Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 5. 2012 | 20:30

Viðtalið: Ólafur Þór Ágústsson, framkvæmdastjóri GK.

Nú fyrr í vikunni var frétt hér á Golf 1 um það að Hvaleyrin, golfvöllur GK (Golfklúbbsins Keilis) í Hafnarfirði væri komin í hóp 1oo bestu golfvalla Evrópu. Sá sem á stóran hlut að því er fv. vallarstjóri Ólafur Þór Ágústsson sem tók við stöðu framkvæmdastjóra úr hendi föður síns s.l. haust. Aðspurður hvað sér finndist um heiðurinn svaraði Ólafur Þór  því svo:  „Þetta er gæðastimpill fyrir íslenska golfvelli og íslenskt golf.“ En hvaða golfvellir skyldu nú að öðru leyti vera í uppáhaldi hjá framkvæmdastjóranum? Það og annað skemmtilegt er meðal þess sem fram kemur í eftirfarandi viðtali:

Fullt nafn: Ólafur Þór Ágústsson.

Klúbbur: GK.

Hvar og hvenær fæddistu?  Ég fæddist á Sólvangi í Hafnarfirði, 28. október 1975, í Hafnarfirði.

Hvar ertu alinn upp?  Í Norðurbænum í Hafnarfirði, ég var í Víðisstaðaskóla.

Hverjar eru fjölskylduaðstæður – er einhver í fjölskyldunni í golfi? Fínar. Já allir, nema Guðbjörg systir mín.

Hvenær byrjaðir þú í golfi?  8 ára

Hvað varð til þess að þú byrjaðir í golfi?  Var að elta pabba og mömmu

Hvað starfar þú? Ég er framkvæmdastjóri GK.

Hvort líkar þér betur við skógar- eða strandvelli? Linksararnir eru skemmtilegri, þeir bjóða upp á fleiri útgáfur af golfhöggum.

Hvort líkar þér betur holukeppni eða höggleikur? Holukeppni, þá þarf ekki að hafa áhyggjur af sprengjum.

Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir á Íslandi?  Hvaleyrin.

Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir hvar sem er í heiminum?  Carnoustie.

Frá Nirvana golfklúbbnum á Balí.

Hver er sérstæðasti golfvöllur sem þú hefir spilað á og af hverju?  Það er Nirvana-golfvöllurinn á Balí – Það sem var sérstakt við hann var umhverfið, en golfvöllurinn var byggður inni í hrísgrjónaökrum – Nirvana.  Landslagið var ótrúlega fallegt og völlurinn hannaður af Greg Norman.

Nirwana völlurinn á Balí er hannaður af Greg Norman.

Hvað ertu með í forgjöf?   4.

Hvert er lægsta skorið þitt í golfi og hvar/á hvaða velli náðir þú því?  Lægsta skor er örugglega 62 á Ólafsvík á golfvelli GJÓ, Fróðárvelli.

Hvert er lengsta drævið þitt? Veit það ekki –  giska á 300 metra.

Hvert er helsta afrekið þitt til dagsins í dag í golfinu? Að hafa farið holu í höggi  2007-2008 4. holunni á Hvaleyrinni, í bæði skiptin.

Hvaða nesti ertu með í pokanum?    Ekki neitt.

Hefir þú tekið þátt í öðrum íþróttum? Já, sem krakki spilaði ég handbolta með FH.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn, uppáhaldsdrykkur, uppáhaldstónlist, uppáhaldskvikmynd og uppáhaldsbók?  Uppáhaldsmaturinn er laxinn hjá Balla Jóh.; uppáhaldsdrykkurinn er bjór; uppáhaldstónlistin er allt með Bob Dylan, svo hlusta ég mikið á Country; Nick Cave ,Kenny Rogers Bonny Prince Billy; uppáhaldskvikmyndin er Fletch og ég les svo lítið.

Hver er uppáhaldskylfingurinn þinn nefndu 1 kvenkylfing og 1 karlkylfing?    Kk:  Colin Montgomerie.  Kvk: Azahara Muñoz

Hvað er í pokanum hjá þér og hver er uppáhaldskylfan þín?   Í pokanum hjá mér er nýi Titleist dræverinn 910D; Callaway járnkylfur, Ping Zing 2 og Callaway wedge-ar. Uppáhaldskylfan er 52° – ég nota þá kylfu mikið og gengur vel með henni.

Hefir þú verið hjá golfkennara?  Já, fullt af þeim. Arnar Már, hefir haft mest áhrif á mig.

Ertu hjátrúarfullur? Nei.

Hversu stór hluti golfsins hjá þér telur þú að sé andlegur í % talið, þegar þú keppir?  70%

Hvert er meginmarkmiðið  í golfinu og í lífinu?  Í golfinu er það að njóta þess að spila golf og í lífinu að njóta lífsins.

Hvað finnst þér best við golfið?  Félagsskapurinn og útveran.

Ertu með gott ráð, sem þú getur gefið kylfingum?   Að njóta þess að spila golf.

 Ef þú mættir velja 3 kylfinga myndir þú vilja spila með, hverjir væru það – lífs eða liðnir? Colin Montgomerie, Lee Trevino og John Daly.

Hver er frægasti kylfingur sem þú hefir spilað við?  Úlfar Jónsson.

Spurning frá síðasta kylfingi sem var í viðtali hjá Gofl1 (Ragnari Má Garðarssyni, GKG):

Ertu oft pirraður úti á golfvelli?

Svar Ólafs Þór: Ég var það oft þegar ég var yngri, en er það ekki oft núna.

Geturðu komið með spurningu fyrir næsta kylfing sem kemur í viðtal hjá Golf 1?

Spurning Ólafs Þór fyrir næsta kylfing:  Hvernig ætlar þú að bæta þig í golfi á næsta ári?

Spurningin var lögð fyrir Dag Ebenezerson, GK í viðtali, sem þegar hefir verið birt 3. janúar 2012 og var svar Dags eftirfarandi:  Ég ætla að æfa sláttinn meira og vera skipulagðari, með leikplan.

Spurning Dags fyrir næsta kylfing er eftirfarandi:   Ef þú fengir frí vallargjöld á 1 velli til æviloka, hvaða völl myndir þú velja?