Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 26. 2012 | 14:30

Evróputúrinn: Rory og Robert leiða á Abu Dhabi HSBC Championship eftir 1. dag.

Það eru Svíinn Robert Karlson og nr. 2 í heiminum Norður-Írinn, Rory McIlroy sem hafa tekið forystuna á Abu Dhabi HSBC Golf Championship, sem hófst í dag. Báðir luku hringjum sínum á -5 undir pari, 67 höggum, hvor. Rory fékk 7 fugla og 2 skolla og sömu sögu var að segja af Robert.

Norður-Írinn Gareth Maybin,  Englendingurinn Richard Finch og  Frakkinn Jean Baptiste Gonnet voru á 68 höggum og deila 3. sætinu.

Belginn Nicholas Colsaerts, sem er meðal bestu kylfinga heims í dag spilaði 1. hring á -3 undir pari,  69 höggum og deilir 6. sætinu ásamt Skotanum Richie Ramsay og Englendingnum Robert Rock.

Í 9. sæti er síðan Tiger Woods ásamt 10 öðrum, þ.á.m. Charl Schwartzel, sem allir voru á -2 undir pari í dag, sléttum 70 höggum.

Til þess að sjá stöðuna á Abu Dhabi HSBC Golf Championship eftir 1. dag smellið HÉR: