The Masters 2012: Mastersmótið hefst í dag!
Mastersmótið hefst í dag á Augusta National golfvellinum í Georgíu, en þar keppa með sér 50 bestu kylfingar heims, auk nokkurra annarra sem keppnisrétt eiga en í þeim flokki eru m.a. fyrrverandi sigurvegarar The Masters.
Myndin með fréttinni er tekin af ungum kylfingi, en yfirmenn Augusta National eru að reyna að skapa aukinn áhuga meðal krakka á aldrinum 8-16 ára með því að bjóða þeim að fylgjast með Masters frítt. Milljónir annarra um heim allan fylgjast síðan með gangi mála á Augusta National í sjónvarpi.
Krakkinn á myndinni er í táknræna græna lit Masters, en keppt er um heiðurinn að fá að klæðast Græna Jakkanum, sem verðlaunhafinn fær síðan að geyma í 1 ár… og auðvitað líka gríðarháa peningaupphæð, s.s. venja er á risamótum.
Grænt er litur gróanda, uppgangs, vaxtar og vorsins, sem er á næsta leyti og vonandi að það verði framtíð golfsins, rétt eins og þess stutta, sem er á myndinni.
Annars væri nú gaman að fá að vita hvar svona litlir pútterar fást eins og krakkinn er með á myndinni?
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024