Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 2. 2012 | 10:00

Kyle Stanley á samúð m.a. DJ, Stricker og Bobby Brown fyrir tapið grátlega á Farmers Insurance Open í Torrey Pines

Dustin Johnson og Bobby Brown eru meðal þeirra mörgu sem finna til með  Kyle Stanley eftir að hann glutraði niður sigurtækifæri á  the Farmers Insurance Open s.l. sunnudag. Fyrir lokaholuna var Stanley með 3 högga forystu á keppinauta sína, en fékk síðan 8 á lokaholunni og varð að fara í umspil, sem hann tapaði síðan fyrir Brandt Snedeker.

Á þeim dögum sem liðnir eru síðan hefir Kyle Stanley hlotið helling af sms-um og stuðning frá fjölskyldu, vinum og samspilurum á PGA Tour, þ.á.m. Zach Johnson og Steve Stricker, sem sló ótrúlegt högg of fylgdi því eftir með góðu fuglapútti og sigraði Stanley með 1 höggi, á John Deere Classic, í fyrra, árið 2011. Kyle Stanley fékk jafnvel óvænt skilaboð frá körfuboltaþjálfa Gonzaga, Mark Few.

Steve Stricker.

„(Few þjálfi) sagði mér bara að halda haus, ég hefði spilað vel og reynslunni ríkari yrði ég bara sterkari fyrir vikið,“ sagði  Kyle Stanley, sem aldrei hefir hitt hann (Few þjálfa), á blaðamannafundi s.l. þriðjudag (31. janúar 2012).

„Það var þess vegna sem þetta var svo svalt. Ég hef horft á Gonzaga (liðið) spila körfubolta frá því ég var bara meter á hæð. Ég lifi fyrir hvern leik sem þeir spila. Ég reyni að missa ekki af neinum. Þannig að það var virkilega sérstakt að heyra frá honum.“

Auðvitað hefði Kyle Stanley heldur viljað fá sms, með hamingjuóskum fyrir fyrsta sigurinn á PGA Tour, en íþróttir væru nú einu sinni ekki íþróttir án höfuðverkjar og sæluvímu á tímu.

Dustin þekkir það vel að slá slæmt högg eða gera heilalaus mistök á versta tíma, sérstaklega á risamótum, en ekki þegar hann er í 3 högga forystu á lokaholunni. Hvað sem öðru líður hefir hann gert sinn slatta af mistökum þannig að hann getur fundið til með  Kyle Stanley. Kaddý DJ til langs tíma, Brown, finnur líka til með Stanley, sem hann starfaði með frá maí til loka árs 2011 þegar hann og DJ tóku „hlé“ á samstarfi sínu.“

DJ horfði ekki á Stanley í beinni vegna þess að hann og Brown, sem starfa nú aftur saman eftir 8 mánaða „hlé“ voru  um borð í flugvél á heimleið.  En þeir fylgdust engu að síður með framvindu mála á „Shot Tracker“ (á netinu, þar sem staðan er gefin upp um leið og hún á sér stað án þess að myndefni fylgi).

Dustin Johnson (DJ).

„Þetta var brútalt, þetta var erfitt,“ sagði hann. „Auðljóslega hef ég verið i svipuðum aðstæðum, en ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt, en ég hef gengið í gegnum mín eigin… mistök eða hvað sem kalla á það. Mér líður illa fyrir hönd stráksins. Hann var búinn að eiga frábæra viku og hann var að spila vel. Það verður að draga allt fram sem er jákvætt úr þessu og halda áfram.“

„Þetta var frábær vika fyrir (Kyle), hann spilaði vel. Honum urðu ekki á mörg mistök á síðustu holunni. Það bara gerðist. Það er skrítið en þegar maður er í þessum aðstæðum er það hart, en þetta er golf.“

DJ varði líka Stanley og Brett Waldman fyrir gagnrýni.

„Allir geta sagt þegar horft er tilbaka til þessa tilvika (að ekki eigi að leggja upp eða nota meiri kylfu) en þeir standa ekki þarna í þessum aðstæðum og slá höggið á þessu andartaki, þannig að það er erfitt að segja þetta. Hann var að reyna að vera öruggur hann var það bara ekki. Hvað á maður að gera?

Smá útúrdúr: Eftir að Waldman (kaddý Kyle Stanley) var búinn að vera á Nationwide Tour sem kylfingur við lítinn orstí, ákvað hann að taka gamla starf sitt sem kaddý. Í keppnisfríinu þegar Brett (Waldman) talaði við Camilo Villegas, sem var fyrri vinnuveitandi hans, áður en hann hætti til að eltast við drauma sína, þá kom ekki til greina að hann fengi fyrra starfs sitt. Þannig að (Brett) Waldman hringdi í Bobby og spurði hvort hann gæti sent sér símanúmer Kyle (Stanley).

