Ragnheiður Jónsdóttir | október. 8. 2019 | 18:00

Bandaríska háskólagolfið: Egill Ragnar & félagar luku keppni í 8. sæti í WI

Egill Ragnar Gunnarsson, GKG og lið hans Georgia State tók þátt í Marquette Intercollegiate.

Mótið fór fram á Erin Hills golfvellinum í Hartford, Wisconsin.

Þátttakendur voru 72 frá 12 háskólum

Egill Ragnar lék á samtals 11 yfir pari (79 77 71) og sífellt betur eins og sjá má og lauk keppni T-50 á 3. besta skorinu í liði sínu.

Georgia State varð í 8. sæti í liðakeppninni.

Sjá má lokastöðuna á Marquette Intercollegiate með því að SMELLA HÉR: