Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 2. 2012 | 12:00

Evróputúrinn: Undur og stórmerki!!!! – Daly leiðir í Doha á 67 höggum!!!!

Í dag hófst í Doha í Qatar, nánar tiltekið í Doha GC, Commercialbank Qatar Masters, styrkt af Dolphin Energy.  Þegar þetta er ritað kl. 12:00 að hádegi og margir eiga eftir að koma inn leiðir kylfingurinn skrautlegi John Daly á 67 höggum. Daly fékk 5 fugla og spilaði skollafrítt á glæsilegum opnunarhring sínum. Svona hefir maður ekki séð Daly lengi og vonandi að framhald verði á að Daly láti frammistöðuna á golfvellinum tala en ekki skapið! Á eftir Daly eru ekki minni menn en KJ Choi á 68 höggum, sem er einn í 2. sæti (þegar þetta er ritað) og nokkrir sem deila 3. sæti  á 69 höggum: Belginn Nicholas Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 2. 2012 | 11:30

GK: Endurskoðun á forgjöf félagsmanna – flestir 64% halda óbreyttri forgjöf -13% lækka og 5% hækka í forgjöf

Forgjafarnefnd Keilis hefir nú nýlega yfirfarið upplýsingar sem koma af golf.is til endurskoðunar á forgjöf félagsmann fyrir árið 2012. Flestir eða um 64% félagsmanna GK halda óbreyttri forgjöf. Um 13% lækka í forgjöf og 5% hækka í forgjöf. Síðan eru óvirkir félagsmenn 18%. Til samanburðar héldu 61% félagsmanna óbreyttri forgjöf í fyrra, árið 2011, 14% lækkuðu í forgjöf  og 5% hækkuðu í forgjöf og 20% félagsmanna voru óvirk. Það er því lítil breyting milli ára, það helsta er kannski að örlítið fleiri félagsmenn 3% halda óbreyttri forgjöf og færri 2% eru óvirkir. Fljótlega mun GSÍ uppfæra golf.is og þá eiga félagsmenn GK að sjá hvar þeir standa fyrir komandi ár. Heimild: Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 2. 2012 | 11:00

PGA: Brandt Snedeker segir hamingjuóskirnar tempraðar

Brandt Snedeker skilur. Hann veit að 2012 Farmers Insurance Open mótið mun líklega festast í minnum manna meira vegna skramba Kyle Stanley á 18. holu heldur en sigur sinn í umspilinu. Það sama skeði þegar Robert Garrigus missti niður 3 högga forystu á lokaholu St. Jude Classic  árið 2010 og  Lee Westwood bar sigurorð af honum í bráðabana. Sömu sögu er að segja af hruni Jean van de Velde árið 1999 á Opna breska þegar Paul Lawrie sigraði. Og það er í lagi Snedeker vegna. „Þessi vika hefir svo sannarlega verið skrítin vegna tempraðra hamingjuóska,“ sagði Snedeker. „Ég hugsa að allir hafi samúð með Kyle og ég hugsa að það sé meira saga Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 2. 2012 | 10:00

Kyle Stanley á samúð m.a. DJ, Stricker og Bobby Brown fyrir tapið grátlega á Farmers Insurance Open í Torrey Pines

Dustin Johnson og Bobby Brown eru meðal þeirra mörgu sem finna til með  Kyle Stanley eftir að hann glutraði niður sigurtækifæri á  the Farmers Insurance Open s.l. sunnudag. Fyrir lokaholuna var Stanley með 3 högga forystu á keppinauta sína, en fékk síðan 8 á lokaholunni og varð að fara í umspil, sem hann tapaði síðan fyrir Brandt Snedeker. Á þeim dögum sem liðnir eru síðan hefir Kyle Stanley hlotið helling af sms-um og stuðning frá fjölskyldu, vinum og samspilurum á PGA Tour, þ.á.m. Zach Johnson og Steve Stricker, sem sló ótrúlegt högg of fylgdi því eftir með góðu fuglapútti og sigraði Stanley með 1 höggi, á John Deere Classic, í fyrra, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 2. 2012 | 09:00

Phil Mickelson fer í meiðyrðamál við internetfyrirtæki

Phil Mickelson ætlar sér að fletta ofan af internet notanda sem hefir viðhaft meiðyrði gagnvart honum í skjóli nafnleyndar sbr. grein á vefsíðunni Court House New Service. Þar kom m.a. eftirfarandi fram: Phil höfðaði mál gegn Internetfyrirtæki og krefst þess að nafnleynd verði lyft af manneskju sem ritaði það sem kylfingurinn (Phil Mickelson) kalla rætnar yfirlýsingar um sig og eiginkonu sína. Phil höfðaði mál gegn Videotron S.E.N.C. í Hæstarétti Quebec (ens.: Quebec Superior Court) þar sem hann krefst þess að fá að vita rétt nafn höfundar „þó nokkurra meiðandi yfirlýsinga sem hann eða fleiri einstaklingar á Internetinu hafa birt sérstaklega á vefsíðunni Yahoo! undir dulnöfnunum ‘Fogroller’ og ‘Longitude’. „Í yfirlýsingunum segir m.a. að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 2. 2012 | 08:00

NK: Unnið hörðum höndum að því að koma upp inniæfingaaðstöðu fyrir félagsmenn NK í Lækningaminjasafninu við Nesstofu

Á heimasíðu NK er eftirfarandi fréttatilkynning: „Í síðustu viku fengum við (í NK) lykla að Lækningaminjasafninu og er nú unnið hörðum höndum að því að innrétta húsnæðið til vetraræfinga fyrir klúbbfélaga. Áætlað er að þeirri vinnu verði lokið í kringum 10. febrúar. Aðstaðan mun samanstanda af 100 fermetra púttflöt, áþekkri þeirri sem er í Laugardalshöll og við höfum notað síðustu 2 ár og 6 mottum þar sem hægt verður að slá í net. Æfingar barna og unglinga hafa af þessum sökum tafist nokkuð en munu (hófust í gær 1. febrúar). Æfingatímar verða sem hér segir: Strákar opinn hópur – mánudagar og fimmtudagar kl. 15.30 – 16.30 Stelpur opinn hópur – Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 1. 2012 | 20:30

Nýju strákarnir á PGA Tour 2012: nr. 2 – Colt Knost

Colt Knost varð í 27. sæti í PGA Q-school á PGA West golfvellinum, La Quinta, Kaliforníu, ásamt þeim John Huh, sem þegar hefir verið kynntur og Nathan Green, sem kynntur verður á morgun. Colt Knost fæddist 26. júní 1985 í Garrettville, Ohio og er því 26 ára. Hann ólst upp í Pilot Point, Texas. Colt var Class 3A ríkismeistari á lokaári sínu í menntaskóla 2003. Colt útskrifaðist síðan frá Southern Methodist University (skammst.: SMU), árið 2007.  Meðan hann var í SMU var hann all-conference og all-region. Hann var líka útnefndur Western Athletic nýliði ársins 2004. Colt sigraði í 3 mótum á vegum bandaríska golfsambandsins (United States Golf Association) árið 2007 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 1. 2012 | 18:30

Hver er kylfingurinn: Jack Nicklaus? (8. grein af 12)

Jack leggur til að breytingar verði gerðar á Ryder Cup Meðan á Ryder bikarskeppninni stóð árið 1977 á Royal Lytham & St. Annes, þá setti Jack sig í samband við PGA á Bretlandi um nauðsyn þess að bæta samkeppnisstöðu keppninnar. Málið hafði verið til umfjöllunar fyrr um daginn af fyrrverandi forseta bandaríska PGA, Henry Poe og breska forseta PGA Lord Derby. Jack Nicklaus kom fram með tillögur sínar og bætti við„það er nauðsynlegt að víkka út reglurnar um hvernig kylfingar eru valdir í liðið ef Ryder Cup á að halda fyrri virðingu sem keppnin hefir notið.“ Breytingarnar á kylfingsvalinu til keppninar voru samþykktar af afkomendum Samuel Ryder og bandaríska PGA. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 1. 2012 | 14:00

Evróputúrinn: Kaymer og Westwood þykja sigurstranglegastir á Commercialbank Qatar Masters, sem hefst í Doha á morgun

Eftir frammistöðu sem best er að gleyma í Abu Dhabi, þá vonast nr. 3 í heiminum, Lee Westwood og nr. 4 í heiminum, Martin Kaymer til þess að stimpla sig sterkt inn á 2012 keppnistímabilið með góðri frammistöðu á Qatar Masters. Til þess hafa þeir valið einn af mest krefjandi völlum Evróputúrsins í eyðimörkinni. Doha Golf Club, sem er rétt fyrir utan Doha, er þekktur fyrir vindasamar keppnisaðstæður og í ár breytist það lítið. Spáð er vindi sem ná mun allt að 20 mph mestallt mótið. Westwood strögglaði á Abu Dhabi Golf Championship og lauk keppni T-17. Hann varð að hlífa stífa öxl og stífa hálsvöðva og var ófær um að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 1. 2012 | 12:30

Afmæliskylfingur dagsins: Hildur Kristín Þorvarðardóttir – 1. febrúar 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Hildur Kristín Þorvarðardóttir, GR. Hildur Kristín fæddist 1. febrúar 1992 og á því 20 ára stórafmæli í dag. Hildur Kristín byrjaði að spila golf 15 ára og er því aðeins búin að spila golf í 5 ár. Engu að síður er hún komin með 6,2 í forgjöf og spilaði á Eimskipsmótaröðinni sumarið 2011. Mæðgurnar, Ragnhildur og Hildur Kristín á Símamóti Eimskipsmótaraðarinnar 24. júní 2011. Mynd: Golf 1  Á stuttum golfferli hefir hún m.a. lent í 2. sæti á Íslandsmóti unglinga í holukeppni; hún sigraði 1. flokk á meistaramóti GR, 2009 og sigraði bæði sveitakeppni 1. deildar kvenna kvenna og stúkna 18 ára og yngri 2010. Eins var Lesa meira