Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 26. 2012 | 20:00

Golfútbúnaður: Nýi Titleist Velocity 2012 golfboltinn

Titleist Velocity boltanum er eins og svo mörgum forvera hans ætlað að stuðla að lengri höggum kylfinga og til þess er beitt framúrstefnulegri tækni Titleist og hönnun í heimsklassa framleiðsluferlinu. Í Velocity boltanum er LSX kjarni sem er umvafinn NAz2 ytra lagi. LSX kjarninn er sá kjarni sem stuðlar að mesta hraða, sem Titleist hefir framleitt til dagsins í dag og sameinað með formúlu ytra lagsins er frumhraði boltans mestur sem og þægileg tilfinning við stutta spilið. Icosahedral 332 doppu hönnunin hefir mikla yfirborðsþekju til að framkalla þétt, stöðugt boltaflug og hámarks boltaferil.  Þessi doppuhönnun, sem sannað hefir sig á túrnum er hönnuð til að skila árangri. Titleist merkið er Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 26. 2012 | 19:30

Einar Long, GR, í 47. sæti á úrtökumóti Senior European Tour eftir fyrri dag

Í dag hófst á Gramacho golfsvæðinu í Pestana í Portúgal 1. stig úrtökumóts á öldungamótaröð Evrópu. Fyrsta stig úrtökumótisins er tveggja daga, þ.e. spilað var í dag og verður á morgun. Meðal þeirra sem freistar þess að komast á öldungamótaröðina er GR-ingurinn, Einar Long. Á fyrsta degi úrtökumótsins spilaði hann á +11 yfir pari, 83 höggum og er T-47 ásamt Spánverjanum Jose Luis Naya Palleiro. Golf 1 óskar Einari góðs gengis á morgun! Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Senior European Tour smellið HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 26. 2012 | 14:46

Myndasería og úrslit: Horft tilbaka yfir íslenska golfhaustið – Golfað fyrir lífið hjá GVS, 11. september 2011

Á 10. ára afmælisdegi hryðjuverkaárásanna miklu á World Trade Center í New York, 11. september 2011, fór fram í rjómablíðu og engu sandfoki s.s. var víða á Suðurlandi, þann dag, nei aðeins sól og blíðskaparveðri (og það um miðjan september) mótið „Golf fyrir lífið.” Með því að smella hér má sjá MYNDASERÍU ÚR MÓTINU: GOLFAÐ FYRIR LÍFIÐ 11. SEPTEMBER 2011 Mótið er árvisst styrktarmót fyrir Guðjón Sigurðsson og fjölskyldu, en þau berjast við hinn illvíga MND sjúkdóm. Þátttakendur voru 51 og lauk 47 keppni. Spilaðar voru 9 holur og var leikfyrirkomulag punktakeppni með forgjöf. Veitt voru verðlaun fyrir 3 efstu sæti í firma- og einstaklingskeppni og í einstaklingskeppninni voru veitt Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 26. 2012 | 14:45

Golfað fyrir lífið hjá GVS – 11. september 2011

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 26. 2012 | 14:30

Evróputúrinn: Rory og Robert leiða á Abu Dhabi HSBC Championship eftir 1. dag.

Það eru Svíinn Robert Karlson og nr. 2 í heiminum Norður-Írinn, Rory McIlroy sem hafa tekið forystuna á Abu Dhabi HSBC Golf Championship, sem hófst í dag. Báðir luku hringjum sínum á -5 undir pari, 67 höggum, hvor. Rory fékk 7 fugla og 2 skolla og sömu sögu var að segja af Robert. Norður-Írinn Gareth Maybin,  Englendingurinn Richard Finch og  Frakkinn Jean Baptiste Gonnet voru á 68 höggum og deila 3. sætinu. Belginn Nicholas Colsaerts, sem er meðal bestu kylfinga heims í dag spilaði 1. hring á -3 undir pari,  69 höggum og deilir 6. sætinu ásamt Skotanum Richie Ramsay og Englendingnum Robert Rock. Í 9. sæti er síðan Tiger Woods ásamt Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 26. 2012 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Sir Henry Cotton – 26. janúar 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Sir Henry Thomas Cotton, KCMG og MBE, en hann fæddist 26. janúar 1907 og hefði því orðið 105 ára í dag, hefði hann lifað, en Henry dó 22. desember 1987 og er því 25 ára afmæli dánardægurs hans jafnframt síðar á þessu ári. Henry fæddist í Holmes Chapel í Cheshire á Englandi. Hann er þekktastur fyrir að hafa unnið Opna breska risamótið þrisvar sinnum, 1934, 1937 og 1948. Eins var Sir Henry 4 sinnum í breska Ryder Cup liðinu og fyrirliði þess tvívegis. Eftir að hann hætti keppnisgolfi varð hann golfvallararkítekt við góðan orðstír, en hann hannaði m.a Le Meridien Penína golfvöllinn frábæra í Portúgal. Sir Henry Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 26. 2012 | 11:00

Áskorendamótaröðin: Peter Uihlein keppir á Indlandi

Það getur verið að rjóminn af golfheiminum sé samankominn í Abu Dhabi en Indland er staðurinn… a.m.k. til langs tíma … sem e.t.v. á eftir að hafa mest áhrif á fyrrgreindan heim til langs tíma. Það er á Indlandi, nánar tiltekið á Gujarat Kensville Challenge, á Áskorendamótaröðinni, sem Walker Cup stjarnan og einn fremsti áhugakylfingur heims til skamms tíma, spilar í fyrsta móti sínu sem atvinnumaður. Honum tókst ekki að tryggja kortið sitt beggja vegna Atlantsála, en hinn 22 ára erfingi Accushnet veldisins, sem m.a. á Titleist og Footjoy vörumerkin ætlar að spila á Áskorendamótaröðinni til þess að safna sér dýrmæta reynslu. Uihlein sagði m.a. í viðtali við EuropeanTour.com: „Áskorendamótaröðin er Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 26. 2012 | 10:00

Ben Crane er fimleikamaður af Guðs náð… eða þannig

Grínistinn Ben Crane hefir sent frá sér myndband þar sem hann harmar horfna ást sína… fimleikana. „Þjálfari “ Crane  til 7 ára kemur m.a. fram í myndskeiðinu þar sem hann segir fullur fyrirlitningar að Ben hafi gefið upp stjörnufimleikaferil fyrir golfið. Hann hafi m.a. getað snúið sér í loftinu eins og engill… en hreyfi sig nú eins og slappur tarfur. Ben sjálfur segist hafa dalað í fimleikunum, segist m.a. hafa misst gripið í hringjunum. En dæmið sjálf Til þess að sjá myndskeiðið með Ben, smellið hér: FIMLEIKAMAÐURINN BEN CRANE

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 25. 2012 | 23:00

Martin Kaymer í viðtali fyrir Abu Dhabi HSBC Golf Championship

Fimmtudaginn 26. janúar 2012 hefst Abu Dhabi HSBC Golf Championship. Golfvöllurinn í Abu Dhabi Golf Club er völlur sem Martin Kaymer myndi gjarnan vilja rúlla saman og taka með sér heim til Scottsdale í Arizona. Martin á virkilega góðar minningar eftir spil á honum. Það var á þeim velli sem hann upplifði fyrst hvernig er að vera meistari á Evróputúrnum eftir 1. sigur sinn á þeim túr 2008. Hann vann aftur 2010, áður en hann endurtók leikinn 2011 sem varð til þess að hann velti Tiger úr 2. sætinu á heimslistanum. (Hann sigraði í fyrra, nánar tiltekið 23. janúar 2011 með 8 högga mun á Rory McIlroy og var í algjörum sérklassa Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 25. 2012 | 22:00

EPD: Lokahring á Gloria Old Course Classic aflýst

Lokahringnum á Gloria Old Course Classic var aflýst í dag vegna mikilla rigninga sem varð til þess að golfvöllurinn var óspilandi. Stefán Már Stefánsson, GR og Þórður Rafn Gissurarson, GR tóku báðir þátt í mótinu og voru komnir í gegnum niðurskurð. Stefán Már varð T-36 ásamt tveimur Austurríkismönnum, Leo Astl og Rene Gruber og Grikkjanum Panos Karantzias. Þeir voru á samtals á +5 yfir pari, 149 höggum, Stefán Már (76 73). Fyrir þennan árangur sinn hlutu Stefán Már og hópurinn sem hann var í € 309 (u.þ.b. 50.000 íslenskar krónur). Þórður Rafn varð T-40 ásamt 7 öðrum: Svisslendingunum Chris Achermann og Ken Benz, Þjóðverjunum Stephan Gross og Christian Büker, Austurríkismanninum Lesa meira