Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 25. 2012 | 21:30

Bubba með bleikan PING G20 dræver til stuðnings góðgerðarmálum

Bandaríski PGA kylfingurinn Bubba Watson er mjög hrifinn af bleika litnum. Hann er m.a. þekktur fyrir að mála bíla sína bleika, bíla sem hafa kostað hann sex stafa tölu í bandarískum dollerum og á síðasta tímabili skar hann sig úr með því að nota bleik sköft á dræver sínum og eins voru wedge-ar hans í þessum uppáhaldslit. Sumir kylfingar hafa spurt sig þeirrar spurningar hvort Bubba sé að verða svona einskonar Paula Creamer PGA?… en Paula hefir verið uppnefnd „bleiki pardusinn“ vegna dálætis síns á bleika litnum. Nú er orðið ljóst að Bubba kemur til með að spila með sérmerktum PING G20 dræver, sem er sérstakur að því leyti að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 25. 2012 | 18:00

Hver er kylfingurinn: Jack Nicklaus? (5. grein af 12)

PGA Tour ferill Jack Nicklaus Fyrstu árin sem atvinnukylfingur 1962–63 (áframhald) Fyrsti sigur Jack, sem atvinnukylfings, kom í 17. tilraun þegar hann sigraði þann sem flestir veðjuðu á, Arnold Palmer, sunnudaginn í umspili í Oakmont (Kaliforníu) á Opna bandaríska rismótinu, árið 1962.  Áhorfendur studdu Arnie, sem alist hafði upp þar í nágrenninu með háværum köllum en engu að síður hafði Jack betur; sigraði með 3 höggum (71 74). Í þessu 90 holu móti (umspilið var 18 holu) þrípúttaði Jack aðeins 1 sinni.  Með þessum sigri sínum varð Jack sigurvegari á Opna bandaríska risamótinu og sigurvegari á US Amateur sama árið.  Því til viðbótar var Jack, þá 22 ára, yngsti sigurvegari Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 25. 2012 | 17:00

Námskeið fyrir kylfinga að hefjast í Power Jóga

Tvö ný námskeið eru að hefjast í Power Jóga hjá Sólrúnu Viðarsdóttur, jógakennara. Fullbókað er í námskeið 1 en enn eru nokkur pláss í námskeiði 2. Um að gera að hafa samband og tryggja sér pláss sem fyrst! Námskeiðin hefjast 31. janúar n.k. Til þess að sjá allt nánar um jóganámskeiðið hjá Sólrúnu Viðarsdóttur smellið hér: POWERYOGA FYRIR KYLFINGA Kennt er í  jógstöðinni Jafnvægi, Kirkjulundi 19, Garðabæ, sjá nánari staðsetningu hér. Skráning í síma 891-6708 eða poweryoga@poweryoga.is Byggt er á YGF (Yoga For Golfers) kerfinu. YFG eða jóga fyrir golfara er samsetning jógaæfinga eða æfingakerfi sem Katherin Roberts hefur þróað í samstarfi við atvinnu-kylfinga og aðra sem koma að þjálfun golfara. Það tekur mið að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 25. 2012 | 15:00

Myndasería og úrslit: Horft tilbaka yfir íslenska golfhaustið – Fyrsta Golfmót Siglfirðinga á höfuðborgarsvæðinu hjá GKJ – 4. sept. 2011

Sunnudaginn 4. september 2011 fór fram í fyrsta sinn golfmót Siglfirðinga á höfuðborgarsvæðinu. Þátttakendur voru um 50, sem er einstaklega gott miðað við að einungis var rúmlega viku aðdragandi að mótinu. Mótið var haldið á Hlíðavelli hjá Golfklúbbnum Kili í Mosfellsbæ. Veður var með besta móti og Hlíðavöllur skartaði sínu fegursta. Um 13 félagar í GKS (Golfklúbbi Siglufjarðar) gerðu sér sérstaka ferð frá Siglufirði til að taka þátt í mótinu. Mótið var vel lukkað og hið skemmtilegasta í alla staði, enda ekki við öðru að búast þegar svona margir Siglfirðingar koma saman. Teiggjafir og verðlaun öll hin glæsilegustu og þar að auki dregið úr 7 skorkortum. Í bígerð er að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 25. 2012 | 14:35

