
The Masters 2012: Mastersmótið hefst í dag!
Mastersmótið hefst í dag á Augusta National golfvellinum í Georgíu, en þar keppa með sér 50 bestu kylfingar heims, auk nokkurra annarra sem keppnisrétt eiga en í þeim flokki eru m.a. fyrrverandi sigurvegarar The Masters.
Myndin með fréttinni er tekin af ungum kylfingi, en yfirmenn Augusta National eru að reyna að skapa aukinn áhuga meðal krakka á aldrinum 8-16 ára með því að bjóða þeim að fylgjast með Masters frítt. Milljónir annarra um heim allan fylgjast síðan með gangi mála á Augusta National í sjónvarpi.
Krakkinn á myndinni er í táknræna græna lit Masters, en keppt er um heiðurinn að fá að klæðast Græna Jakkanum, sem verðlaunhafinn fær síðan að geyma í 1 ár… og auðvitað líka gríðarháa peningaupphæð, s.s. venja er á risamótum.
Grænt er litur gróanda, uppgangs, vaxtar og vorsins, sem er á næsta leyti og vonandi að það verði framtíð golfsins, rétt eins og þess stutta, sem er á myndinni.
Annars væri nú gaman að fá að vita hvar svona litlir pútterar fást eins og krakkinn er með á myndinni?
- mars. 26. 2023 | 23:24 PGA: Sam Burns sigraði í WGC-Dell holukeppninni
- mars. 21. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Stewart Cink ——– 21. mars 2023
- mars. 21. 2023 | 15:00 Next Golf Tour: Sigurður Arnar sigraði á Adare Manor!!!
- mars. 20. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Arjun Atwal ——– 20. mars 2023
- mars. 20. 2023 | 08:45 Champions: Ernie Els sigraði á Hoag Classic
- mars. 20. 2023 | 08:00 LIV: Danny Lee sigraði í LIV Golf – Tucson
- mars. 19. 2023 | 22:30 PGA: Taylor Moore sigraði á Valspar
- mars. 19. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Kristín Bachmann – 19. mars 2023
- mars. 19. 2023 | 14:00 PGA: Adam Schenk leiðir f. lokahring Valspar m/Fleetwood og Spieth á hælunum
- mars. 18. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (11/2023)
- mars. 18. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bragi Brynjarsson og Marousa Polias – 18. mars 2023
- mars. 18. 2023 | 15:00 LET: Pauline Roussin-Bouchard sigraði í einstaklingskeppni Aramco Team Series – Singapore
- mars. 17. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Tumi Hrafn Kúld – 17. mars 2023
- mars. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Vincent Tshabalala og Guðný Ævarsdóttir – 16. mars 2023
- mars. 15. 2023 | 18:00 Evróputúrinn: Jorge Campillo sigraði á Magical Kenya Open