Birgir Björn Magnússon, GK. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 7. 2019 | 12:30

Bandaríska háskólagolfið: Birgir Björn og félagar luku keppni í 9. sæti í N-Karólínu

Birgir Björn Magnússon, GK og félagar í Southern Illinois tóku þátt í Wolfpack Intercollegiate mótinu, sem fram fór 5.-6. októiber og lauk í gær.

Mótið fór fram á Loonie Park golfvellinum í Raleigh, Norður-Karólínu.

Þáttakendur voru 87 frá 15 háskólum.

Birgir Björn lék á samtals 225 höggum (80 72 73) og varð T-59 í einstaklingskeppninni.

Southern Illinois, lið Birgis Björns, varð í 9. sæti í liðakeppninni.

Sjá má lokastöðuna á Wolfpack Intercollegiate með því að SMELLA HÉR:

Næsta mót Southern Illinois er 21. október n.k.