Q-school LET: Tinna hefir lokið 1. hring á lokaúrtökumóti LET – Spilaði á 76 höggum
Þetta var svo sannarlega engin óskabyrjun fyrir Tinnu á 1. hring hennar af 5 á lokaúrtökumóti fyrir Evrópumótaröð kvenna. Fjórir skollar á fyrri 9 hafa líklega verið svekkjandi…. Tinna fékk skolla á 4., 5., 7. og 8. braut Norður-vallar La Manga golfstaðarins, en af þessum 4 holum eru 2 par-3 og hinar tvær par-4.

Tinna og frænka hennar Jódís Bóasdóttir á Íslandsmótinu í höggleik, 24. júlí 2011 - Þar barðist Tinna eins og hetja og það er vonandi að hún geri það sama á La Manga! Mynd: Golf 1.
Á seinni 9 fékk Tinna 2 fugla, en því miður líka skolla og skramba á 12. og 15. brautirnar, sem báðar eru par-5. Hún lauk leik á samtals +5 höggum yfir pari og er sem stendur í 85. sæti, en fjölmargar stúlkur eiga eftir að ljúka leik og getur sætisröð Tinnu því hnikast til. Í efsta sæti eru indverska stúlkan Sharmila Nicollet og hollenska stúlkan Chrisje de Vries, sem voru virkilega að spila vel í dag – báðar á -5 undir pari; Sharmila á Suður-vellinum, en Chrisje á Norður-vellinum, eins og Tinna.
Ljóst er að eftir 1. hring er Tinna ekki meðal 30 efstu – en það eru 30 efstu af þeim 101, sem keppa í mótinu sem hljóta þátttökurétt á Evrópumótaröð kvenna 2012 (ens.: Ladies European Tour, skammst.: LET). Aðeins 1 íslenskum kvenkylfingi hefir hingað til tekist á komast á LET, Ólöfu Maríu Jónsdóttur, GK. …. en ekki er öll nótt úti en, eins og allir vita eru hlutirnir fljótt að breytast í golfi og allt getur snúist Tinnu í hag á einu augabragði. Það er vonandi – enn er ekkert tapað.
Golf 1 óskar Tinnu virkilega góðs gengis á morgun!
Til þess að sjá stöðuna eftir 1. hring á lokaúrtökumóti LET, smellið HÉR: Q-SCHOOL LET – FINAL STAGE
- júní. 7. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Stefanía M. Jónsdóttir – 7. júní 2023
- maí. 19. 2023 | 19:00 GKS: GA tekur við rekstri Siglo Golf
- maí. 19. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingjaldur Valdimarsson – 19. maí 2023
- apríl. 18. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Þórey Petra ——– 18. apríl 2023
- apríl. 17. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ragna Björk Ólafsdóttir – 17. apríl 2023
- apríl. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingi Rúnar Birgisson – 16. apríl 2023
- apríl. 15. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (15/2023)
- apríl. 15. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gerða Hammer og Finnbogi Haukur Alexandersson – 15. apríl 2023
- apríl. 14. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hlín Torfadóttir —— 14. apríl 2023
- apríl. 13. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jónína Ragnarsdóttir – 13. apríl 2023
- apríl. 12. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Björg Egilsdóttir – 12. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 17:00 Masters 2023: Ný met Mickelson á Masters
- apríl. 11. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ágúst Elí Björgvinsson – 11. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 09:00 Masters 2023: Nokkrar skemmtilegar staðreyndir um Masters
- apríl. 10. 2023 | 20:00 25.000 fréttir skrifaðar á Golf1