Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 15. 2012 | 12:15

Q-school LET: Tinna byrjar ekki nógu vel; er +4 yfir pari eftir 9 holur

Tinna er nú hálfnuð með 1. hring á lokaúrtökumóti Evrópumótaraðarinnar á Norður-velli La Manga vallarins. Eftir 9 spilaðar holur deilir Tinna 71. sætinu, þar sem hún er búin að fá 4 skolla á þessar fyrstu 9 holur. Tinna fékk skolla á 3., 4., 7. og 8. holu. Í efsta sæti, (þegar þetta er skrifað kl. 12:15)  er Sharmila Nicolltt frá Indlandi. Það er vonandi að Tinnu gangi betur með seinni 9!

Til þess að fylgjast með stöðunni í Q-school LET, á La Manga, 1. daginn, smellið HÉR: