Ragnheiður Jónsdóttir | október. 7. 2019 | 12:15

Bandaríska háskólagolfið: 3 íslenskir kylfingar hófu keppni í gær í Bandaríkjunum

Þrír íslenskir kylfingar hófu keppni með liðum sínum í bandaríska háskólagolfinu í gær.

Björn Óskar Guðjónsson, GM og lið hans, The Ragin Cajuns, hófu keppni á Maridoe Intercollegiate, í Maridoe golfklúbbnum, í Carrollton, Texas.

Þátttakendur í mótinu eru 66 frá 12 háskólum.

Björn Óskar lék á 1 yfir pari, 73 höggum og er T-7 og á besta skori í liði sínu eftir 1. dag.

The Ragin Cajuns eru í 7. sæti í liðakeppninni.

Hlynur Bergsson, GKG og lið hans, North Texas taka þátt í sama móti.

Eftir 1. dag er Hlynur (eða Lenny eins og hann kallar sig) T-4 í einstaklingskeppninni, en hann lék á sléttu pari, 72 höggum!!! Glæsilegt hjá Hlyn!!!

Fylgjast má með Hlyn, Birni Óskari og félögum þeirra á Maridoe Intercollegiate með því að SMELLA HÉR: 

—————————–

Egill Ragnar Gunnarsson, GKG og lið hans Georgia State hófu keppni á Marquette Intercollegiate.

Mótið fer fram á Erin Hills golfvellinum í Hartford, Wisconsin.

Þátttakendur eru 72 frá 12 háskólum

Eftir 1. dag er Georgia State T-9 í liðakeppninni.

Egill Ragnar lék á 7 yfir pari, 79 höggum og er T-50; er á 3.-4. besta skorinu í liði sínu eftir 1 dag.

Fylgjast má með Agli Ragnari og Georgia State með því að SMELLA HÉR: