
The Masters 2012: Lee Westwood leiðir með 1 höggi eftir 1. dag
Það er Lee Westwood sem leiðir að loknum 1. hring á The Masters risamótinu, sem hófst á Augusta National í gær. Lee fékk 7 fugla og 2 skolla. Fuglarnir komu á par-5 2. brautina (Pink Dogwood); par-4 5. brautina (Magnolia); par-3 6. brautina (Juniper); par-4 7. brautina (Pampas) ; par-5 8. brautina (Yellow Jasmine); par-5 13. brautina (Azalea); par-4 17. brautina (Nandina).
Sjá lýsingu Golf 1 á brautunum HÉR:
Lee fékk líka 2 skolla: á 4. braut þar sem hann missti stutt pútt fyrir pari og á 10. braut, sem margir áttu í erfiðleikum með.
Sjá má viðtal við Lee eftir 1. hring HÉR:
Í viðtalinu sagði Lee m.a.: „Já, ég spilaði vel – ég hef verið að spila vel í allt ár og reyndi bara að halda því áfram, þar sem þetta er völlur sem ég elska að spila, hann virðist henta vel leik mínum – ég hitti brautirnar vel, var inni á flöt á tilskildum höggafjölda í 16 skipti og setti niður mörg pútt allt frá 5-10 fetum (2-4 metrum).“
Öðru sætinu deila Svíinn Peter Hanson og Louis Oosthuizen frá Suður-Afríku, en báðir eru höggi á eftir Lee, á 68 höggum hvor -4 undir pari.
Í 4. sæti eru :
T4 | – | ![]() ![]() ![]() |
-3 | 8:56 am ET | – | 69 | – | – | – | 69 |
T4 | – | ![]() ![]() ![]() |
-3 | 9:18 am ET | – | 69 | – | – | – | 69 |
T4 | – | ![]() ![]() ![]() |
-3 | 10:35 am ET | – | 69 | – | – | – | 69 |
T4 | – | ![]() ![]() ![]() |
-3 | 11:19 am ET | – | 69 | – | – | – | 69 |
T4 | – | ![]() ![]() |
-3 | 1:42 pm ET | – | 69 | – | – | – | 69 |
T4 | – | ![]() ![]() |
-3 | 1:53 pm ET | – | 69 | – | – | – | 69 |
Fjórir kylfingar eru síðan í 10. sæti á -2 undir pari, 70 höggum hver, þ.á.m. Jim Furyk.
Rory McIlroy spilaði á 71 höggi, -1 undir pari og deilir 14. sæti með 14 kylfingum þ.á.m. Svíanum Henrik Stenson og Bandaríkjamanninum Steve Stricker.
Tiger Woods spilaði á sléttu pari, 72 höggum og deilir 29. sætinu ásamt 15 öðrum kylfingum, þ.á.m. Fred Couples, Sergio Garcia, Justin Rose og Martin Kaymer.
Níu kylfingar eru í 64. sæti á +4 yfir pari, sem væri ekki í frásögur færandi nema af því að heimsins besti kylfingur, Luke Donald er í því sæti ásamt m.a. Adam Scott.
Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag The Masters smellið HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024