Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 15. 2012 | 13:30

Christina Kim á Morning Drive

Morning Drive golfþátturinn í bandaríska sjónvarpinu hlýtur að vera uppáhaldsþáttur sérhvers kylfings. Í gær var gestur þáttarins bandaríski LPGA kylfingurinn, Christina Kim.  Christina er hressileikinn holdi klædd og gaman að sjá hana í viðtalinu.  Henni verður sjaldnast fótaskortur á tungunni og er aldrei orða vant, hvað þá að eitthvað sé vandræðalegt… sé svo yfirspilar þessi prímadonna golfsins, sem vann á Opna sikileyska á LET á síðasta ári það með snilldarlegum hætti.

Í þættinum talaði hún m.a. um Michael Whan, framkvæmdastjóra LPGA og hvað hann hefir gert mikið fyrir mótaröðina, en hann hefir m.a. fjölgað mótum úr 23 í 27 á mótaskrá stelpnanna á LPGA-mótaröðinni og það í miðri heimskreppu!  Hún talar vel um alla dygga stuðnings- og styrktaraðila LPGA eins og Wegmans og kemur með spá um hvað hún ætli að gera á þessu keppnistímabili. Já, það er munur að hafa jafnhressan kylfing og Christinu í íþróttinni!

Með því að smella hér má sjá myndskeiðið með Christinu: CHRISTINA KIM Í MORNING DRIVE ÞÆTTINUM