Ragnheiður Jónsdóttir | október. 10. 2019 | 18:00

Bandaríska háskólagolfið: Jóhannes & félagar luku keppni í 6. sæti í Texas

Jóhannes Guðmundsson, GR og félagar í Stephen F. Austin State University tóku þátt í Bentwater Intercollegiate í Montgomery, Texas. Mótið stóð 7.-8. október 2019. Jóhannes lék á samtals 23 yfir pari, 239 höggum (75 81 83 ) og lauk keppni í 54. sæti. Lið Jóhannesar lauk keppni í 6. sæti í liðakeppninni. Sjá má lokastöðuna á Bentwater Intercollegiate með því að SMELLA HÉR: Næsta mót Stephen F. Austen State University er 13. október n.k.

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 10. 2019 | 17:00

Bandaríska háskólagolfið: Daníel Ingi varð T-8 á Lilac Collegiate

Daníel Ingi Sigurjónsson, GV og Rocky Mountain tóku þátt í Lilac Collegiate, í Spokane Washington. Mótið stóð dagana 7.-8. október 2019. Daníel Ingi lék á samtals 6 yfir pari, 146 höggum (74 72) Rocky Mountain varð í 4. sæti í liðakeppninni. Sjá má lokastöðuna á Lilac Collegiate með því að SMELLA HÉR:  Næsta mót Daníels Inga og Rocky Mountain er 19. október n.k.

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 10. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Rakel Kristjánsdóttir – 10. október 2019

Afmæliskylfingur dagsins er Rakel Kristjánsdóttir. Rakel fæddist 10. október 1951. Rakel er í Golfklúbbi Reykjavíkur. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska henni til hamingju með daginn: Rakel Kristjánsdóttir (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Galleri Ozone Selfossi (109 ára); Bruce Devlin, 10. október 1937 (82 ára); Craig Marseilles, 10. október 1957 (62 ára); Jody Anschutz, 10. október 1962 (57 ára); Bryn Parry, 10. október 1971 (48 ára); Golfara Sumar (44 ára); Johan Edfors, 10. október 1975 (44 ára); Haukur Dór, 10. október 1976 (43 ára); Mika Miyazato, 10. október 1989 (30 ára STÓRAFMÆLI) – vann Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 10. 2019 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA 2020: Chris Baker (36/50)

Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour. Nú verða kynntir „nýju strákarnir“ keppnistímabilið 2019-2020 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Korn Ferry Tour eftir 2018-2019 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 3 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Korn Ferry Tour Finals. Nú hafa verið kynntir þeir 25, sem urðu efstir á stigalista Korn Ferry Tour eftir reglulega tímabilið og hlutu þannig kortin sín á mótaröð þeirra bestu, PGA Tour. Nú er aðeins eftir að kynna þá 25, sem urðu efstir á Korn Ferry Tour Finals og fengu kortin sín þannig. Í dag verður Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 10. 2019 | 07:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst hefur leik á Írlandi í dag

Íslandsmeistarinn í höggleik 2019, Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, hefur leik á Írlandi í dag. Mótið, sem hann keppir í ber heitið Stone Irish Challenge og er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu (ens.: Challenge Tour). Þetta er 6. mót Guðmundar Ágústs á Áskorendamótaröðinni á þessu tímabili, en besti árangur hans til þessa er 14. sætið á Bretagne Open mótinu í Frakklandi. Mótið fer fram í Headford golfklúbbnum í Kells, County Meath, dagana 10.-13. október. Fylgjast má með Guðmundi Ágúst með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 9. 2019 | 20:00

Bandaríska háskólagolfið: Arnar Geir & félagar sigruðu!!!

Arnar Geir Hjartarson, GSS og Missouri Valley tóku þátt í Columbia College Cougar Classic, en mótið fór fram í Columbia Country Club í Columbia, Missouri dagana 7.-8. október 2019 og lauk því í gær. Þátttakendur voru 62 frá 10 háskólum. Arnar Geir lék á samtals 8 yfir pari, 150 höggum (72 78) og varð T-13 í einstaklingskeppninni. Lið Arnars Geirs, Missouri Valley sigraði í liðakeppninni!!! Sjá má lokastöðuna á Columbia College Cougar Classic með því að SMELLA HÉR: Þetta er lokamót Arnars Geirs og Missouri Valley á haustönn.

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 9. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur B. Sveinsson – 9. október 2019

Afmæliskylfingur dagsins er Guðlaugur B. Sveinsson, læknir. Guðlaugur er fæddur 9. október 1959 og á því 60 ára merkisafmæli í dag. Guðlaugur er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði og duglegur að taka þátt í opnum mótum. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: John Panton f. 9. október 1916 – d. 24. júlí 2009; Sigríður Elín Þórðardóttir, GSS, 9. október 1960 (59 ára); Annika Sörenstam, 9. október 1970 (49 ára), Henric Sturehed, 9. október 1990 (29 ára) …. Golf 1 óskar afmæliskylfingunum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 9. 2019 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA 2020: Robert Streb (35/50)

Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour. Nú verða kynntir „nýju strákarnir“ keppnistímabilið 2019-2020 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Korn Ferry Tour eftir 2018-2019 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 3 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Korn Ferry Tour Finals. Nú hafa verið kynntir þeir 25, sem urðu efstir á stigalista Korn Ferry Tour eftir reglulega tímabilið og hlutu þannig kortin sín á mótaröð þeirra bestu, PGA Tour. Nú er aðeins eftir að kynna þá 25, sem urðu efstir á Korn Ferry Tour Finals og fengu kortin sín þannig. Í gær var Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 9. 2019 | 09:00

Na neitaði að tjá sig um „fölsku sögusagna“ athugsemd sína

Kevin Na þurfti að bíða í langan tíma þar til hann vann loks á mótaröð þeirra bestu í heimi, PGA Tour. Hann verður ekki yngri, fremur en við hin, en nú á síðasta ári hefir eitthvað gerst hjá honum. Na hefir nú sigrað þrívegis á PGA Tour í sl. 30 mótum, sem hann hefir spilað í og í tveimur heima í Las Vegas. Fyrir sl. sunnudag hafði hann aldrei sigrað í bráðabana, hafði tapað í öllum 3 skiptunum, sem hann lenti í þeim aðstæðum, en á Shriners Open á TPC Summerlin náði hann einum slíkum sigri. Pabbi hans var líka að fylgjast með honum í fyrsta sinn, sem var mjög Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 8. 2019 | 19:00

Bandaríska háskólagolfið: Hlynur varð T-14 og Björn Óskar T-45 á Maridoe mótinu

Björn Óskar Guðjónsson, GM og lið hans, The Ragin Cajuns og Hlynur Bergsson, GKG og lið hans North Texas í bandaríska háskólagolfinu tóku þátt í Maridoe Intercollegiate, í Maridoe golfklúbbnum, í Carrollton, Texas, sem fram fór 6.-8. október 2019 og lauk í gær. Þátttakendur í mótinu voru 66 frá 12 háskólum. Hlynur lék á samtals 10 yfir pari, 226 höggum (72 76 78) og varð T-14 í einstaklingskeppninni. Lið North Texas varð í 4. sæti í liðakeppninni. Björn Óskar lék á samtals 18 yfir pari, 234 höggum (73 78 83) og varð T-45 í einstaklingskeppninni. Lið Louisiana varð í 12. sæti í liðakeppninni. Sjá má lokastöðuna á Maridoe Intercollegiate með því Lesa meira