Föstudagsgolfgrín: Veit nokkur hvað Big Daddy dræver er?
Í svona leiðindaveðri, í kulda, rigningu og hvassviðri, antigolfveðri par excellence er fátt betra en að sjá eitthvað sem léttir lundina. Hér að neðan gefur að finna myndskeið með manni sem er svo pirraður að slá boltann sinn alltaf í vatn að hann endar með að fleygja kylfunni út í vatnið og síðan allt settið á eftir við mikinn fögnuð spilafélaga sinna, sem skemmta sér hið besta. Merkilegt hvað mannskepnan hefir gaman af óförum annarra! Þar á eftir er Big Daddy dræver kynntur til sögunnar. Þeir sem eru að spá í nýjum dræver ættu kannski að fjárfesta í einum slíkum! Til þess að sjá myndskeiðið með Big Daddy dræver smellið Lesa meira
Föstudagsgolfgrín: Veit nokkur hvað Big Daddy dræver er?
Til þess að sjá myndskeiðið með Big Daddy dræver smellið HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Bryce Molder – 27. janúar 2012
Það er PGA kylfingurinn Bryce Molder, sem er afmæliskylfingur dagsins. Bryce fæddist 27. janúar 1979 í Harrison, Arkansas og er því 33 ára í dag. Hann gekk í skóla í Conway, Arkansas og Tulsa, Oklahoma. Bryce er með Poland syndrome, sem lýsti sér þannig hjá honum að hann fæddist ekki með vinstri brjóstvöðva og vinstri hönd er minni en sú hægri og fjórir fingur vinstri handar voru samvaxnir við fæðingu. Bryce þurfti á unga aldri að gangast undir aðgerð til að skilja fingurna að. Bryce var í háskóla í Georgia Tech og gerðist atvinnumaður í golfi 2011. Sem atvinnumaður hefir hann sigrað tvívegis, annað sinn í Miccosukee Championship í Flórída Lesa meira
Evróputúrinn: Daninn Thorbjörn Olesen hefir tekið forystuna snemma dags í Abu Dhabi
Það er Daninn Thorbjörn Olesen, sem tekið hefir forystu á 2. degi Abu Dhabi HSBC Golf Championship. Thorbjörn, 22 ára, varð þrívegis í 2. sæti á nýliðaári sinni á Evróputúrnum í fyrra en á enn eftir að landa sínum fyrsta sigri á Evróputúrnum. Hann kom í hús á 67 höggum í dag og er samtals búinn að spila á 137 höggum (70 67) eða samtals -7 undir pari. Eftir hringinn sagði Thorbjörn m.a. „Mér líkar virkilega við þennan golfvöllI. Hann er mjög erfiður en það er allt gott við hann. Maður þarf að vera beinn og góður í púttunum og með alhliða góðan golfleik, þannig að mér finnst þetta góð prófraun Lesa meira
ALPG: Karen Lunn og Rachel Bailey efstar eftir 1. dag Bing Lee
Í dag var spilaður 1. hringur á Bing Lee / Samsung Women´s NSW Open, í Oatlands Golf Club. Eftir 1. dag eru það heimakonan Karen Lunn frá NSW og Rachel Bailey frá Sydney sem leiða, en báðar eru búnar að spila á -4 undir pari, 68 höggum. Í 3. sæti eru 6 stúlkur og þeirra þekktastar e.t.v. hin 14 ára Lydía Ko, fegurðardísin Nikki Garrett og norska frænka okkar Marianne Skarpenord, sem þátt tekur í mótinu; en allar eru þær á -3 undir pari, 69 höggum. Í 9. sæti er síðan hópur 5 stúlkna, en þeirra á meðal er enski kylfingurinn og Solheim Cup leikmaðurinn, Melissa Reid, á -2 undir Lesa meira
ALPG: Laura Davies með ástralskan íþróttaráðherra í „lobb“ golfkennslustund
