
Christina Kim á Morning Drive
Morning Drive golfþátturinn í bandaríska sjónvarpinu hlýtur að vera uppáhaldsþáttur sérhvers kylfings. Í gær var gestur þáttarins bandaríski LPGA kylfingurinn, Christina Kim. Christina er hressileikinn holdi klædd og gaman að sjá hana í viðtalinu. Henni verður sjaldnast fótaskortur á tungunni og er aldrei orða vant, hvað þá að eitthvað sé vandræðalegt… sé svo yfirspilar þessi prímadonna golfsins, sem vann á Opna sikileyska á LET á síðasta ári það með snilldarlegum hætti.
Í þættinum talaði hún m.a. um Michael Whan, framkvæmdastjóra LPGA og hvað hann hefir gert mikið fyrir mótaröðina, en hann hefir m.a. fjölgað mótum úr 23 í 27 á mótaskrá stelpnanna á LPGA-mótaröðinni og það í miðri heimskreppu! Hún talar vel um alla dygga stuðnings- og styrktaraðila LPGA eins og Wegmans og kemur með spá um hvað hún ætli að gera á þessu keppnistímabili. Já, það er munur að hafa jafnhressan kylfing og Christinu í íþróttinni!
Með því að smella hér má sjá myndskeiðið með Christinu: CHRISTINA KIM Í MORNING DRIVE ÞÆTTINUM
- ágúst. 13. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2022)
- ágúst. 13. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Ben Hogan og Garðar Rafn Halldórsson – 13. ágúst 2022
- ágúst. 13. 2022 | 15:00 Evróputúrinn: Haraldur Franklín á -1 á ISPS Handa World Inv. e. 3. dag
- ágúst. 12. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Birgit Henriksen – 12. ágúst 2022
- ágúst. 11. 2022 | 18:00 GSÍ: Fjöldi kylfinga á Íslandi aldrei verið meiri
- ágúst. 11. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Helga Laufey Guðmundsdóttir – 11. ágúst 2022
- ágúst. 10. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ellý Steinsdóttir – 10. ágúst 2022
- ágúst. 9. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Erna Elíasdóttir —– 9. ágúst 2022
- ágúst. 9. 2022 | 14:00 Ágúst Ársælsson klúbbmeistari í Svíþjóð
- ágúst. 8. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Webb Simpson —— 8. ágúst 2022
- ágúst. 8. 2022 | 08:00 Evróputúrinn: Callum Shinkwin sigraði á Cazoo Open
- ágúst. 7. 2022 | 20:00 AIG Women’s Open 2022: Ashleigh Buhai sigraði!!!
- ágúst. 7. 2022 | 17:30 Íslandsmótið 2022: Kristján Þór og Perla Sól Íslandsmeistarar 2022!!!
- ágúst. 7. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Andri Páll Ásgeirsson – 7. ágúst 2022
- ágúst. 7. 2022 | 15:15 Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst lauk keppni T-3 og Bjarki T-35 á Vierumäki Finnish Challenge