Fyrsta golfmót Siglfirðinga á Höfuðborgarsvæðinu – GKJ, 4. september 2011

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 25. 2012 | 14:30

Afmæliskylfingur dagsins: Brynja Sigurðardóttir – 25. janúar 2012

Það er Brynja Sigurðardóttir, Golfklúbbi Ólafsfjarðar, Norðurlandsmeistari 2011 í flokki 17-18 ára stúlkna, sem er afmæliskylfingur dagsins. Brynja fæddist 25. janúar 1993 og er því 19 ára í dag.  Hún spilaði m.a. á Arionbankamótaröð unglinga s.l. sumar og náði m.a. að verða í 9. sæti á Íslandsmótinu í höggleik í Grafarholti. Brynja átti m.a. sæti í sveit GÓ í sveitakeppni GSÍ 2011. Brynja hefir oftar en 1 sinni verið tilnefnd til titilsins Íþróttamaður Ólafsfjarðar  árið 2010 og Fjallabyggðar 2011 en hlaut ekki; en árið 2010 hlaut Elsa Guðrún Jónsdóttir skíðagöngukona, titilinn og 2011 var það Sævar Birgisson, skíðamaður.  Brynja hefir og tekið þátt í mörgum opnum golfmótum með góðum árangri. Aðrir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 25. 2012 | 05:00

Bubba Watson kaupir „General Lee 01″

Bubba Watson gerði samning við eiginkonu sína að ef hann ynni mót á PGA Tour þá mætti hann kaupa sér Dodge Charger bifreið árg. 1969, sem varð fræg í sjónvarpsþáttunum (1978/1979) og síðar kvikmyndunum „Dukes of Hazzard.“ (2005/2007). Bubba sagði að erfiðasti hlutinn hefði verið að sigra mótið. Svo sagði hann hefði liðið smá tími þar til hann fann þann rétta, en það var biðarinnar virði. Á bílauppboði í síðustu viku í Arizona keypti þrefaldur sigurvegarinn á PGA Tour upprunalega „General Lee 01”  (uppnefni bílsins) þ.e. bílinn sem notaður var í sjónvarpsþáttunum, sama bíl og flýgur yfir lögreglubíl í upphafi þáttarins. Í stuttu myndskeiði sem Bubba birti á Twitter sést Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 24. 2012 | 18:00

Hver er kylfingurinn: Jack Nicklaus? (4. grein af 12)

PGA Tour ferill Jack Nicklaus Fyrstu árin sem atvinnukylfingur 1962–63 Nicklaus hóf atvinnumannsferil sinn á PGA Tour árið 1962. Meðan Nicklaus gerðist atvinnukylfingur opinberlega seint á árinu 1961, þá ræddi hann ákaft hugmyndina um að halda áfram að vera áhugamaður, til þess að líkjast sem mest átrúnaðargoði sínu, Bobby Jones.  En hvað sem öðru leið þá gerði Jack Nicklaus sér grein fyrir að til þess að verða talinn sá besti þá yrði hann að keppa á móti þeim bestu og keppa meira en hann gerði. Stuttu eftir að gerast atvinnumaður var tekið viðtal við umboðsmann Jack, Mark McCormack af Melbourne Age pennanum, Don Lawrence, sem var að forvitnast um hvað Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 24. 2012 | 17:00

Mínímyndasería og úrslit: Horft tilbaka yfir íslenska golfhaustið – Sigga & Timo hjá GK, 3. september 2011

Sigga & Timo kvennamótið var haldið óvenju seint á síðasta ári, þ.e. fyrstu haustdögum ársins 2011, nánar tiltekið laugardaginn 3. september, að venju á Hvaleyrrinni í Hafnarfirði.  Mótið er eitt alglæsilegasta og vinsælasta kvennamót landsins enda hafa vinningarnir mikið aðdráttarafl, en það eru handunnir skartgripir úr skartgripaverslun Siggu & Timo í Hafnarfirði. Eigandi verslunarinnar, Sigríður Sigurðardóttir, er sjálf í golfi og hefir síðustu ár m.a. spilað í móti sínu.  Alls voru þátttakendur í Siggu & Timo árið 2011, tæp 140 talsins. Til þess að sjá litla mínímyndaseríu úr Siggu & Timo 2011 smellið hér: SIGGA & TIMO 2011 Helstu úrslit urðu eftirfarandi: Höggleikur án forgjafar: 1 Ásgerður Sverrisdóttir GR 3 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 24. 2012 | 16:55

Sigga & Timo hjá GK, 3. september 2011