Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 5. 2012 | 18:30

Asíutúrinn: Ástralinn Kieran Pratt sigraði á Zaykabar Myanmar Open

Fyrsta mót Asíumótaraðarinnar fór fram um helgina í Yangon í Myanmar, betur þekkt sem Búrma: Zaykabar Myanmar Open.  Það var Ástralinn Scott Hend sem leiddi mestallt mótið en varð að láta sér lynda 4. sætið sem hann deildi með Arnond Vongvanij frá Thaílandi. Báðir voru þeir á samtals -14 undir pari, höggi á eftir þeim 3 sem deildu fyrsta sætið eftir hefðbundna 4 hringi.

John Daly Asíu, Kiradech Aphibarnrat frá Thaílandi og Ástralarnir Adam Blyth og Kieran Pratt voru nefnilega allir á -15 undir pari og varð að koma til umspils til þess að gera út um hver stæði upp sem sigurvegari. Það reyndist vera Kieran Pratt, því hann fékk fugl á 2. holu umspils meðan að félagar hans pöruðu holuna.

En hver er þessi Kieran Pratt?

Í stuttu máli: Það er ósköp lítið annað vitað um hann en að hann er fæddur í Melbourne, Ástralíu 14. maí 1988 og því 23 ára. Eins að hann gerðist atvinnumaður 2010 og Zaykabar Myanmar Open er fyrsti sigur hans á Asíumótaröðinni. Fyrir sigurinn hlaut hann $47.550 (uþb. 5,8 milljónir íslenskra króna).

Til þess að sjá úrslit á Zaykabar Myanmar Open smellið HÉR: