Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 6. 2012 | 18:00

GH: Aðalfundur haldinn 4. febrúar – Anna Sigrún lætur af formennsku

Aðalfundur Golfklúbbs Húsavíkur var haldinn laugardaginn 4. febrúar s.l. Nokkrar breytingar urðu á stjórn, t.a.m. gaf sitjandi formaður Anna Sigrún Mikaelsdóttir, GH, ekki kost á sér til endurkjörs og er mikil eftirsjá að henni.

Golfskáli Golfklúbbs Húsavíkur. Mynd: Golf 1.

Meðal nýrra stjórnarmanna, sem kosnir voru, eru Pálmi Pálmason, formaður, Sólveig Jóna Skúladóttir, varaformaður og  Ásdís Jónsdóttir, gjaldkeri. Aðrir stjórnarmenn eru Kristinn Vilhjálmsson og Harpa Gunnur Aðalbjörnsdóttir.  Jóhanna Guðjónsdóttir var kosin formaður mótanefndar og Einar Halldor formaður húsanefndar. Glæsilegt hlaðborð var á aðalfundi eins og Þingeyinga er siður.