Hank Haney segir að ýmislegt í bók sinni um Tiger eigi eftir að koma á óvart
Hank Haney svaraði gagnrýni Tiger Woods á bók sína um Tiger „The Big Miss“, í viðtali við blaðamann Chicago Business, Ed Sherman, en bókin kemur út í mars. Tiger sagðist m.a. ekki ætla að lesa bókina. Sjá má viðtalið með því að smella hér: CHICAGO BUSINESS – ED SHERMAN VIÐTAL VIÐ HANK HANEY Hér fer hluti viðtalsins í íslenskri þýðingu: Varstu hissa á viðbrögðum Tiger? Nei, í rauninni ekki. Þetta er í samræmi við hvernig hann brást við hlutunum hér áður fyrr. Mér finnst þetta vera sanngjörn og sönn bók. Ég veit að hann sagði að hún (bókin) væri „ófagmannleg“. Ég veit ekki hvernig hægt er vera með ummæli um Lesa meira
Hús Phil Mickelson til sölu
Phil Mickelson hefir sett glæsihýsi sitt í Suður-Kaliforíu á söluskrá og er húsið til sölu á $7 milljónir (þ.e. 868 milljónir íslenskra króna). Er talið að hann sé að huga að framtíðinni vegna þess að hann komst ekki í gegnum niðurskurð á Farmers Insurance Open. „Þetta er einfaldlega eitt af flottustu húsunum sem maður finnur… hvar sem er,“ sagði Susan Bartow, sem er fasteignasali Mickelson-fjölskyldunnar. „Efnið sem var notað til byggingar þess og allt handbragð er óviðjafnanlegt.“ Eignin, sem er 2895 fermetra að stærð, með 5 baðherbergjum og byggt í ítölskum stíl (Toskana) er á 4,88 hektara landareign og selst ásamt tveimur gestavillum, sem eru á eigninni. Eignin er vel Lesa meira
Bill Clinton spilar á Nationwide Tour í Kólombíu 13. febrúar n.k.
Það eru orðnar daglegar fréttir að Bill Clinton komi fram og spili golf til stuðnings góðgerðarstofnun og sjóði sínum „The Clinton Foundation.“ Hann er nýbúinn að vera í heimsfréttunum fyrir að vera einn styrktaraðila Humana Challenge í Palm Springs, Kaliforníu, þegar fréttatilkynning berst frá honum um að hann taki þátt í móti Nationwide Tour: Pacific Rubiales Colombia Championship, sem hefst eftir tæpar tvær vikur, 13. febrúar n.k. PGA Tour, Pacific Rubiales Energy og William J. Clinton Foundation tilkynntu í gær að fv. Bandaríkjaforseti, Clinton myndi ferðast til Bogota í Kolombíu í febrúar og vera viðstadur mót Nationwide Tour: Pacific Rubiales Colombia Championship. Mótið er styrkt af Samsung og mun fyrirtækið styrkja Lesa meira
GÍ: Auðunn ráðinn golfkennari og vallarstjóri á Tungudalsvelli
Auðunn Einarsson hefir verið ráðinn golfkennari og vallarstjóri á Tungudalsvelli hjá Golfklúbbi Ísafjarðar. Auðunn er 36 ára, fæddist 24. nóvember 1975. Hann er klúbbmeistari Golfklúbbs Ísafjarðar 2011. Auðunn hefir keppt í fjölmörgum opnum mótum og alþjóðlegum mótum. Hann reyndi m.a. fyrir sér á sænsku mótaröðinni 2007. Eins varð Auðunn Íslandsmeistari í sveitakeppni GSí, með liði GK, árið 2008… og þá er aðeins fátt eitt talið af afrekum Auðunns í golfíþróttinni. Auðunn er mörgum að góðu kunnur sem frábær golfkennari, en hann var lengi starfandi hjá Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Eftir ársdvöl í Ástralíu sneri hann aftur til heimabæjarins, Ísafjarðar, 2010, þar sem hann hefir kennt golf, en er nú formlega ráðinn Lesa meira
GOS: Hlynur Geir kylfingur ársins og Símon Leví hlaut háttvísibikar á aðalfundi GOS
Á heimasíðu GOS er eftirfarandi fréttatilkynning: „Aðalfundur Golfklúbbs Selfoss var haldin fimmtudaginn 26. janúar (2012). Á fundinum voru afhentar viðurkenningar fyrir afrek sumarsins. Símon Leví Héðinsson fékk háttvísisbikarinn. Bikarinn er veittur ár hvert þeim kylfingi undir 20 ára aldri, sem endurspeglar hvað mest þá eiginleika sem stjórn Golfklúbbs Selfoss vill sjá hjá unglingum. Sá sem hlýtur háttvísisbikarinn þarf að hafa, mikinn íþróttaanda, gefast aldrei upp, sýna miklar framfarir, mikla ástundun, vera sér og klúbbnum til mikils sóma, bæði innan vallar sem og utan og vera með framkomu sinni fyrirmynd fyrir aðra. Kylfingur ársins var valinn Hlynur Geir Hjartarson, en hann vann meistaramót GOS og hefur verið einn fremsti kylfingur landsins. Andri Lesa meira
NÝTT: Nýju strákarnir á PGA Tour 2012: nr. 1 – John Huh
Golf 1 fer nú af stað með nýja greinaröð þ.e. kynntir verða strákarnir sem þátt tóku í einu erfiðasta golfmóti allra golfmóta: Q-school PGA, sem fram fór á PGA West, í La Quinta í Kaliforníu 30. nóvember – 5. desember á síðasta ári, 2011. Birgir Leifur okkar Hafþórsson reyndi m.a. fyrir sér, en komst ekki í lokaúrtökumótið að þessu sinni. PGA mót síðastliðinnar helgi, Farmers Insurance Open er hvatinn að því að farið er að kynna nýju strákana, því margir af nýliðunum voru að standa sig vel á mótinu, m.a. John Huh, sem þegar hefir verið kynntur. Til að sjá kynningu á John Huh smellið hér: JOHN HUH Það voru Lesa meira
Viðtalið: Ágúst Húbertsson, fv. framkvæmdastjóri GK.
