
Evróputúrinn: Undur og stórmerki!!!! – Daly leiðir í Doha á 67 höggum!!!!
Í dag hófst í Doha í Qatar, nánar tiltekið í Doha GC, Commercialbank Qatar Masters, styrkt af Dolphin Energy. Þegar þetta er ritað kl. 12:00 að hádegi og margir eiga eftir að koma inn leiðir kylfingurinn skrautlegi John Daly á 67 höggum. Daly fékk 5 fugla og spilaði skollafrítt á glæsilegum opnunarhring sínum. Svona hefir maður ekki séð Daly lengi og vonandi að framhald verði á að Daly láti frammistöðuna á golfvellinum tala en ekki skapið!
Á eftir Daly eru ekki minni menn en KJ Choi á 68 höggum, sem er einn í 2. sæti (þegar þetta er ritað) og nokkrir sem deila 3. sæti á 69 höggum: Belginn Nicholas Colsaerts, Skotinn Paul Lawrie, Svíinn Peter Hanson og Englendingurinn Richard Green.
En eins og segir eiga margir eftir að ljúka leik og er þetta ritað með fyrirvara um að röð kylfinga geti hnikast til þegar líður á daginn.
Til þess að fylgjast með stöðunni á 1. degi á Qatar Masters smellið HÉR:
- mars. 21. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Stewart Cink ——– 21. mars 2023
- mars. 21. 2023 | 15:00 Next Golf Tour: Sigurður Arnar sigraði á Adare Manor!!!
- mars. 20. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Arjun Atwal ——– 20. mars 2023
- mars. 20. 2023 | 08:45 Champions: Ernie Els sigraði á Hoag Classic
- mars. 20. 2023 | 08:00 LIV: Danny Lee sigraði í LIV Golf – Tucson
- mars. 19. 2023 | 22:30 PGA: Taylor Moore sigraði á Valspar
- mars. 19. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Kristín Bachmann – 19. mars 2023
- mars. 19. 2023 | 14:00 PGA: Adam Schenk leiðir f. lokahring Valspar m/Fleetwood og Spieth á hælunum
- mars. 18. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (11/2023)
- mars. 18. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bragi Brynjarsson og Marousa Polias – 18. mars 2023
- mars. 18. 2023 | 15:00 LET: Pauline Roussin-Bouchard sigraði í einstaklingskeppni Aramco Team Series – Singapore
- mars. 17. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Tumi Hrafn Kúld – 17. mars 2023
- mars. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Vincent Tshabalala og Guðný Ævarsdóttir – 16. mars 2023
- mars. 15. 2023 | 18:00 Evróputúrinn: Jorge Campillo sigraði á Magical Kenya Open
- mars. 15. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hrafn Arnarson –—- 15. mars 2023