Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 15. 2012 | 08:10

GHG: Hole in One púttmótaröðin hófst í gær – Takið frá 3. febrúar n.k. því þá fer fram frábært Þorrablót Golfklúbbs Hveragerðis!

PÚTTMÓTARÖÐIN 2012:

Í gær, laugardaginn 14. janúar 2012 hófst í Hveragerði Hole in One Púttmótaröðin í kjallara íþróttahússins. Hún mun fara fram n.k. laugardaga milli kl. 10 og 12. Mótaröðin stendur yfir í 10 vikur og gilda 6 bestu skorin. Sigurvegari mótaraðarinnar hlýtur Mizuno Line 90 pútter að verðmæti kr. 23.000 í verðlaun.  Þátttökugjald fyrir hvert einstakt mót er kr. 500 og rennur það til barna- og unglingastarfs GHG. Kaffi á könnunni og iðagrænt gras! Mótið er styrkt af Hole in One golfverslun.

Mizuno pútterinn glæsilegi, sem er í verðlaun í Púttmótaröð GHG, en slíkir pútterar fást í Hole in One, sem styrkir mótið.

ÞORRABLÓT 3. FEBRÚAR 2012:

Föstudaginn 3. febrúar 2012 verður Þorri blótaður í Hveragerði. Á heimasíðu GHG sagði að síðasta blót hefði verið flott og næsta, sem auglýst yrði síðar yrði jafnvel betra!