Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 5. 2012 | 17:30

Evróputúrinn: Paul Lawrie sigraði á Qatar Masters – John Daly var í 4. sæti!

Það var Skotinn Paul Lawrie sem sigraði Qatar Masters í 2. sinn, í dag í Doha. Áður vann Lawrie mótið 1999, þegar það var haldið í 2. sinn. Lawrie spilaði dagana 3 í Doha við erfiðar vindasamar, sandstorms aðstæður á -15 undir pari, samtals 201 höggi (69 67 65)… og átti 4 högg á næstu keppendur, sem urðu í 2. sæti.

Það var voru þeir Jason Day og Peter Hanson sem deildu 2. sætinu á -11 undir pari; Day (68 72 65) og Hanson (69 69 67).

Einn í 4. sæti varð síðan John Daly, á glæsilegum -9 undir pari (67 73 67). Engar uppákomur eða stælar – Daly ljúfur sem lamb og spilaði eins og engill!

Til þess að sjá úrslitin á Commercialbank Qatar Masters að öðru leyti smellið HÉR: