Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 26. 2012 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Sir Henry Cotton – 26. janúar 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Sir Henry Thomas Cotton, KCMG og MBE, en hann fæddist 26. janúar 1907 og hefði því orðið 105 ára í dag, hefði hann lifað, en Henry dó 22. desember 1987 og er því 25 ára afmæli dánardægurs hans jafnframt síðar á þessu ári.

Henry fæddist í Holmes Chapel í Cheshire á Englandi. Hann er þekktastur fyrir að hafa unnið Opna breska risamótið þrisvar sinnum, 1934, 1937 og 1948.

Eins var Sir Henry 4 sinnum í breska Ryder Cup liðinu og fyrirliði þess tvívegis.

Eftir að hann hætti keppnisgolfi varð hann golfvallararkítekt við góðan orðstír, en hann hannaði m.a Le Meridien Penína golfvöllinn frábæra í Portúgal.

Sir Henry Cotton var mikið fyrir hið ljúfa líf. Kampavín, kavíar og klæðskerasaumuð föt frá helstu tískumógúlum hans tíma voru hluti lífstíls hans. Hann bjó um tíma í 5 stjörnu lúxus-svítu á hóteli áður en hann keypti sér glæsihýsi með fullri þjónustu. Hann ferðaðist um allt á Rolls Royce… og spilaði golf.

Sir Henry Cotton var tekinn í frægðarhöll kylfinga 1980 og sleginn til riddara árið 1988, ári eftir dauðadag sinn, en hann var áður búinn að veita samþykki sitt til þessa.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.:

F. 26. janúar 1970 (42 ára)
F. 26. janúar 1977 (35 ára)

Golf 1 óskar öllum afmæliskylfingum dagsins innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is