Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 26. 2012 | 19:30

Einar Long, GR, í 47. sæti á úrtökumóti Senior European Tour eftir fyrri dag

Í dag hófst á Gramacho golfsvæðinu í Pestana í Portúgal 1. stig úrtökumóts á öldungamótaröð Evrópu. Fyrsta stig úrtökumótisins er tveggja daga, þ.e. spilað var í dag og verður á morgun. Meðal þeirra sem freistar þess að komast á öldungamótaröðina er GR-ingurinn, Einar Long. Á fyrsta degi úrtökumótsins spilaði hann á +11 yfir pari, 83 höggum og er T-47 ásamt Spánverjanum Jose Luis Naya Palleiro.

Golf 1 óskar Einari góðs gengis á morgun!

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Senior European Tour smellið HÉR: