Martin Kaymer eftir einn sigurinn í Abu Dhabi
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 25. 2012 | 23:00

Martin Kaymer í viðtali fyrir Abu Dhabi HSBC Golf Championship

Fimmtudaginn 26. janúar 2012 hefst Abu Dhabi HSBC Golf Championship.

Golfvöllurinn í Abu Dhabi Golf Club er völlur sem Martin Kaymer myndi gjarnan vilja rúlla saman og taka með sér heim til Scottsdale í Arizona.

Martin á virkilega góðar minningar eftir spil á honum. Það var á þeim velli sem hann upplifði fyrst hvernig er að vera meistari á Evróputúrnum eftir 1. sigur sinn á þeim túr 2008. Hann vann aftur 2010, áður en hann endurtók leikinn 2011 sem varð til þess að hann velti Tiger úr 2. sætinu á heimslistanum. (Hann sigraði í fyrra, nánar tiltekið 23. janúar 2011 með 8 högga mun á Rory McIlroy og var í algjörum sérklassa í mótinu – honum líður einfaldlega vel á National Course m.ö.o. „Fálkavellinum“ í Abu Dhabi).

Alls hefir Þjóðverjinn (Kaymer) því sigrað þrívegis í Abu Dhabi og markmiðið nú er að verja titilinn gegn einhverju sterkasta samsafni kylfinga sem keppt hefir á árinu 2012, þ.á.m. Tiger Woods.

Mótið, sem er hluti af Evróputúrnum og haldið er í 7. sinn er skipulagt af Abu Dhabi Tourism Authority (ADTA) og er opnunarmótið í eyðumerkursveiflu túrsins. Það er 4. mótið á mótaskránni Race to Dubai, 2012.

Meðal þátttakenda í þessu $ 2.7 milljóna móti eru 3 núverandi risamótstitilhafar: Sigurvegari Masters 2011 Charl Schwartzel, sigurvegari Opna bandaríska 2011, Rory McIlroy og loks meistari Opna breska 2011, Darren Clarke. Meðal þessa mikla stjörnufans er nr. 1 í heiminum Luke Donald og fv. nr. 1, Lee Westwood.

Martin Kaymer, fjórði besti kylfingur heims, ætlar sér að verja titil sinn. Hann talaði um mótið og ýmislegt annað  í skemmtilegu viðtali við Khaleej Times: Hér fer hluti viðtalsins:

Martin Kaymer

Sp: Hvað finnst þér um andstæðinga þínu í Abu Dhabi HSBC Golf Championship?

Martin Kaymer: Þetta eru alveg ótrúlega góðir kylfingar sem saman eru komnir og ég væri mjög stoltur ef mér tækist titilvörnin. Á hverju ári virðast kylfingar verða sterkari og sterkari en vonandi færir reynsla mín af vellinum mér forskot heimamannsins!

Sp: Þú hefir sigraði Abu Dhabi HSBC Golf Championship. Hvað gerir mótið svona sérstakt?

Martin Kaymer: Ég get ekki sagt nákvæmlega hvað það er en mér líður bara mjög vel hér. Ég elska völlinn – hann er krefjandi og spennandi og alltaf í fullkomnu ásigkomulagi – en það er bara ekki það, mér finnst ég vera heima hjá mér fyrir framan áhorfendur. Það er alltaf sérstök stemning þegar sterkustu kylfingarnir snúa aftur úr jólafríinu og spenningurinn fyrir nýtt tímabil liggur í loftinu. Þetta er líka sambland þess hversu vel er hugsað um okkur á og utan vallar (á Sheraton hótelinu) það er mjög sérstakt að hafa sigrað hér þrívegis og ég vona að ég haldi því áfram.

Sp: Hvað finnst þér um National Course „Fálkagolfvöllinn“ hér í Abu Dhabi Golf Clubs samanborið við aðra velli um heiminn? Finnst þér að ætti að breyta honum?  

Martin Kaymer: Ég hef unnið hér þrívegis þannig að auðvitað er hann einn af uppáhaldsgolfvöllum mínum og ég vona að það verði engar breytingar gerðar á honum því hann hentar mér svo fullkomlega!

Sp: Tiger Woods spilar nú í fyrsta sinn í þessu móti. Hvernig eru viðbrögð þín og annarra við þátttöku hans?

Martin Kaymer: Sérhvert mót sem Tiger tekur þátt í gefur mótinu sérstakt yfirbragð og ég hugsa það auki bara á mikilfengleik mótins. Sérstaklega núna eftir að hann vann Chevron – allra augu munu beinast að honum til að sjá hvort hann er aftur kominn í sigurgírinn. Tiger er góður fyrir golfíþróttina og mér finnst að hann muni verða góður fyrir Abu Dhabi HSBC Golf Championship.

Sp: Hvernig ætlar þú að mæta spili hans í tilraun þinni til þess að sigra Falcon Trophy í 4. sinn?

Martin Kaymer: Líkt og ég sagði áður vona ég að þekking mín á aðstæðum muni hjálpa mér að sigra aftur og eins gefa vellir sem maður hefir unnið á áður þá tilfinningu að maður geti endurtekið leikinn. Ég mæti ferskur og vonast til að vinna 4. titil minn á Abu Dhabi HSBC Golf Championship.

Sp: Burt séð frá Tiger hver heldur þú að verði þér skeinuhættur?

Martin Kaymer: Dýpt þessara þátttakenda er svo undraverð að ég hugsa að það sé fjöldinn allur sem gæti tekið titilinn af mér. Ekki er hægt að útiloka tvöfaldan sigurvegara Paul Casey, sem ætlar sér eflaust að jafna metinn við mig og sigra í 3. sinn. Svo eru það augljóslega Luke Donald, Lee Westwood, Rory McIlroy, Tiger Woods og heil strolla af ungum kylfingum sem ætla sér sigur; menn eins og  Matteo Manassero og Tom Lewis.

Sp: Lee Westwood og Rory McIlroy hafa lýst því yfir að þeir ætli sér að spila á US PGA Tour. Þú sagðir eitt sinn að þér fyndist undarlegt hvað þeir sveifluðust fram og aftur. Af hverju?

Martin Kaymer: Auðvitað er gott að þessi möguleiki (að spila á US PGA Tour) sé okkur opinn og ég óska þeim góðs gengis og hef í raun enga skoðun á vali þeirra. Fyrir mína parta vil ég ekki ferðast svona mikið sérstaklega á Ryder Cup ári, þannig að þetta er ekki á dagskrá hjá mér því hún er þegar full.

Sp: Af hverju ertu ekki á US PGA Tour?

Martin Kaymer: Ég vísa til þess sem ég sagði að ofan – Ég elska að spila í Bandaríkjunum og mun spila á mótum þar vegna stöðu minnar á heimslistanum og á boðsmótum en ég vil ekki skuldbinda mig til að þurfa að spila á minnst 15 mótum þar þegar sú mótaskrá sem ég hef hentar mér. Ég hef tekið framförum á hverju ári með því að vera á Evróputúrnum og ég er ánægður þar með dagskrá mína.

Sp: Það hefir verið sagt að áhorfendur í Bandaríkjunum myndu elska það að sjá þig spila þar. Heldur þú ekki að fjarvera þín setji þig í þá stöðu að þú gleymist (ens.: „out of sight out of mind“)?

Martin Kaymer:: Alls ekki – Ég spila á 3 risamótum og 3 heimsmótum a.m.k. á hverju ári og venjulega í fleiri mótum PGA, þannig að ég er til staðar á öllum stóru mótunum og missi í raun bara af Fedex series. Vonandi spila ég nógu vel á risamótunum og á heimsmótunum til þess að haldast í minningu bandarískra aðdáenda!

Sp: Þýskaland deildi 2. sæti í heimsbikarnum. Ertu ánægður með árangurinn eða finnst þér þú hafir getað landað sigri? 

Martin Kaymer: Maður vill alltaf standa uppi sem sigurvegari – sérstaklega þegar maður keppir f.h. þjóðar sinnar. Við myndum hafa elskað það að vinna tiitlinn fyrir Þýskaland – þannig að þetta voru vonbrigði… en þetta var frábær vika.

Heimild: Khaleej Times