Bandaríska háskólagolfið: Heiðrún Anna & félagar luku keppni í 6. sæti í Virginíu
Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS og félagar í Coastal Carolina tóku þátt í Princess Anne Invitational. Mótið fór fram í Princess Anne CC á Virginia Beach, dagana 4.-6. oktber 2019. Þátttakendur voru 82 frá 15 háskólum. Heiðrún Anna lék á samtals 218 höggum (75 71 72) og lauk keppni T-31. Hún var á 3. besta skori í liði sínu! Costal Carolina, lið Heiðrúnar Önnu lauk keppni 6. sæti í liðakeppninni. Sjá má lokastöðuna á Princess Anne Invitational með því að SMELLA HÉR: Næsta mót Coastal Carolina er
Hvað var í sigurpoka Rahm?
Eftirfarandi kylfur og annar golfútbúnaður var í sigurpoka Jon Rahm þegar hann sigraði á Mutuactivos Open de España: Dræver: Taylormade M5 (10.5°), Aldila Tour Green 70 TX, 45.25”, D4 Sveifluvigt 3-tré: Taylormade M5 (15°), Aldila Tour Green 70 TX 5-tré: Taylormade M5 (19°), Aldila Tour Green 70 TX Járn: Taylormade P750 (4-PW, Project X 6.5) Fleygjárn: Taylormade HI-TOE fleygjárn (52°, 56° & 60°), Project X 6.5. Pútter: Taylormade Spider X. Golfbolti: Taylormade 2019 TP5x.
Forseti GSÍ skrifar um mótamál barna og unglinga í golfinu
Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ skrifaði eftirfarandi um mótamál barna og unglinga á vef GSÍ. „Lífleg umræða hefur skapast í golfinu um stefnumótun GSÍ, sérstaklega um mótamál barna og unglinga. Ég er þakklátur fyrir umræðuna og ég tel hana afar mikilvæga. Ég tel hins vegar ákveðins misskilnings gæta í umræðunni. Það er fullkomlega eðlilegt, enda ná fæstir að kynna sér stefnudrögin til hlítar. Af þeim sökum vil ég bæta við það sem ég hef áður sagt. Um stefnumótunina almennt séð Það er rétt að halda því til haga, strax í upphafi, að markmið stefnumótunarvinnunnar var að kalla fram umræðu um málefni GSÍ. Ein af grundvallarspurningunum er því: „hvert á hlutverk Lesa meira
EM klúbbliða: GKG í 7. sæti – Hulda Clara sigraði í einstaklingskeppninni!!!
Íslandsmeistarasveit GKG í kvennaflokki náði góðum árangri á Evrópumóti golfklúbba 2019 Mótið fór fram í Ungverjalandi á Balaton vellinum og er haldið á vegum EGA Hulda Clara Gestsdóttir, Eva Gestsdóttir og Árný Eik Dagsdóttir skipuðu lið GKG. GKG var í 12. sæti í liðakeppninni fyrir lokahringinn en með frábærri spilamennsku Huldu og Evu náði GKG að fara upp í 7. sæti á lokahringnum. Tvö bestu skorin töldu í hverri umferð en Árný Eik varð að hætta keppni á lokakeppnisdeginum eftir að hafa lokið við 9 holur. Hulda Clara lék best allra í einstaklingskeppninni og stóð uppi sem sigurvegari í einstaklingskeppninni. Hún lék hringina þrjá á +2 samtals ( 74-75-69) við Lesa meira
LPGA: Knight vann á heimavelli
Það var Cheyenne Knight, sem vann sinn 1. sigur á LPGA á Volunteers of America Classic á heimavelli í Texas. Mótið fór fram á The Colony, 3.-6. október og lauk því í dag. Sigurskor Knight var 18 undir pari, 266 högg (66 – 67 – 67 – 66). Eftir sigurinn tileinkaði Knight sigurinn látnum bróður sínum, Brandon. Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Cheyenne Knight með því að SMELLA HÉR: Sigurtékki Knight var $195.000 (uþb. 24 milljónir íslenskra króna). Í 2. sæti urðu Solheim Cup kylfingurinn Brittany Altomare og Jaye Marie Green, báðar á samtals 16 undir pari, hvor. Sjá má lokaskorið á Volunteers of America með því að SMELLA Lesa meira
