Evróputúrinn: Branden Grace valinn kylfingur janúarmánaðar 2012
Hinn 23 ára Branden Grace hefir verið útnefndur The Race to Dubai European Tour kylfingur janúar mánaðar eftir frábæra byrjun á Evrópumótaröðinni. Branden sigraði á Joburg Open í Jóhannesarborg og strax vikuna þar á eftir vann hann Volvo Golf Champions á Fancourt golfvellinum. Í síðarnefnda mótinu vann hann eftirminnilega golfgoðsagnirnar suður-afrísku, Ernie Els og Retief Goosen í umspili. Með þessum tveimur sigrum, tvær helgar í röð fór Grace upp um 258 sæti á heimslistanum í 93. sætið og er nú í 1. sæti peningalista Evrópumótaraðarinnar: The Race to Dubai. Grace var valinn kylfingur janúarmánaðar af panel golffréttamanna og hafði þar betur en Robert Rock, sem sigraði síðustu helgi á Abu Dhabi HSBC Lesa meira
Hvað hefir Yani Tseng verið að gera í fríinu? Hvernig hefir hún búið sig undir fyrsta mót LPGA: Women´s Australian Open?
Á morgun hefst í Victoríu í Ástralíu ISPS Handa Women´s Australian Open. Meðal keppenda er nr. 1 í kvennagolfinu Yani Tseng. Blaðafulltrúi LPGA lagði nokkrar spurningar fyrir Yani og forvitnaðist m.a. um hvað hún hefði verið að gera í keppnishléinu? LPGA: Í hversu mikinn tíma hvíldirðu þig frá golfinu og hvað gerðir þú? Tseng: Ég tók mér frí í u.þ.b. 3 vikur og slappaði af. Ég kom heim til Orlandó á jóladag. Svo var ég í nokkra daga í L.A. og fór til Lake Tahoe á skíði.Gamlársdag var ég í Las Vegas sem var mjög skemmtilegt. Það var svo mikið af fólki þarna. Á 3 dögum í Las Vegas fylgdist Lesa meira
PGA: Jim Furyk í hættu að öðlast ekki þátttökurétt á Accenture heimsmótið í holukeppni
Bestu kylfingar heims hafa bara 1 viku til þess að koma sér meðal 64 efstu á heimslistanum (ens. Official World Golf Ranking, skammst.: OWGR), til þess að tryggja sér þátttökurétt í World Golf Championships-Accenture Match Play Championship, 2012. Mót vikunnar: AT&T Pebble Beach National Pro-Am á PGA TOUR og mót Evróputúrsins Omega Dubai Desert Classic eru lokatækifærin fyrir kylfingana til þess að hljóta þátttökurétt á Accenture holukeppnina, sem fram fer í The Ritz-Carlton Golf Club, Dove Mountain 20.-26. febrúar 2012 og er fyrsta heimsmeistaramót keppnistímabilsins. Einn lykilkylfingur undanfarinna ára sem ekki á öruggt sæti í mótinu er Bandaríkjamaðurinn Jim Furyk, sem hlaut FedExCup titilinn og hlaut viðkenninguna kylfingur ársins á PGA Tour Lesa meira
Mamma Lee Westwood fékk hann til að biðjast afsökunar á að blóta
Lee Westwood varð það á að blóta á 16. teig á Qatar Masters, þegar teighögg hans fór ekki eins og hann ætlaði á 16. braut lokahringsins. Lee var varla búinn að skrifa undir skor sitt upp á -3 undir pari, 69 högg, þegar síminn hringdi. Mamma Lee Westwood hringdi í hann, þar sem hún hafði heyrt son sinn blóta í beinni og stakk upp á að hann bæðist afsökunar á framferðinu. „Mamma var sú fyrsta í símanum og lagði til að ég bæðist afsökunar,“ sagði Lee Westwood, sem fékk síðan fugl á 16. holu. „Mér fannst það ekki skipta máli þó þetta hafi verið í sjónvarpi. Það er með ólíkindum Lesa meira
Nýju strákarnir á PGA Tour 2012: nr. 5 – Mark Anderson
Mark Anderson deildi ásamt Richard E. Lee og Alexandre Rocha 24. sæti í PGA Q-school í La Quinta, Kaliforníu s.l. desember, en efstu strákarnir í því móti hlutu kortin sín á PGA mótaröðina keppnistímabilið 2012. Golf 1 hefir nú þegar kynnt 4 af nýju strákunum: John Huh (sem er aldeilis að slá í gegn og hefir verið ofarlega á flestum mótum PGA það sem af er), Ástralann Nathan Green og Bandaríkjamennina Colt Knost og Richard E. Lee. Mark er fæddur á degi ástarinnar, Valentínusardaginn 14. febrúar 1986, eins og svo margir aðrir góðir kylfingar. Hann verður því 26 ára eftir viku. Mark byrjaði að spila með plastkylfum 4 ára. Hér fara nokkrir Lesa meira
Myndskeið: PGA vörusýningin 2012 í Orlandó, Flórída
Það er synd hversu lítið hefir verið fjallað um hina árlegu PGA vörusýningu, sem fram fór 25.-28. janúar 2012, í síðasta mánuði í Orlandó, Flórída. Sýningin hefir verið haldin allt frá árinu 1954 og fagnar 60 ára afmæli eftir 2 ár. Í upphafi voru bara nokkrir sölu-og sýningarbásar á bílastæðum, en nú er sýningarsvæðið orðið gríðarlegt bæði innandyra sem utan og demo-dagarnir sérstaklega vinsælir, en þá fá sýningargestir m.a. að prófa allra nýjustu kylfurnar, sem framleiðendur sýna á sýningunni. Það er alltaf gaman að koma á sýninguna því þar er allt það nýjasta í golfheiminum til sýnis. Í fyrsta myndskeiðinu frá 1. degi sýningarinnar, hér að neðan, er einn kynningaraðilinn Lesa meira
GO: Skellið ykkur á grunnnámskeið í golfi hjá Magnúsi og Phill í MPgolf – Fyrsta námskeiðið hefst n.k. föstudag 10. febrúar!
Nú þegar vorið nálgast óðfluga er um að gera að skella sér til golfkennara og láta hann/þá fara yfir sveifluna. MPgolf, þeir Magnús Birgisson og Phill Hunter bjóða nú upp á grunngolfnámskeið. Hér eru nánari upplýsingar um námskeiðið: Staðsetning: Inniaðstaða GO í Kauptúni í Garðabæ ( hlýtt og notalegt). Markhópur: Allir sem hafa áhuga á að bæta grunninn. Farið er yfir helstu grunnatriðin fyrir sumarið. Í boði er kvöldnámskeið og hádegisnámskeið. Lýsing: 4. klst. grunnnámskeið í golfi, klukkustund í senn. • Farið er yfir grunnatriðin, grip , uppstilling og mið. • Farið er í jafnvægi, stöðuleika, takt og lokastöðu. • Pútt, vipp og full sveifla. • Videoupptaka og greining á sveiflu hjá Lesa meira
Afmæliskylfingar dagsins: Jeppe Huldahl 7. febrúar 2012
Afmæliskylfingur dagsins er Daninn Jeppe Huldahl. Hann fæddist 7. febrúar 1982 í Holsterbro í Danmörku og á því 30 ára stórafmæli í dag! Jeppe býr í Kaupmannahöfn og gerðist atvinnumaður í golfi 2003 eftir að hann varð í 4. sæti á Q-school Evrópumótaraðarinnar. Á ferli sínum hefir hann sigrað 2svar sinnum: 1 sinni á Evróputúrnum og 1 sinni á Áskorendamótaröðinni. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Alda Demusdóttir F. 7. febrúar 1948 (64 ára) Geir Kristinn Aðalsteinsson F. 7. febrúar Júlíana Guðmundsdóttir, GR. F. 7. febrúar 1970 (42 ára) Ólafur Hjörtur Ólafsson F. 7. febrúar Golf 1 óskar öllum kylfingum sem afmæli eiga í dag til hamingju Lesa meira
8 keppa um að fá að hanna nýja golfvöllinn í Rio De Janeiro fyrir Olympíuleikanna 2016 – tafir á að tilkynna hver hlýtur verkefnið!
Þegar samþykkt var að golf yrði íþróttagrein á Olympíuleikunum í Ríó de Janeiro, í Brasilíu 2016 lá ljóst fyrir að byggja yrði keppnisvöll sem hæfði tilefninu. Efnt var til samkeppni og eru 8 aðilar sem keppast um að fá hönnunarverkefnið. Þar fremst í flokki eru Jack Nicklaus og Annika Sörenstam, sem fyrirfram voru talin sigurstranglegust. Aðrir sem eru um hituna hafa hins vegar verið að sækja í sig veðrið, en það eru: Greg Norman sem sækist eftir hönnunarverkefninu ásamt Lorenu Ochoa; Golfgoðsögnin Gary Player, en vellir hans eru þekktir um allan heim og ástralska liðið með Karrie Webb, Peter Thompson og Ross Perrett innanborðs. Eins þykir valnefndin nú „svag“ fyrir Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Ólafur Björn lauk leik á Jones Cup Invitational
Ólafur Björn Loftsson, NK og Charlotte lauk leik á Jones Cup Invitational á 80 höggum. Spilaðir voru 3 hringir en mótið fór fram dagana 3.-5. febrúar á golfvelli Ocean Forrest GC á Sea Island í Georgia í Bandaríkjunum. Ólafur Björn spilaði á samtals +24 yfir pari, 240 höggum (83 77 80) og varð T-75, þ.e. deildi 75. sætinu ásamt Tyler Gruca frá Bandaríkjunum og Alastair Jones frá Wales. Rétt er að geta þess að skor voru almennt mjög há í þessu móti – sá sem vann mótið var á samtals sléttu pari, 216 höggum (72 75 69), en það var Justin Thomas frá Goshen í Kentucky. Justin var annar af 2 Lesa meira