Breska golfgoðsögnin í kvennagolfinu, Laura Davies, er nú stödd í Ástralíu til þess að taka þátt í nokkrum mótum á ALPG (ens.: Australian Ladies Professional Golf). Í dag var spilaður 1. hringur á Bing Lee / Samsung Women´s NSW Open, í Oatlands Golf Club. Þar áður var Pro-Am mót en í því tók m.a. þátt Graham Annesley, íþróttaráðherra New South Wales. Hann fékk nokkur góð ráð í einkatíma hjá Lauru hvernig ætti að „lobba.“ Sjá má hluta af einkatímanum á myndskeiði, með því að smella hér: ÍÞRÓTTARÁÐHERRA NSW Í EINKATÍMA HJÁ LAURU DAVIES
GA: Þorvaldur, Anna og Ævar Freyr efst á unglingapúttmótaröð GA
Eins og undanfarin ár (nema í fyrra) þá hefir Unglingaráð GA verið með mjög skemmtilega púttmótaroð í inniaðstöðunni á Akureyri og hefur innkoman farið til að efla unglingastarfið í klúbbnum á einn eða annan hátt. Mjög góð þátttaka hefur verið í þessum mótum og mikil stemming skapast um það hver verður stigahæstur. Keppt er í tveimur flokkum 18 ára og yngri og 19 ára og eldri. 6 bestu af 8 mótum gilda til stigameistara. Verðlaun eru fyrir 3 efstu sætin í hvorum flokki. Púttað er á sunnudögum og er opið frá kl. 10.00 – keppni hefst kl. 11.00 – 14.00 og stendur lengur ef þurfa þykir. Verð 1.000 kr. í Lesa meira
Meg Mallon verður fyrirliði liðs Bandaríkjanna í Solheim Cup 2013
Í gær var tilkynnt á hinni árlegu PGA golfvörusýningunni að Meg Mallon yrði fyrirliði liðs Bandaríkjanna í Solheim Cup 2013. Þá fer mótið fram í Parker, Colorado. Meg Mallon hefir 18 sinnum sigrað á LPGA Tour. Eins hefir hún tekið þátt í 8 Solheim Cup keppnum og tekur við af Rosie Jones sem leiddi lið Bandaríkjanna í Killeen Castle, í Dunsany, á Írlandi í fyrra þegar Evrópa sigraði lið Bandaríkjanna 15-13. „Hvert Solheim Cup mót hefir verið fyllt andartökum stolts hjá mér (sem leikmanni) en að vera fulltrúi Bandaríkjanna sem fyrirliði er toppurinn á ferli mínum,“ sagði Meg Mallon, 48 ára, í fréttatilkynningu LPGA. „Ég hlakka til að vinna hörðum höndum Lesa meira
PGA: Stanley og Levin leiða eftir 1. dag á Farmers Insurance Open – báðir á 62 höggum! Myndskeið: Hápunktar og högg 1. dags
Í nótt hófst á Torrey Pines í La Jolla í Kaliforníu Farmers Insurance Open. Spilað er á Norður- og Suðurvellinum í mótinu. Það er augljóst þegar skorin eru skoðuð að Norður-völlurinn er að reynast kylfingunum auðveldari því það er ekki fyrr en í 13. sæti þar sem Bandaríkjamaðurinn Marc Turnesa er efstur þeirra sem spilaði Suður-völlinn, spilaði á 66 höggum. Í efsta sæti eru Bandaríkjamennirnir Kyle Stanley og Spencer Levin, báðir með glæsihringi upp á 62 högg, -10 undir pari. Kyle fékk 1 örn, 9 fugla og 1 skolla á hringnum góða en Spencer spilaði skollafrítt fékk 10 fugla. „Stóru nöfnin“ í mótinu eru ekkert að reyna of mikið á Lesa meira
Golfútbúnaður: Nýr draugur í TaylorMade draugafjölskyldunni
Draugafjölskyldu TaylorMade púttera er að bætast nýr fjölskyldumeðlimur, Manta draugurinn, sem fer á markað í mars. Í millitíðinni má sjá marga af fremstu kylfingum heims nota hann á helstu mótaröðum heims. Manta draugapútterinn er það nýjasta sem kynnt verður á PGA Merchandise show, sem byrjar í þessari viku. TaylorMade hefir látið hafa eftirfarandi eftir sér: „Ný hönnun á Manta draugnum er mjög hrein og klassísk og hefir sannað sig á túrnum og saman með framúrstefnulegri og nútíma tækni, sem oft skilar sér í skrýtnum púttershöfuðum þá er hér öllu blandað saman í heildstæðan pútter.” Þar að auki: „Tveir 50 gramma þyngingaraukar og 1/3 breytilegar þyngdir í miðju að aftan á sólanum Lesa meira