PGA: Na sigraði e. bráðabana
Það var Kevin Na sem sigraði á Shriners Hospital for Children Open, móti vikunnar á PGA Tour. Sigurinn kom eftir bráðabana við Patrick Cantlay, en báðir voru þeir á 23 undir pari, eftir hefðbundnar 72 holur. Í 3. sæti var síðan Pat Perez á samtals 21 undir pari. Sjá má lokastöðuna á Shriners með því að SMELLA HÉR: Sjá má hápunkta í leik Kevin Na á Shriners með því að SMELLA HÉR: Sjá má hápunkta 4. dags á Shriners með því að SMELLA HÉR:
NGL: Haraldur lauk keppni T-16 – Guðmundur T-22 og Axel T-27 í Danmörku
Þrír íslenskir kylfingar: Axel Bóasson, GK; Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og Haraldur Franklín Magnús, GR, tóki þátt í móti vikunnar á Nordic Golf League mótaröðinni þ.e. Race to Himmerland. Spilað var á tveimur golfvöllum Himmerland golfstaðarins: Backtee (sem er par-73) og Garia (par-70) Haraldur Franklín lék bestu íslensku kylfinganna á samtals 4 undir pari, 212 höggum (67 69 76) og varð T-16. Guðmundur Ágúst lék á samtals 3 undir pari 213 höggum (64 72 77) og varð T-22. Axel lék enn öðru höggi á eftir á samtals 2 undir pari, 214 höggum og varð T-27. Sjá má lokastöðuna í mótinu með því að SMELLA HÉR:
Evróputúrinn: Rahm sigraði!!!
Það var spænski kylfingurinn Jon Rahm sem sigraði á Opna spænska. Sigurskorið var 22 undir pari, 262 högg (66 67 63 66). Í 2. sæti varð Rafa Cabrera Bello heilum 5 höggum á eftir og í því 3. spænski kylfingurinn Samuel del Val. Sjá má lokastöðuna á Mutuatctivos Open de España með því að SMELLA HÉR: Sjá má hápunkta 4. dags á Mutuatctivos Open de España með því að SMELLA HÉR:
LET Access: Guðrún Brá og Berglind luku keppni í Frakklandi
Berglind Björnsdóttir, GR og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK tóku þátt í móti vikunnar á LET Access, sem er Road To La Largue Final 2019, en þetta er lokamótið á mótaröðinni. Mótið fer fram dagana 4.-6. október 2019 í Golf Club de LaLargue í Mooslargue, Frakklandi og lýkur því í dag Guðrún Brá lék á samtals 3 yfir pari, 219 höggum (75 72 72) og lauk keppni T-19. Berglind lék á samtals 12 yfir pari, 228 höggum (76 78 74) og lauk keppni T-50. Sigurvegari mótsins varð hin finnska Niina Liias, eftir bráðabana við Magdalenu Simmermacher frá Argentínu, en báðar voru þær á samtals 6 undir pari, eftir 54 holur mótsins. Lesa meira
Afmæliskylfingar dagsins: Stefán Teitur Þórðarson – 6. október 2019
Afmæliskylfingur dagsins er Stefán Teitur Þórðarson, GL. Hann er fæddir 6. október 1996 og því 23 ára í dag. Stefán Teitur – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Herdís Guðmundsdóttir, (f. 16. október 1910- d. 29.1.1997) Fyrsti íslenski kvenkylfingurinn, sem hlaut meistaratign í golfi. Meistari Golfklúbbs Íslands, síðar GR, 1938, 1939, 1944, 1945 og 1948; Margrét Óskarsdóttir, GM, 16. október 1951 (68 ára) ; Val Skinner, 16. október 1960 (59 ára); Kay Cockerill, 16. október 1964 (55 ára); Agnes Ingadóttir, GM, 6. október 1965 (54 ára); Flosi Sig 6. október 1969 (50 ára STÓRAFMÆLI – Innilega til hamingju!!!); Sigrún Helgadóttir 6. Lesa meira










