Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 4. 2012 | 20:00

Golfvellir í Rússlandi (4. grein af 9): Golf Club Kazan

Golf Club Kazan opnaði dyr sínar fyrir golfspili 1. júní 2008 og er því glænýr glæsilegur golfvöllur, um 30 km frá bænum Kazan. Á svæðinu er bæði að finna 18 holu og 9 holu æfingavöll.

Frá Kazan golfvellinum í Rússlandi

Framkvæmdaraðilar að byggingu golfvallarins er JSC Golf Kazan og byggðir voru þessir fallegu vellir ásamt fyrsta flokks æfingasvæði meðfram bökkum Volgu. Arkitekt vallarins var Peter Harradine hjá Harradine Golf.  Af vellinum er gullfallegt útsýni yfir sögulega Sviyaga kastalann og klaustur sem Ívan grimmi lét byggja. 18 holu völlurinn er 6600 metrar af öftustu teigum.

Upplýsingar:

Heimilisfang: 422595 Kazan, Tatarstan, Rússland.

Sími: +7-919-625-1515