
Q-school LET: Tinna hefur leik á lokaúrtökumóti Evrópumótaraðarinnar.
Nákvæmlega á þessari stundu er Tinna Jóhannsdóttir, GK, að hefja leik á Norður-velli, La Manga golfvallarins í Cartagena, í Murcia á Spáni. Hún á rástíma kl. 09:20 og fjölmargir hér heima sem hugsa til hennar og óska henni góðs gengis! Tinna freistar þess að verða 2. kvenkylfingurinn frá Íslandi til að spila á LET, en á undan henni hefir aðeins Ólöfu Maríu Jónsdóttur, klúbbfélaga hennar í GK tekist það.
Tinna er ein af 101 keppenda í þessu geysisterka lokaúrtökumóti. Meðal annarra þekktra þátttakenda er danski reynsluboltinn og kynskiptingurinn Mianne Bagger, Liebelei Lawrence, fyrsti kvenkylfingurinn frá Lúxemborg til að spila á LET (en hún er reyndar með tvöfalt ríkisfang), skoska undrið Carly Booth, sem æfir á einkagolfvelli fjölskyldunnar í Skotlandi, en pabbi hennar er fyrrum rótari hjá Bítlunum. Eins er þar enska stúlkan Hannah Burke, sem vann B-hóp undanúrtökumótsins (hópinn, sem Tinna var í) með yfirburðum samtals-11 undir pari; indverska fegurðardísin Sharmila Nicollet og hin franska Melody Bourdy, systir Grégory Bourdy, sem spilar á Evróputúrnum; en Melody komst á LET í fyrra.
Golf 1 óskar Tinnu góðs gengis í dag og alla 5 daga lokaúrtökumótsins!
Til þess að sjá stutta kynningu Golf 1 á La Manga golfvöllunum, smellið HÉR:
Til þess að fylgjast með stöðunni á La Manga 1. dag lokaúrtökumótsins, smellið HÉR:
- febrúar. 23. 2021 | 22:00 Tiger lenti í bílslysi í Genesis GV80
- febrúar. 2. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jenny Sigurðardóttir – 2. febrúar 2021
- febrúar. 1. 2021 | 18:00 PGA: Reed sigraði á Farmers Insurance Open
- febrúar. 1. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hildur Kristín Þorvarðardóttir – 1. febrúar 2021
- febrúar. 1. 2021 | 08:00 Evróputúrinn: Casey sigraði á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 31. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Justin Timberlake – 31. janúar 2021
- janúar. 30. 2021 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (5/2021)
- janúar. 30. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Payne Stewart ——- 30. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Erlingur Snær Loftsson – 29. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 14:45 Evróputúrinn: Detry leiðir í hálfleik á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 28. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Þórður Sigurel Arnfinnsson – 28. janúar 2021
- janúar. 28. 2021 | 12:00 Greg Norman selur „húsið“ sitt í Flórída
- janúar. 27. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Bryce Moulder og Mike Hill – 27. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Karine Icher —— 26. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 07:30 PGA Championship fer fram í Southern Hills 2022 í stað Trump Bedminster