
PGA: Brandt Snedeker segir hamingjuóskirnar tempraðar
Brandt Snedeker skilur. Hann veit að 2012 Farmers Insurance Open mótið mun líklega festast í minnum manna meira vegna skramba Kyle Stanley á 18. holu heldur en sigur sinn í umspilinu.
Það sama skeði þegar Robert Garrigus missti niður 3 högga forystu á lokaholu St. Jude Classic árið 2010 og Lee Westwood bar sigurorð af honum í bráðabana. Sömu sögu er að segja af hruni Jean van de Velde árið 1999 á Opna breska þegar Paul Lawrie sigraði.
Og það er í lagi Snedeker vegna.
„Þessi vika hefir svo sannarlega verið skrítin vegna tempraðra hamingjuóska,“ sagði Snedeker. „Ég hugsa að allir hafi samúð með Kyle og ég hugsa að það sé meira saga vikunnar heldur en sigur minn, vegna þess hvernig Kyle tapaði. Þannig að það hefir verið skrítið að takast á við þetta.“
„En þetta er það frábæra við PGA TOUR og golf er eins frábært eins og í síðastu vika og þegar fimmtudagsmorgunn rennur upp skiptir allt engu máli. Þá tekur við nýtt golfmót, nýr völlur og ég verð að undirbúa mig andlega fyrir að keppa og mér finnst spil mitt virkilega gott þannig að ég er spenntur að hefja leik (í dag).“
Snedeker, sem tekur þátt í 6. sinn í Phoenix, hefir ekki hitt Stanley í þessari viku. Þegar þeir hittast vonast hann til að ná nokkrum mínútum með honum og tala við hann.
„Ég sá blaðamannafund hans í fyrradag (s.l. þriðjudag) og það lítur út fyrir að hann sé hress og allt stefni í rétta átt, þannig að hann á nóg eftir,“ sagði Snedeker. „Hann mun svo sannarlega koma aftur og sigra… vonandi áður en langt um líður vegna þess hvernig hann spilaði um helgina var æðislegt.“
Snedeker er með svipuð markmið á TPC Scottsdale í þessari viku. Hann er sem stendur í 2. sæti á FedExCup og varð T-8 í Humana Challenge ásamt sigrinum s.l. sunnudag (á Farmers Insurance Open). Hann vill nýta sér augnablikið eins og hann getur.
„Síðasta vika er liðinn,“ segir Snedeker. „Eftir að hafa spilað í dag, eins æðisleg og síðasta vika var sérstaklega sunnudagskvöldið þá er komin ný vika núna. Ég veit að ég er að spila vel en erfiðast fyrir mig er bara að einbeita mér að leik mínum á morgun. Þetta er alveg ný barátta, alveg nýtt 72-holu mót.
„Það sem frábærir kylfingar gera þegar þeir spila vel er að halda áfram að spila vel og ég verð að komast að því hvernig mér á að takast það. Mér hefir ekki tekist svo vel upp við það áður, en mér finnst að það gæti e.t.v. tekist núna.“
Heimild: PGA Tour
- mars. 26. 2023 | 23:24 PGA: Sam Burns sigraði í WGC-Dell holukeppninni
- mars. 21. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Stewart Cink ——– 21. mars 2023
- mars. 21. 2023 | 15:00 Next Golf Tour: Sigurður Arnar sigraði á Adare Manor!!!
- mars. 20. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Arjun Atwal ——– 20. mars 2023
- mars. 20. 2023 | 08:45 Champions: Ernie Els sigraði á Hoag Classic
- mars. 20. 2023 | 08:00 LIV: Danny Lee sigraði í LIV Golf – Tucson
- mars. 19. 2023 | 22:30 PGA: Taylor Moore sigraði á Valspar
- mars. 19. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Kristín Bachmann – 19. mars 2023
- mars. 19. 2023 | 14:00 PGA: Adam Schenk leiðir f. lokahring Valspar m/Fleetwood og Spieth á hælunum
- mars. 18. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (11/2023)
- mars. 18. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bragi Brynjarsson og Marousa Polias – 18. mars 2023
- mars. 18. 2023 | 15:00 LET: Pauline Roussin-Bouchard sigraði í einstaklingskeppni Aramco Team Series – Singapore
- mars. 17. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Tumi Hrafn Kúld – 17. mars 2023
- mars. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Vincent Tshabalala og Guðný Ævarsdóttir – 16. mars 2023
- mars. 15. 2023 | 18:00 Evróputúrinn: Jorge Campillo sigraði á Magical Kenya Open