Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 6. 2012 | 06:00

PGA: Kyle Stanley sigraði á WM Phoenix Open – hápunktar og högg 4. dags

Drama-ið á Farmers Insurance Open fyrir viku síðan snerist í mikla gleði í nótt þegar Kyle Stanley náði að knýja fram fyrsta sigur sinn á PGA Tour og það á Á Farmers Insurance Open, þar sem verðlaunaféð var $ 1.098.000 þ.e. $ 18.000,- meira en á Farmers! Fyrir lokadaginn á Farmers Open leiddi Stanley með 5 höggum og var með fyrsta sigurinn svo til vísann þegar mistök einkum á par-5, 18. holu þar sem hann fékk 8, leiddi til þess að hann varð að fara í umspil við Brandt Snedeker, þar sem Brandt hafði síðan betur.

Nú í nótt snerist dæmið við og sannast þar hið fornkveðna að „dauði eins sé annars brauð.“ Spencer Levin var nefnilega búinn að spila frábært golf alla fyrstu 3 daga WM Phoenix Open, en fékk algera bombu á þeim degi sem öllu skipti lokadeginum, spilaði á 75 höggum. Spencer var dagana þar áður búinn að spila á 65 63 68 og í raun var Kyle 8 höggum á eftir honum fyrir lokahringinn. Lokahringinn spilaði Kyle hins vegar á 65 höggum og átti því 2 högg á Spencer.

Samtals spilaði Kyle Stanley á -15 undir pari, samtals 269 höggum (69 66 69 65). Í 2. sæti varð  Golf Boy-inn, Ben Crane á -14 undir pari, samtals 270 höggum (69 67 68 66) en hann tók m.a. lagið á 16. teig  á TPC Scotsdale í gær (sjá tónlistarmyndskeiðið með því að smella HÉR:) og í 3. sæti s.s. áður segir Spencer Levin á -13 undir pari (óheillatala það!), samtals 271 höggi (65 63 68 75)

Til þess að sjá önnur úrslit á WM Phoenix Open 2012 smellið HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 4. dags á WM Phoenix Open smellið HÉR:

Til þess að sjá högg 4. dags, sem Kevin Na átti á par-4, 17. holunni  á WM Phoenix Open smellið HÉR: