Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 5. 2012 | 11:00

The Masters 2012: Hundurinn gleypti aðgöngumiðana á Masters

Russ Berkman frá Seattle komst sér til skelfingar að því að Sierra, svissneski alpahundurinn hans hafði gleypt fjóra miða á Masters, sem hann hafði unnið í happdrætti. Ástæða þess var  að öllum líkindum…. að hundinum fannst þeir (miðarnir) hljóta of mikla athygli eigenda sinna.

Nú voru góð ráð dýr!  Sierra var gefið uppsölulyf og síðan tókst að pússla saman um 70% miðanna.

Þar sem Berkman og kærestu hans þótti það hins vegar óvænn kostur að ráfa um grænar brautir Augusta National með hálftuggna og melta aðgöngumiða um hálsinn sem lyktuðu þar að auki að hundaælu, þá var snarast haft samband við mótsstjórn Masters.  Eftir að henni (mótsstjórninni) hafði verið gerð grein fyrir stöðunni, sem upp var komin, þá voru Berkman & co snarlega sendir nýir og ferskilmandi aðgöngumiðar á Masters!

Heimild: WUP