Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 15. 2012 | 07:45

PGA: Myndskeið – hápunktar 3. dags á Sony Open – Every og Maggert leiða

Jeff Maggert, sem verður 48 ára í næsta mánuði, er kominn í forystu á Sony Open, ásamt forystumanni gærdagsins Matt Every. Báðir hafa þeir spilað hringina 3 á samtals -12 undir pari, samtals 198 höggum; Maggert (69 65 64) og Every (66 64 68).

Þriðja sætinu deila 3 kylfingar: Suður-Afríkaninn Brendon de Jonge og Bandaríkjamennirnir Johnson Wagner og Charles Howell III, allir á -10 undir pari, hver.

Í 6. sæti , höggi á eftir eru Duffy Waldorf og D.A. Points. Á eftir þeim í 8. sæti, á samtals -8 undir pari kemur hópur 11 kylfinga, en þar gefur m.a. að finna nýliða ársins í fyrra á PGA, Keegan Bradley og sigurvegara Hyundai TOC í síðustu viku, Steve Stricker, sem verður 45 ára í næsta mánuði.

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag á Sony Open, smellið HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta á 3. degi Sony Open, smellið HÉR: