Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 7. 2012 | 07:30

PGA: Daníel Chopra fékk tvo ása á sama æfingahring á Pebble Beach!

Golf 1 hefir verið að kynna nýju strákana á PGA mótaröðinni 2012.  Einn þeirra er nýliðinn Richard H. Lee, sjá kynningu Golf 1, með því að smella HÉR:  Richard spilaði æfingahring í gær á Pebble Beach Golf Links með sænsk-indverska kylfingnum, Daniel Chopra, en nú í vikunni hefst AT&T Pebble Beach National Pro-Am. Chopra fór holu í höggi á 2 holum á einum og sama hringnum: þeirri 7. og þeirri 17, en báðar eru par-3. Richard twittaði um það sem hann sá og bætti við að sér fyndist hann heppinn að hafa fengið að vera vitni að afreki Chopra. Þetta eru tvær sögufrægustu par-3 holur á einum flottasta golfvelli heims, Pebble Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 7. 2012 | 07:00

GO: Aldís og Sigríður María efstar eftir 4 púttmót GO-kvenna – 5. púttmótið fer fram á morgun, miðvikudag 8. febrúar

Á morgun, miðvikudaginn 8. febrúar 2012 fer fram 5. púttmót GO-kvenna í inniaðstöðu Golfklúbbsins Odds, í Kauptúni á móti IKEA.  Þann 16. mars n.k. að loknum 10 umferðum verður púttdrottning Odds krýnd á kvennakvöldi Odds. Rétt er að rifja upp úrslit í þeim 4 mótum sem búin eru og stöðu efstu kvenna með 3 bestu skorin: Púttmót 1 – 11. janúar 2012: 1. sæti Laufey Sigurðardóttir, 30 pútt 2. -3. sæti  Elsa Dóra Grétarsdóttir, 31 pútt 2.-3. sæti Kristín Einarsdóttir, 31 pútt 4. sæti Sigfríð Runólfsdóttir, 32 pútt 5. -9. sæti Guðrún Þorvarðardóttir, 33 pútt 5.-9. sæti Lilja Ólafsdóttir, 33 pútt 5.-9. sæti Sigurveig Jónsdóttir, 33 pútt 5.-9. sæti Sólveig Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 6. 2012 | 19:00

Hver er kylfingurinn: Jack Nicklaus? (10. grein af 12)

Ferill Jack Nicklaus á Champions Tour Jack varð hæfur til að spila á Senior PGA Tour, sem við þekkjum nú sem  Champions Tour, þegar hann varð 50 ára í janúar 1990, en við þau tímamót lýsti hann yfir eftirfarandi:  „Ég er aldrei ánægður. Vandinn er, að ég vil spila eins og ég – og ég get ekki spilað eins og ég lengur.“ Hann sigraði síðan mjög fljótlega eða í 1. móti sem hann tók þátt í á Senior Tour, The Tradition, sem er risamót á Senior Tour.  Nicklaus átti eftir að sigra 3 önnur Traditions mót—og síðustu tvö í röð. Seinna þetta ár (1990) sigraði Nicklaus Senior Players Championship og átti 6 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 6. 2012 | 18:00

GH: Aðalfundur haldinn 4. febrúar – Anna Sigrún lætur af formennsku

Aðalfundur Golfklúbbs Húsavíkur var haldinn laugardaginn 4. febrúar s.l. Nokkrar breytingar urðu á stjórn, t.a.m. gaf sitjandi formaður Anna Sigrún Mikaelsdóttir, GH, ekki kost á sér til endurkjörs og er mikil eftirsjá að henni. Meðal nýrra stjórnarmanna, sem kosnir voru, eru Pálmi Pálmason, formaður, Sólveig Jóna Skúladóttir, varaformaður og  Ásdís Jónsdóttir, gjaldkeri. Aðrir stjórnarmenn eru Kristinn Vilhjálmsson og Harpa Gunnur Aðalbjörnsdóttir.  Jóhanna Guðjónsdóttir var kosin formaður mótanefndar og Einar Halldor formaður húsanefndar. Glæsilegt hlaðborð var á aðalfundi eins og Þingeyinga er siður.          

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 6. 2012 | 14:00

Afmæliskylfingur dagsins: Izzy Beisiegel – 6. febrúar 2012

Afmæliskylfingur dagsins er kanadíski kylfingurinn Isabelle Blais (alltaf kölluð Izzy) Beisiegel.  Izzy fæddist 6. febrúar 1979 og er því 33 ára í dag. Izzy komst í golffréttafyrirsagnirnar þegar hún varð fyrsta konan til að hljóta kortið sitt á kanadíska PGA (þ.e. á karlatúrnum!!!) í fyrra 2011 eftir að hafa farið í gegnum Q-school. Sjá m.a. frétt  ESPN um það með því að smella HÉR: Izzy  komst jafnframt í gegnum Q-school LPGA s.l. desember og spilar því á þessari bestu kvengolfmótaröð heims, keppnistímabilið 2012. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Aðalsteinn Maron Árnason F. 6. febrúar 1998 (14 ára) Þórunn Steingrímsdóttir F. 6. febrúar  1951 Golf 1 óskar öllum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 6. 2012 | 11:00

GK: Þórdís Geirs og Valgerður efstar eftir 3 púttmót Keiliskvenna – Dagbjört og Hulda bestar á 3. púttmótinu

Það mættu 44 konur á 3. púttmót Keiliskvenna miðvikudaginn, 1. febrúar s.l.. Besta skorið var 28 högg og það áttu þær Dagbjört og Hulda Hermannsd. Næstar þeim voru síðan Thelma og Valgerður með 29 högg. Staða efstu kvenna er hér fyrir neðan. Fjórða púttmótið er á miðvikudaginn og vonast kvennanefnd Keils eftir að sjá sem flestar. Staða efstu Keiliskvenna eftir 3 púttmót Valgerður Bjarnadóttir 90 Þórdís Geirsdóttir 90 Guðrún Bjarnadóttir 91 Herdís Sigurjónsdóttir 93 Ólöf Baldursdóttir 95 Silja Rún 96 Rannveig Hjaltadóttir 97 Kristrún Runólfsdóttir 97  

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 6. 2012 | 06:00

PGA: Kyle Stanley sigraði á WM Phoenix Open – hápunktar og högg 4. dags

Drama-ið á Farmers Insurance Open fyrir viku síðan snerist í mikla gleði í nótt þegar Kyle Stanley náði að knýja fram fyrsta sigur sinn á PGA Tour og það á Á Farmers Insurance Open, þar sem verðlaunaféð var $ 1.098.000 þ.e. $ 18.000,- meira en á Farmers! Fyrir lokadaginn á Farmers Open leiddi Stanley með 5 höggum og var með fyrsta sigurinn svo til vísann þegar mistök einkum á par-5, 18. holu þar sem hann fékk 8, leiddi til þess að hann varð að fara í umspil við Brandt Snedeker, þar sem Brandt hafði síðan betur. Nú í nótt snerist dæmið við og sannast þar hið fornkveðna að „dauði eins Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 5. 2012 | 20:30

Viðtalið: Ólafur Þór Ágústsson, framkvæmdastjóri GK.

Nú fyrr í vikunni var frétt hér á Golf 1 um það að Hvaleyrin, golfvöllur GK (Golfklúbbsins Keilis) í Hafnarfirði væri komin í hóp 1oo bestu golfvalla Evrópu. Sá sem á stóran hlut að því er fv. vallarstjóri Ólafur Þór Ágústsson sem tók við stöðu framkvæmdastjóra úr hendi föður síns s.l. haust. Aðspurður hvað sér finndist um heiðurinn svaraði Ólafur Þór  því svo:  „Þetta er gæðastimpill fyrir íslenska golfvelli og íslenskt golf.“ En hvaða golfvellir skyldu nú að öðru leyti vera í uppáhaldi hjá framkvæmdastjóranum? Það og annað skemmtilegt er meðal þess sem fram kemur í eftirfarandi viðtali: Fullt nafn: Ólafur Þór Ágústsson. Klúbbur: GK. Hvar og hvenær fæddistu?  Ég Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 5. 2012 | 18:30

Asíutúrinn: Ástralinn Kieran Pratt sigraði á Zaykabar Myanmar Open

Fyrsta mót Asíumótaraðarinnar fór fram um helgina í Yangon í Myanmar, betur þekkt sem Búrma: Zaykabar Myanmar Open.  Það var Ástralinn Scott Hend sem leiddi mestallt mótið en varð að láta sér lynda 4. sætið sem hann deildi með Arnond Vongvanij frá Thaílandi. Báðir voru þeir á samtals -14 undir pari, höggi á eftir þeim 3 sem deildu fyrsta sætið eftir hefðbundna 4 hringi. John Daly Asíu, Kiradech Aphibarnrat frá Thaílandi og Ástralarnir Adam Blyth og Kieran Pratt voru nefnilega allir á -15 undir pari og varð að koma til umspils til þess að gera út um hver stæði upp sem sigurvegari. Það reyndist vera Kieran Pratt, því hann fékk Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 5. 2012 | 17:30

Evróputúrinn: Paul Lawrie sigraði á Qatar Masters – John Daly var í 4. sæti!

Það var Skotinn Paul Lawrie sem sigraði Qatar Masters í 2. sinn, í dag í Doha. Áður vann Lawrie mótið 1999, þegar það var haldið í 2. sinn. Lawrie spilaði dagana 3 í Doha við erfiðar vindasamar, sandstorms aðstæður á -15 undir pari, samtals 201 höggi (69 67 65)… og átti 4 högg á næstu keppendur, sem urðu í 2. sæti. Það var voru þeir Jason Day og Peter Hanson sem deildu 2. sætinu á -11 undir pari; Day (68 72 65) og Hanson (69 69 67). Einn í 4. sæti varð síðan John Daly, á glæsilegum -9 undir pari (67 73 67). Engar uppákomur eða stælar – Daly ljúfur Lesa meira