Bobby Brown (t.v.) og DJ (t.h.)

„Ég sagði „algjörlega. Þú er fullkominn fyrir hann,“ rifjaði Bobby upp.„(Brett og Kyle) eyddu 3 dögum saman. Og Brett kom aftur og sagði „Wow, vinur, wedge-spil krakkans er jafngott og það sem ég hef nokkru sinni séð.“

Spil Dustin og Kyle er líkt – þeir eru báðir sleggjur;  slá vel, en… eru ekki heimsins bestu púttarar  – og persónuleikar þeirra… gætu ekki verið ólíkari. Kyle er fullkomnunarsinni sem fær ekki nóg af æfingum og stundum er hann of harður við sjálfan sig. Sem er jafnframt það sem gerir hann svo góðan, svo ekki sé minnst á hversu gífurlega hæfileikaríkur hann er.

Eitt af því sem Bobby tók eftir við Kyle var breyting á rútínu hans áður en hann púttaði, honum fannst að það liti út fyrir að hann flýtti sér svolítið, líkt og hann vildi bara að þessu lyki. Hann sló bombuhögg fyrir pari, en hann var að flýta sér of mikið.

„Þetta pútt á 16. braut ,það leit út fyrir að hann hefði tekið púttstrokuna fyrr en hann var vanur vegna þess að ég minnist þess þegar ég var kaddý hjá honum og var búinn að segja honum hvernig brotið var, þá beygði hann höfuðið og reyndi að sjá fyrir sér hvert púttið færi og dró djúpt andann,“ sagði (Bobby) Brown. „Ég man ekki eftir að sjá það gerast á 16. flöt, en hann á eftir að ná sér.“

Í mistökum DJ þá var aldrei nokkur vafi á að hann kæmi aftur. „Hann er algjört „frík“ þannig,“ sagði Brown.

Það er sagna sannast. Flest fólk hefði ekki borið barr sitt fyrir lífstíð hefðu það orðið víst að hálfum þeim mistökum sem DJ hefir gert, en hann er afslappaður sem gefur honum færi á að láta hlutina bara gerast. Á meðan er Stanley að vinna í því að bæta afstöðu sína og Brown sá hann taka framförum á Greenbrier mótinu á síðasta ári.

„Hann er harður við sjálfan sig,“ sagði Brown. „Hann er virkilega harður við sjálfan sig, en ég segi ykkur, hann breytti um stefnu á Greenbrier þegar hann lauk sambandi sínu við kærestu sína Joanna Saleeby og það fríaði hann svolítið. Ég veit ekki hvort þetta var tilviljun eða hvað.

Joanna Saleeby fyrrverandi kæresta Kyle (t.v.) og Kyle Stanley

„Svo varð afstaða hans skárri um tíma, þar sem áður hélt hann mér fyrir utan allt þegar fór að ganga vel. Það voru tímar þegar hann sveiflaði ekki vel og fór í fýlu eins og 5 eða 6 ára krakki. Þegar við komum heim sagði ég: Vinur, þú getur ekki komið á völlinn með svona afstöðu nokkru sinni aftur. Þetta kostar þig högg úti á velli. Þannig að næstu viku á eftir, í hvert sinn sem hann fékk skolla þá sagði: „Komdu nú, B, komdu, það þarf að kveikja eldmóðinn!“

„Þaðan í frá var hægt að sjá hversu vel hann lék… hann á eftir að ná sér… en þetta var bara svo sorglegt (í Torrey Pines).“

Sumum finnst Kyle hafa verið óheppinn þegar 3. höggið spannst í vatnið – en það er jú golf.

„Ég tæmdi tvær vínflöskur þegar ég horfði á þetta í endurtekningu,“ grínaðist Bobby. „Ég hélt bara áfram að drekka og hugsaði: ég trúi þessu bara ekki. Mér finnst hann hafa gert mistök.“

Allir sem þekkja Stanley og gífurlega hæfileika hans vita að hann kemst í gegnum þennan fyrsta sigur sem hvarf honum fyrr en síðar – hann er bara of góður – og það myndi ekki koma nokkrum manni á óvart ef þetta opnað fyrir flóðgáttir sigurgöngu hans.

„Ég segi ykkur þetta, eins og ég þekki hann og það er vel,“ sagði Bobby, „þá held ég að hann komi aftur í þessari viku (á WM Phoenix Open (sem hefst í dag)), hristi þetta af sér og segi: „Hey, ég lagði mig fram, ég gaf þessu 110%.“

„Ef þið hefðuð spurt hann í vikubyrjun, hey viltu verða í 2. sæti og fá $650,000, myndirðu taka því, þá myndi Kyle líklega hafa svarað:„Nei, ég vil sigra.“

Heimild: WUP