Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 26. 2012 | 20:00

Golfútbúnaður: Nýi Titleist Velocity 2012 golfboltinn

Titleist Velocity boltanum er eins og svo mörgum forvera hans ætlað að stuðla að lengri höggum kylfinga og til þess er beitt framúrstefnulegri tækni Titleist og hönnun í heimsklassa framleiðsluferlinu.

Í Velocity boltanum er LSX kjarni sem er umvafinn NAz2 ytra lagi. LSX kjarninn er sá kjarni sem stuðlar að mesta hraða, sem Titleist hefir framleitt til dagsins í dag og sameinað með formúlu ytra lagsins er frumhraði boltans mestur sem og þægileg tilfinning við stutta spilið.

Icosahedral 332 doppu hönnunin hefir mikla yfirborðsþekju til að framkalla þétt, stöðugt boltaflug og hámarks boltaferil.  Þessi doppuhönnun, sem sannað hefir sig á túrnum er hönnuð til að skila árangri.

Titleist merkið er á sínum stað á boltanum og á Velocity er tölusettur í appelsínugulum lit. Í fyrsta sinn býður Titleist upp á bolta sem merktir eru tveggja stafa tölum: 00, 11, 22 and 33.