The Masters 2012: Pádraig Harrington leiðir í par-3 keppninni á Augusta National
Það er Pádraig Harrington sem leiðir í „upphituninni“ fyrir aðalmótið, the Masters þ.e. litla par-3 9 holu mótinu. Pádraig kláraði hringinn á -5 undir pari. Nokkrir eiga eftir að klára og nokkrir sem gætu enn jafnað við Harrington. Það er ekki víst að Pádraig Harrington verði svo glaður með að vinna par-3 keppnina, standi hann uppi sem sigurvegari, því í allri sögu mótsins hefir engum tekist að sigra í par-3 mótinu og svo Græna Jakkann á Mótinu sjálfu. Nema Harrington sé að reyna að verða sá fyrsti til að takast að sigra bæði mótin á Augusta National. Svona í framhjáhlaupi mætti minnast á að nokkuð sérstakt er að 73 sinnum Lesa meira
The Masters 2012: Fred Couples verður með kærestuna – Midge Trammell á pokanum
Fred Couples er fæddur 3. október 1959 og verður 53 á árinu… en hann er þrátt fyrir það að spila á Masters… og 20 ár frá því hann vann mótið, 1992. „Þegar ég er eitt sinn kominn þangað (á Masters) held ég af fullri alvöru að ég geti verið meðal þeirra efstu.“ sagði Couples. „Ég verð að spila virkilega vel á laugardag og sunnudag. Markmið mitt er að keppa við völlinn. Ég hef ekki áhyggjur af 22 ára strák sem slær 380 yarda, þ.e. 348 metra eða eldri gæja. Ég verð að fara þarna út og skora og gefa mér tækifæri á að keppa um helgina við þá ungu jafnt Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Unnar Ingimundur Jósepsson – 4. apríl 2012
Það er Unnar Ingimundur Jósepsson, sem er afmæliskylfingur dagsins. Unnar er fæddur 4. apríl 1967 og á því 45 ára afmæli í dag! Unnar er í Golfklúbbi Seyðisfjarðar, GSF. Unnar byrjaði að spila golf 1996 og er með 7,6 í forgjöf. Uppáhaldsgolfvöllur hans er að sjálfsögðu heimavöllurinn, Hagavöllur á Seyðisfirði. Helsta afrek Unnars til dagsins í dag er að spila Hagavöll á parinu á Opna Brimbergsmótinu 2007 og setja vallarmet. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: JoAnne Carner, 4. apríl 1949 (63 ára); Matt Cole, 4. apríl 1961 (51 árs); Sherrin Smyers, 4. apríl 1962 (50 ára stórafmæli!!!); Tina Tombs, 4. apríl 1962 (50 ára stórafmæli!!!); Gregory Lesa meira
The Masters 2012: Steini Hallgríms: „Flestir veðja á Tiger, Phil, Rory eða Luke“
Nú rétt fyrir skemmstu var Þorsteinn Hallgrímsson, sem er ásamt Friðrik Þór Halldórssyni, kvikmyndatökumanni Stöðvar 2, staddur á Augusta National að „pósta“ eftirfarandi á Facebook: Þorsteinn Hallgrímsson „Vá hvað það var magnað að labba niður með 11.brautinni og að horfa að 12.flötinni. Geðveikt. Spennan hérna fyrir mótinu er nánast áþreyfanleg og flestir veðja á Tiger, Phil, Rory eða Luke.“ Golf 1 vill leyfa sér að bæta Hunter Mahan, Martin Kaymer og Adam Scott við listann. Það er frábært að hugsa til Steina í „Amen Corner“ en brautirnar sem hann er að tala um hér að ofan 11. og 12. eru fyrstu tvær brautirnar á þessum fræga 3 holu spotta Augusta Lesa meira
The Masters 2012: Phil Mickelson ætlar að spila varkárt golf á 15. braut (Firethorn) – býst við fuglaveislu á Masters!
Phil Mickelson er ákveðinn að glutra ekki niður tækifærinu á að vinna 4. græna jakkann á 15. brautinni, sem verðlaunar þá sem taka áhættu. (Innskot: Golf 1 kynnti þá braut svona í gær: 15. braut (Firethorn), 530 yardar (485 metrar), par-5: Það veldur kylfingum oft vangaveltum hvort eigi að reyna við flötina í 2 höggum yfir vatnið til að nálgast holuna þar sem Gene Sarazen sökkti 235 yarda (215 metra) 4-trés höggi sínu fyrir albatross árið 1935.) Þessi 485 metra langa braut hefir verið sú auðveldasta í sögu Masters mótsins, en meðaltalshöggafjöldi þar er 4,79. „Lefty“ (Phil Mickelson), sem er þekktur fyrir að vera einn af aggressívustu kylfingum á túrnum segir Lesa meira
GR: Eiríkur Guðmundsson er púttmeistari Golfklúbbs Reykjavíkur 2012
Á heimasíðu Golfklúbbs Reykjavíkur er eftirfarandi frétt: „Eiríkur Guðmundsson er besti púttari klúbbsins, ég held að það sé ekki spurning, meistari annað árið í röð, tveimur höggum betri en Arnar Snær Hákonarson sem varð í öðru sæti en Arnar og félagar fóru hins vegar létt með liðakeppnina og spiluðu best allra í gær á 109 höggum. Endanleg úrslit púttmótaraðarinnar fylgja þessum pistli í exel-skjali eins og venjan er. Ósóttir vinningar Dregið var úr nöfnum þátttakenda í lokin og gilti sú regla að þessu sinni að viðkomandi þurfti ekki að vera á staðnum eins og oft er og var því eitthvað um að menn voru farnir heim áður en dregið var. Lesa meira
The Masters 2012: Gary Player býst við að vera taugatrekktur á teig á morgun
Gary Player hefir upplifað svo til allt, sem golf hefir upp á að bjóða á glæstum ferli sínum, en engu að síður býst hann við því að finna aðeins fyrir taugunum í fyrsta skipti sitt sem hann slær heiðsursupphafshöggið á morgun á The Masters. Á morgun, fimmtudagsmorgun, mun hinn 76 ára Suður-Afríkubúi ganga til liðs við sex-faldan sigurvegara á Masters, Jack Nicklaus og fjórfaldan sigurvegara á sama móti, Arnold Palmer til þess að slá upphafshöggið hátíðlega af 1. teig Augusta National. „Ég verð taugaóstyrkur en ég er nú þegar að reyna að róa mig,“ sagði heilsuræktarfríkið Player við blaðamenn við heilsurækt nokkra nálægt Augusta National í gær. (Þriðjudag). „Það er þess Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Ragna Björk og St. Leo luku leik í 7. sæti á Grand Canyon mótinu
Í dag lauk á Litchfield Park í Arizona, Grand Canyon Women´s Invitational. Þátttakendur voru 91 frá 18 háskólum, þ.á.m. Ragna Björk Ólafsdóttir, GK og lið hennar St. Leo. Ragna spilaði á samtals 167 höggum (86 81) og varð T-66. Háskólalið ið St. Leó varð í 7. sæti. Til þess að sjá úrslitin á Grand Canyon Women´s Invitational smellið HÉR:
Golfvellir á Spáni: í Cádiz nr. 15 – Golf Meliá Sancti Petri
Þessi golfvöllur tengist hóteli sem ber sama nafn og er staðsett í Chiclana de la Frontera. Hann hefir þó breytt um nafn og heitir nú La Estancia Golf. Völlurinn er hannaður af Hollendingnum Alan Rijas. Völlurinn hefir breiðar brautir, en er fremur flatur og allar hindranir á vellinum eru náttúrulegar. Það eru engar truflandi byggingar í kring þannig að maður getur spilað golf í friði og einbeitt sér að því. Það eina sem er svolítið truflandi er vindurinn, sem þó er jafnframt svalandi og góður. Golf Meliá Sancti Petri er par-72 18 holu völlur í náttúrulegu umhverfi eins og áður sagði og í meðallagi erfiður. Það er töluvert af hindrunum Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LPGA 2012 (13. grein af 20) – Minea Blomqvist Kakko, Meredith Duncan, Rebecca Lee Bentham
Í kvöld verða seinni 3 stúlkurnar af þeim 6 kynntar sem deildu 9. sæti á lokaúrtökmóti LPGA, sem fram fór dagana 30. nóvember – 4. desember í Flórída á s.l. ári. Þetta eru eftirfarandi stúlkur: Minea Blomqvist Kakko Hér má sjá nýlega grein Golf 1 um Mineu Blomqvist Kakko. Meredith Duncan Meredith fæddist 25. mars 1980 og er því nýorðin 32 ára. Meredith segist hafa byrjað að spila golf um leið og hún byrjaði að ganga. Hún segir afa sinn, Oree Marsalis vera þann einstakling sem hafi haft mest áhrif á feril sinn. Meðal áhugamála Meredith er að versla, lesa, horfa á kvikmyndir, dansa og syngja í kareoke. Af mörgu er Lesa meira









