Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 5. 2012 | 15:00

GS: Hólmsvöllur í Leiru opinn yfir páskana!

Á heimasíðu Golfklúbbs Suðurnesja er eftirfarandi frétt:

„Hólmsvöllur í Leiru verður opinn á sumarflatir um páskana. Kylfingar geta spilað alla páskana, vallargjald er kr 2.500 kr og hægt er að bóka rástíma á golf.is. (ath. vinavallarsamningar eru ekki í gildi).

Einnig mun æfingasvæði GS vera opið um páskana, hægt er að kaupa pening eða kort í boltavélina í golfverslun GS.“

„Golfbílar eru ekki leyfðir á Hólmsvelli að sinni. Ákvörðun um golfbílanotkun verður tekin næst 10.apríl n.k“

Í dag hófst síðan fyrsta mót Gull-mótaraðarinnar og hefir verið ræst út í allan morgun frá kl. 8-14.

Glæsileg verðlaun eru frá Ölgerðinni fyrir efsta sæti í  höggleik án forgjafar og fyrir þrjú efstu sæti í  punktakeppni með forgjöf. Auk þess eru veitt nándarverðlaun á 9 og 16 holu.Mótsgjald kr. 3500
 
Verðlaun án forgjafar: 
1. sæti Vörur frá Ölgerðinni að verðmæti 20.000 kr.
 
Punktar með forgjöf 
1. sæti Vörur frá Ölgerðinni að verðmæti 20.000 kr.
2. sæti Vörur frá Ölgerðinni að verðmæti 15.000 kr.
3. sæti Vörur frá Ölgerðinni að verðmæti 10.000 kr.
 
Næst holu í tveim höggum á 9.holu.: Vörur frá Ölgerðinni að verðmæti 5.000 kr.
Næst holu á 16: Vörur frá Ölgerðinni að verðmæti 5.000 kr.
 
Golf 1 verður með nánari fréttir frá mótinu í kvöld.