Hér fyrr í dag birti Golf 1 grein um að Hvaleyrin, golfvöllur Golfklúbbsins Keilis í Hafnarfirði væri kominn í hóp 100 bestu golfvalla Evrópu. Þennan árangur er að þakka þrotlausu og óeigingjarnu starfi margra klúbbfélaga Keilis, þ.á.m. Ágústi Húbertssyni, sem gegndi starfi framkvæmdastjóra Keilis í yfir 25 ár. Sonur hans, Ólafur, hefir nú tekið við af föður sínum og verður viðtal við Ólaf birt hér síðar í vikunni. Í kvöld er það Ágúst, sem situr fyrir svörum. Hér fer viðtalið: Fullt nafn: Ágúst Húbertsson. Klúbbur: GK. Hvar og hvenær fæddistu? Ég fæddist 30. mars 1943 , á Norðurbraut 23 í Hafnfirði. Já ég er einn af fáum ekta Hafnfirðingum. Hvar ertu Lesa meira
EPD: Stefán Már hefir lokið leik á Sueno Dunes Classic – hlýtur €382,20 í verðlaunafé
Stefán Már Stefánsson, GR, spilaði lokahringinn á Sueno Dunes Classic mótinu, í Belek, í Tyrklandi, í dag, en mótið er hluti EPD-mótaraðarinnar þýsku. Stefán Már lauk leik á 74 höggum og samtals +3 yfir pari (68 68 74) alls í mótinu. Fyrir vikið lauk Stefán Már leik í 23. sæti sem hann deildi með 4 öðrum kylfingum þ.á.m Þjóðverjanum Maximillian Glauert, sem sigraði Gloria New Course Classic á EPD-mótaröðinni, sem fram fór fyrr í mánuðnum, þ.e. 19.-21. janúar og Stefán Már tók einnig þátt í. Fyrir árangur sinn hlaut Stefán Már € 382,20 í verðlaunafé, en það eru u.þ.b 60.000 íslenskar krónur. Í efsta sæti á Sueno Dunes Classic varð Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Sigurður Ingvi Rögnvaldsson GHD – 31. janúar 2012
Afmæliskylfingur dagsins er íþróttamaður Dalvíkur, kylfingurinn Sigurður Ingvi Rögnvaldsson, í Golfklúbbnum Hamar, á Dalvík (GHD). Sigurður Ingvi er fæddur 31. janúar 1993 og því 19 ára í dag. Sigurður Ingvi varð árið 2011 fyrsti landsliðsmaður Golfklúbbsins Hamars á Dalvík. Hann tryggði sér sæti í unglingalandsliðinu og keppti fyrir hönd Íslands á Evrópumóti unglingalandsliða. Þá varð hann í 2.sæti á Íslandsmótinu í höggleik, unglinga 17- 18 ára. Einnig varð hann Norðurlandsmeistari í 17-18 ára flokki unglinga. Sigurður Ingvi hefur verið í fremstu röð í sínum aldursflokki um árabil og hefur með þrautseigju stundaði æfingar og keppni af miklu kappi og dug. Hann er í 15 kylfinga 2012 Norðurlandsúrvali landsliðsþjálfarans, Úlfars Jónssonar. Lesa meira
GK: Hvaleyrin meðal 100 bestu golfvalla Evrópu
Á www.top100golfcourses.co.uk vefsíðunni er Hvaleyrin í Hafnarfirði talin meðal 100 bestu golfvalla Evrópu. Evrópa er þó skilgreind þannig að vellir á Bretlandi, Írlandi og Skotlandi falla utan Evrópu og Ísland telst til meginlands Evrópu, sem er ekki „kosher“ heldur. Tveir bestu vellir meginlands Evrópu er taldir vera í Frakklandi þ.e. Morfontaine og Les Bordes og PGA Catalunya á Spáni er talinn vera betri en Valderrama, sem lendir í 4. sæti, en Valderrama hefir ár eftir ár verið valinn besti völlur Evrópu (og að mati Golf 1 eru t.a.m. flatir þar mun betri, heldur en a.m.k. á PGA Catalunya, fyrir utan að allt umhverfi er fallegra, þjónustan betri, klúbbhúsið glæsilegra… en þetta Lesa meira








