State. Á námsárum sínum þar vann hann tvívegis í einstaklingskeppnum og eftir 1. tímabil sitt var hann valinn ACC nýliði ársins. Sem efstubekkingur var hann valinn ACC leikmaður ársins. Þegar hann hóf háskólanám sitt var hann í 4. sæti á heimslista Golf World´s Junior Ranking.

Lebioda er með Crohn´s sjúkdóminn, sem gerir vegferð hans í golfinu býsna sérstaka.

Árið 2016, þ.e. eftir útskrift 22 ára gerðist Lebioda atvinnumaður í golfi og hóf ferilinn á kanadíska PGA Tour. Árið 2017 spilaði hann bæði á PGA Tour Canada og PGA Tour Latinoamérica. Fyrsti sigur hans sem atvinnumanns kom á kanadíska PGA á Mackenzie Investments Open, þar sem hann átti 8 högg á næsta mann.

Þar sem Lebioda var meðal efstu 10 á 2017 PGA Tour Latinoamérica komst hann í lokaúrtökumót Web.com Tour, þar sem hann varð T-30, sem tryggði honum kortið hans á Web.com Tour (undanfara Korn Ferry Tour) fyrir 2018 keppnistímabilið.

Á nýliðaári sínu varð hann 4 sinnum með efstu 10 í mótum og sem segir í 25. og síðasta sæti þeirra á peningalistanum sem fengu keppnisrétt á PGA Tour og því rétt slapp hann inn og spilaði á PGA Tour keppnistímabilið 2018-2019. Ekki gekk sem stendur og því tók Lebioda þátt í Korn Ferry Finals 2019 og er nú aftur kominn á PGA Tour 2020.