Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 1. 2012 | 18:30

Hver er kylfingurinn: Jack Nicklaus? (8. grein af 12)

Jack leggur til að breytingar verði gerðar á Ryder Cup

Meðan á Ryder bikarskeppninni stóð árið 1977 á Royal Lytham & St. Annes, þá setti Jack sig í samband við PGA á Bretlandi um nauðsyn þess að bæta samkeppnisstöðu keppninnar. Málið hafði verið til umfjöllunar fyrr um daginn af fyrrverandi forseta bandaríska PGA, Henry Poe og breska forseta PGA Lord Derby. Jack Nicklaus kom fram með tillögur sínar og bætti við„það er nauðsynlegt að víkka út reglurnar um hvernig kylfingar eru valdir í liðið ef Ryder Cup á að halda fyrri virðingu sem keppnin hefir notið.“ Breytingarnar á kylfingsvalinu til keppninar voru samþykktar af afkomendum Samuel Ryder og bandaríska PGA. Aðalbreytingin var að útvíkka valferlið þannig að hægt væri að velja kylfinga af Evrópumótaröðinni og að „evrópskir meðlimir (PGA) hefðu þátttökurétt til að spila í liðinu.“ Þetta þýddi að atvinnukylfingar og kylfingar af European Tournament Players Division sem var forveri Evrópumótaraðarinnar, eins og við þekkjum hana í dag (European Tour) frá meginlandi Evrópu gátu nú komið til greina þegar Ryder Cup liðið var valið.

Jack nær Grand Slam í þriðja sinn 

Jack Nicklaus sigraði á Opna breska á St. Andrews 1978 og varð við það eini kylfingurinn til þess að hafa sigrað öll risamótin þrisvar sinnum. Þetta met hefir aðeins verið jafnað af Tiger Woods þegar hann sigraði 30 árum síðar á Opna bandaríska, þ.e. árið 2008.  Jack Nicklaus og Tiger Woods eru einu tveir kylfingarnir til þess að hafa náð „Grand Slam“ þrívegis á ferlinum. Jack Nicklaus taldi frammistöðu sína á Opna breska 1978 bestu 4 daga lífs síns frá teig til flatar sem hann hefði framkallað á ferli sínum og var stoltastur af því að sigurinn vannst á St. Andrews, sem er uppáhaldsvöllur hans. Sigurinn var líka sá sem reyndi mest á tilfinningar hans til dagsins í dag. Jack vann 3 önnur mót þetta ár á PGA Tour þ.á.m. Jackie Gleason-Inverrary Classic, þar sem hann spilaði síðustu 36 holurnar á -13 undir pari.; hann fékk 5 fugla í röð á lokaholum lokahringsins. Hann vann líka 3. Tournament Players Championship mótið sitt við mjög erfið veðurskilyrði; hann vann 3 af fyrstu 5 mótunum sem haldin voru og er eini kylfingurinn til dagsins í dag, sem sigrað hefir mótið þrisvar. Jack var útnefndur Íþróttamaður ársins 1978 af Sports Illustrated. Árið 1978 var líka það ár sem Jack vann í 6. og síðasta sinn Australian Open.

Stutt stopp á sigurgöngunni og endurkoman

Eftir þetta mikla sigurár dalaði Jack í formi og vann ekki annað mót fyrr en í júní 1980. Árið 1979 var það fyrsta frá því að hann gerðist atvinnumaður, sem hann vann ekki eitt einasta mót; hann varð aðeins 1 sinni í 2. sæti þetta  ár og hann deildi 2. sæti með  Ben Crenshaw á eftir nýrri 22 ára golfstjörnu Seve Ballesteros á Opna breska.  Á undanförnum ári hafði Jack Nicklaus a.m.k. sigrað 1  PGA Tour mót á ári (sem er met sem hann og Arnold Palmer eiga saman) og a.m.k, 2 mót á ári 17 ár í röð, sem er annað PGA Tour met sem Jack Nicklaus á.

Í keppnishléinu reyndi Jack Nicklaus að bæta úr þeim vandamálum sem höfðu verið að há honum. Sveifluþjálfi og golfkennari hans fyrir lífstíð, Jack Grout  tók eftir að  réttst hafði of mikið úr honum í fullri sveiflu, sem gerði niðursveifluna of bratta og snertingu hans við boltann ekki nógu góða eins og þegar boltinn er sleginn beint; bætt var úr þessu með því að gera baksveiflu hans flatari. Síðan var stutta spil Nicklaus, sem aldrei hafði verið sérlegur styrkleiki hans tekið í gegn af  Phil Rodgers, vini Jack í yfir 20 ár, en hann var fyrrum keppinautur á PGA Tour, sem varð að fínum golfþjálfara. Rodgers bjó um tíma heima hjá Nicklaus meðan að þeir unnu að lagfæringunum á spili Nicklaus.

Til þess að sjá myndaseríu með myndum af Jack Nicklaus smellið hér: MYNDIR AF JACK NICKLAUS

Heimild: Wikipedia