
Q-school LET: Tinna hefur leik á lokaúrtökumóti Evrópumótaraðarinnar.
Nákvæmlega á þessari stundu er Tinna Jóhannsdóttir, GK, að hefja leik á Norður-velli, La Manga golfvallarins í Cartagena, í Murcia á Spáni. Hún á rástíma kl. 09:20 og fjölmargir hér heima sem hugsa til hennar og óska henni góðs gengis! Tinna freistar þess að verða 2. kvenkylfingurinn frá Íslandi til að spila á LET, en á undan henni hefir aðeins Ólöfu Maríu Jónsdóttur, klúbbfélaga hennar í GK tekist það.
Tinna er ein af 101 keppenda í þessu geysisterka lokaúrtökumóti. Meðal annarra þekktra þátttakenda er danski reynsluboltinn og kynskiptingurinn Mianne Bagger, Liebelei Lawrence, fyrsti kvenkylfingurinn frá Lúxemborg til að spila á LET (en hún er reyndar með tvöfalt ríkisfang), skoska undrið Carly Booth, sem æfir á einkagolfvelli fjölskyldunnar í Skotlandi, en pabbi hennar er fyrrum rótari hjá Bítlunum. Eins er þar enska stúlkan Hannah Burke, sem vann B-hóp undanúrtökumótsins (hópinn, sem Tinna var í) með yfirburðum samtals-11 undir pari; indverska fegurðardísin Sharmila Nicollet og hin franska Melody Bourdy, systir Grégory Bourdy, sem spilar á Evróputúrnum; en Melody komst á LET í fyrra.
Golf 1 óskar Tinnu góðs gengis í dag og alla 5 daga lokaúrtökumótsins!
Til þess að sjá stutta kynningu Golf 1 á La Manga golfvöllunum, smellið HÉR:
Til þess að fylgjast með stöðunni á La Manga 1. dag lokaúrtökumótsins, smellið HÉR:
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023
- júlí. 29. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (30/2023)
- júlí. 29. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Signý Marta Böðvarsdóttir – 29. júlí 2023
- júlí. 28. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hinrik Gunnar Hilmarsson og Þórdís Lilja Árnadóttir – 28. júlí 2023
- júlí. 27. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jordan Spieth – 27. júlí 2023
- júlí. 26. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Mick Jagger, Allen Doyle, Sigríður Rósa Bjarnadóttir og Daniel Hillier – 26. júlí 2023