Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 1. 2012 | 20:30

Nýju strákarnir á PGA Tour 2012: nr. 2 – Colt Knost

Colt Knost varð í 27. sæti í PGA Q-school á PGA West golfvellinum, La Quinta, Kaliforníu, ásamt þeim John Huh, sem þegar hefir verið kynntur og Nathan Green, sem kynntur verður á morgun.

Colt Knost fæddist 26. júní 1985 í Garrettville, Ohio og er því 26 ára. Hann ólst upp í Pilot Point, Texas. Colt var Class 3A ríkismeistari á lokaári sínu í menntaskóla 2003. Colt útskrifaðist síðan frá Southern Methodist University (skammst.: SMU), árið 2007.  Meðan hann var í SMU var hann all-conference og all-region. Hann var líka útnefndur Western Athletic nýliði ársins 2004. Colt sigraði í 3 mótum á vegum bandaríska golfsambandsins (United States Golf Association) árið 2007 og er eini kylfingurinn fyrir utan Bobby Jones (1930) og Jay Sigel (1983) að gera svo. Í júlí vann hann Cody Paladino 6&4 á US Amateur Public Links. Í ágúst 2007 vann hann Michael Thompson 2&1 í US Amateur. Í september  sama ár var Colt fulltrúi Bandaríkjanna í Walker Cup. Bandaríkin sigruðu 12 1/2 – 11 1/2 með  2-2-0  (sigur-jafntefli-tap). Colt var nr. 1 á áhugamannaheimslistanum í 5 vikur, 2007, áður en hann varð atvinnumaður. Colt Knost hlaut fyrstu Mark H. McCormack medalíuna, sem The Royal and Ancient Golf Club of St Andrews veitir árið 2007.

Stuttu eftir að sigrað US Amateur 2007 gerðist Colt Knost atvinnumaður og gaf við það frá sér boðin sem hann hafði hlotið til að spila á The Masters, Opna bandarísk og Opna breska. Knost spilaði á 3 mótum á PGA Tour sem atvinnumaður 2007 og náði að komast í gegnum 2 af 3 niðurskurðum. Besti árangur hans var T-38 á Frys.com Open. Knost reyndi að fá kortið sitt á PGA Tour  í Q-school fyrir keppnistímabilið 2008 en varð T-85, sem var ekki nógu gott til þess að hljóta kortið.

Colt Knost spilaði því á Nationwide Tour 2008 og sigraði Fort Smith Classic og Price Cutter Charity Championship. Hann varð í 6. sæti á peningalistanum með $329,509 í verðlaunafé og fékk kortið sitt á PGA Tour 2009. Á PGA Tour komst Knost bara í gegnum 11 af 24 niðurskurðum og besti árangur hans var T-25 á Bob Hope Classic. Hann varð í 193. sæti á peningalistanum og spilaði aftur á Nationwide Tour 2010. Með því að verða í 15. sæti á peningalista Nationwide Tour fékk hann kortið sitt á PGA Tour aftur keppnistímabilið 2011.  Hann hélt sér á PGA túrnum með því að hljóta síðasta sætið, 27. sætið í Q-school PGA ásamt Huh og Green og spilar því á PGA Tour 2012.

Að lokum má geta þess að Colt telur það að sigra US Amateur og þátttöku sína í Walker Cup meðal stærstu afreka sinna í golfíþróttinni. Uppáhaldsgolfvöllur Colt Knost er Royal County Down í Norður-Írlandi, en hann langar mest til að spila á Augusta National GC. Uppáhalds háskólaliðið hans er Texas Longhorns.Uppáhaldsatvinnuíþróttalið Colts eru  Dallas Cowboys. uppáhaldskvikmyndin hans er „Top Gun“ og uppáhaldsstaður hans til að verja fríinu á er Las Vegas. Að síðustu er draumaholl Colt: Tiger Woods, Charles Barkley and Michael Jordan.

Heimild: PGA Tour og Wikipedia