
Evróputúrinn: Undur og stórmerki!!!! – Daly leiðir í Doha á 67 höggum!!!!
Í dag hófst í Doha í Qatar, nánar tiltekið í Doha GC, Commercialbank Qatar Masters, styrkt af Dolphin Energy. Þegar þetta er ritað kl. 12:00 að hádegi og margir eiga eftir að koma inn leiðir kylfingurinn skrautlegi John Daly á 67 höggum. Daly fékk 5 fugla og spilaði skollafrítt á glæsilegum opnunarhring sínum. Svona hefir maður ekki séð Daly lengi og vonandi að framhald verði á að Daly láti frammistöðuna á golfvellinum tala en ekki skapið!
Á eftir Daly eru ekki minni menn en KJ Choi á 68 höggum, sem er einn í 2. sæti (þegar þetta er ritað) og nokkrir sem deila 3. sæti á 69 höggum: Belginn Nicholas Colsaerts, Skotinn Paul Lawrie, Svíinn Peter Hanson og Englendingurinn Richard Green.
En eins og segir eiga margir eftir að ljúka leik og er þetta ritað með fyrirvara um að röð kylfinga geti hnikast til þegar líður á daginn.
Til þess að fylgjast með stöðunni á 1. degi á Qatar Masters smellið HÉR:
- febrúar. 23. 2021 | 22:00 Tiger lenti í bílslysi í Genesis GV80
- febrúar. 2. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jenny Sigurðardóttir – 2. febrúar 2021
- febrúar. 1. 2021 | 18:00 PGA: Reed sigraði á Farmers Insurance Open
- febrúar. 1. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hildur Kristín Þorvarðardóttir – 1. febrúar 2021
- febrúar. 1. 2021 | 08:00 Evróputúrinn: Casey sigraði á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 31. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Justin Timberlake – 31. janúar 2021
- janúar. 30. 2021 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (5/2021)
- janúar. 30. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Payne Stewart ——- 30. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Erlingur Snær Loftsson – 29. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 14:45 Evróputúrinn: Detry leiðir í hálfleik á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 28. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Þórður Sigurel Arnfinnsson – 28. janúar 2021
- janúar. 28. 2021 | 12:00 Greg Norman selur „húsið“ sitt í Flórída
- janúar. 27. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Bryce Moulder og Mike Hill – 27. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Karine Icher —— 26. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 07:30 PGA Championship fer fram í Southern Hills 2022 í stað Trump Bedminster