Lee Westwood
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 1. 2012 | 14:00

Evróputúrinn: Kaymer og Westwood þykja sigurstranglegastir á Commercialbank Qatar Masters, sem hefst í Doha á morgun

Eftir frammistöðu sem best er að gleyma í Abu Dhabi, þá vonast nr. 3 í heiminum, Lee Westwood og nr. 4 í heiminum, Martin Kaymer til þess að stimpla sig sterkt inn á 2012 keppnistímabilið með góðri frammistöðu á Qatar Masters.

Til þess hafa þeir valið einn af mest krefjandi völlum Evróputúrsins í eyðimörkinni.

Doha Golf Club, sem er rétt fyrir utan Doha, er þekktur fyrir vindasamar keppnisaðstæður og í ár breytist það lítið. Spáð er vindi sem ná mun allt að 20 mph mestallt mótið.

Westwood strögglaði á Abu Dhabi Golf Championship og lauk keppni T-17. Hann varð að hlífa stífa öxl og stífa hálsvöðva og var ófær um að standa sig á flötunum og eftir 2 hringi var Englendingurinn (Lee Westwood) á sléttu pari. Þegar hann fór að spila betur og var m.a. á -4 undir pari, 68 höggum á 3. hring, þá var hann kominn úr allri sigurstöðu og lauk keppni 7 höggum yfir sigurvegaranum, Robert Rock.

„Ég var að vinna í nokkrum málum,“ sagði Westwood. „Við höfum verið að vinna mikið í þreki mínu undanfarið og ég hafði ekki spilað mikið áður en ég kom til Abu Dhabi. Ég setti ekki niður mörg pútt né las flatirnar, sem eru erfiðar að lesa þar.“

Engu að síður sagði Westwood að honum fyndist frammistaða sín ágætis byrjun og að sér liði vel með spili sínu eftir að hafa lokið 2011 keppnistímabilinu á sterkan hátt.  Hann sigraði á  Thailand Golf Championship í desember og á Nedbank Challenge nokkrum vikum fyrr. Hann átti 3. hring upp á 62 högg og átti opnunarhring í Thaílandi upp á 60 högg, sem er lægsta skor ferils hans og síðan lauk hann keppni á 64 höggum og átti 7 högg á þann sem varð í 2. sæti, Charl Schwartzel.

„Boltinn fór eftir ferlinum, þangað sem ég miðaði og hraðastjórnunin var góð. Ég fékk bara 1 skolla um helgina. Því miður var  þrípútti af löngu færi um að kenna, sagði Westwood um púttframmistöðuna. „Ég held að ég hafi verið 2. í að hitta flatir á tilskyldum höggafjölda, þannig að leikur minn er í ágætu formi. Eins og ég sagði, þá er ég þekktur fyrir að byrja hægt og það þarf alltaf smá tíma þar til ég fer í gang.

Westwood sagði að sér liði betur í öxlinni og hann væri ákafur að fara að spila í Doha – stað þar sem hann hefir átt misjöfnu gengi að fagna. Besti árangur hans er 3. sætið árið 2010, en hann komast ekki í gegnum niðurskurð á síðasta ári og var oft neðar en topp-30.

„Ég hlakka til að spila í þessari viku á golfvelli, sem mér hefir gengið vel á, á liðnum dögum,“ sagði Westy. „Það virðist sem karginn sé ekki eins mikill og á síðustu ári en verðurspárkarlinn segir að það muni verða nokkuð hvasst. Og þegar svo er, er þetta virkilegt test.“

Kaymer gekk jafnvel enn verr í Abu Dhabi, þar sem hann átti titil að verja og hafði unnið þar 3 sinnum áður. Sigurvegarinn 2010 hóf leik með hring upp á 77, sem hann sagði að væri slæmum púttum um að kenna og komst ekki í gegnum niðurskurð eftir að hafa spilað 2. hring upp á 73 högg.  Þessi slappa frammistaða kemur í kjölfar tímabils vonbrigða árið 2011 þar sem hann vann aðeins 2 sinnum.  Kaymer er því harðákveðinn að snúa hlutunum til betri vegar í Doha.

Heimild: CBS Sports.