Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 12. 2012 | 13:00

Tiger Woods segir framkomu sína á Masters ranga og segist munu taka þátt í Quail Hollow

Tiger Woods baðst afsökunar á vefsíðu sinni fyrir að missa sig á föstudeginum á the Masters þegar hann sparkaði í kylfu þegar hann var við að ljúka 2. hring mótsins á pirrandi 75 höggum. Tiger lauk leik á +5 yfir pari, sem er versta niðurstaða hans á the Masters, sem atvinnukylfings. Tiger: „Það er eitt sem mig langar til þess að segja um the Masters í síðustu viku en það er að ég var auðvitað pirraður og framkoma mín var röng sérstaklega á 16. braut. The Masters hefir mikla þýðingu í mínum huga og ég var að reyna að spila (eins vel og ég gat). Ég er þarna að keppa og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 12. 2012 | 07:00

Evróputúrinn: Charl Schwartzel tekur forystuna á Maybank Malaysian Open

Charl Schwartzel er varla búinn að klæða Bubba í Græna Jakkann á Augusta National, þá er hann kominn hinum meginn á hnöttinn og strax tekinn til við að brillera. Þrátt fyrir langt, þreytandi flug hálfan hring í kringum hnöttinn hefir hann tekið forystu snemma dags á Maybank Malaysia Open, sem hófst í dag í Kuala Lumpur G&CC. Schwartzel spilaði skollafrítt fyrri 9 og fékk 5 fugla og á seinni 9 var hann með 4 fugla og 1 skolla. Samtals spilaði hann völlinn á -8 undir pari, glæsilegum 64 höggum og er í 1. sæti sem stendur. Fjöldi kylfinga á enn eftir að ljúka leik og nokkrir sem enn gætu náð Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 11. 2012 | 20:00

Golfvellir á Spáni: í Cádiz nr. 16 – Benalup Golf & Country Club

Benalup Golf & Country Club er í Casas Viejas, en það svæði er þekkt fyrir uppreisn anarkista árið 1933 þ.e. fyrir u.þ.b. 80 árum síðan.  Golfvöllurinn sem er 18 holu par-73 er hannaður af Paul Robin, sem notfærði sér m.a. TerraCottem vatnskerfið á vellinum. Paul Robin er fyrrum félagi Robert Trent Jones, sem hannað hefir marga frábæra golfvelli í Cádiz m.a. Valderrama. Þetta er náttúrvænn golfvöllur, þar sem vatn kemur mikið við sögu. Það sem er einnig eftirtektarvert er frábært útsýni yfir Laguna de la Janda, sem er uppþornað lón og Alcornocales þjóðgarðinn. Á góðviðrisdögum sést jafnvel yfir á Afríkuströnd, frá vellinum. Þessi völlur er ekki bara skemmtilegur til golfleiks Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 11. 2012 | 18:45

EPD: Stefán Már lauk leik í 37. sæti á Open Madaef mótinu í Marokkó

Stefán Már Stefánsson, GR, lauk  í dag leik á Open Madaef mótinu í Marokkó, en mótið er hluti af þýsku EDP mótaröðinni. Þátttakendur voru 111.  Spilað var á Pullman El Jadiada vellinum á Pullman EL Jadida Royal Golf & Spa golfstaðnum. Stefán spilaði hringina þrjá á +13 yfir pari, samtals 229 höggum (73 77 79) og varð T-37. Efstur í mótinu varð Bandaríkjamaðurinn Timothy Andrea O´Neil, á samtals -4 undir pari, samtals 212 höggum (71 72 69). Tvö önnur mót verða á næstunni á EPD mótaröðinni, þ.e.  15. og 21. apríl n.k. Til þess að sjá úrslit á Open Madaef smellið HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 11. 2012 | 18:00

Golfútbúnaður: 5000 bleikir PING G20 dræverar verða settir á markað – Eins og Bubba notar!

PING G20 dræverinn er hannaður fyrir öll getustig. Í kjölfar sigurs Bubba Watson á the Masters 2012 hefir PING tilkynnt að fyrirhugað sé að setja á markað bleikan PING G20 dræver alveg eins og Bubba notar með bleiku skafti og kylfuhaus, jafnvel líka bleiku gripi. Dræverinn er með þyngdarbita, sem auka fyrirgefanleika og laða fram hámarks lengd og nákvæmni í drævum hvort heldur drævað er hátt eða lágt. High-balance-point TFC 169 D skaftið ljær drævernum hærra MOI, sem stuðlar að meiri boltahraða (ens. ball speed) og kylfingar eru auk þess að sveifla með meiri þyngd í kylfuhausnum, sem aftur stuðlar að lengri og beinni drævum. PING G20 er með 460cc Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 11. 2012 | 16:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2012 (16. grein af 20) – Karlin Beck

Hér er komið að því að kynna Karlin Beck, en hún varð ásamt þeim Jodi Ewart og Dori Carter í 4. sæti á lokaúrtökumóti Q-school LPGA. Jodi hefir þegar verið kynnt (í gær) og Dori verður kynnt á morgun.  Að þeim kynningum lokum er aðeins eftir að kynna þær 3 stúlkur sem röðuðu sér í efstu 3. sætin eftir 5 daga keppni á Champions og Legends golfvöllunum, í Flórída þar sem lokaúrtökumótið fór fram dagana 30. nóvember – 4. desember 2011. En snúum okkur nú að Karlin. Karlin Beck fæddist 6. ágúst 1987 í Montgomery, Alabama og er því 24 ára. Hún er dóttir Steve og Kathy Beck og á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 11. 2012 | 14:00

Ernie Els gæti unnið sér inn sæti á The Masters 2013 í þessari viku!

Ernie Els gæti tryggt sér sæti á Masters 2013 í þessari viku ef hann sigrar á  RBC Heritage at Hilton Head, í Suður-Karólínu. Els sem einnig er nefndur „The Big Easy“ missti grátlega af þátttökurétti á nýliðnu Mastersmóti, því fyrsta sem hann tekur ekki þátt í, í 18 ár, eða allt frá árinu 1994. Hann getur sveiflað sér beint aftur inn í mótið á missed Harbour Town Golf Link, golfvelli sem honum hefir gengið vel á og honum líka vel við. Á blogg síðu sinni sagði Ernie: „Maður verður að vinna vel í boltanum til að skora vel og ef maður hittir ekki eina af þessum litlu flötum verður maður að bjarga Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 11. 2012 | 12:30

Bandaríska háskólagolfið: Axel Bóasson varð í 29. sæti á Memphis Intercollegiate

Í gær lauk í Tennessee í Bandaríkjunum Memphis Intercollegiate, sem fram fór í Colonial Country Club, en mótið fór fram dagana 9.-10. apríl 2012.  Þátttakendur voru 69 frá 12 háskólum og þ.á.m. Axel Bóasson, GK og Mississippi State. Axel, Íslandsmeistarinn okkar í höggleik 2011, lauk leik í 29. sæti, sem hann deildi með 2 öðrum. Axel spilaði á samtals +14 yfir pari, 230 höggum (75 74 81). Axel var á 3. besta skorinu í liði sínu. Háskólalið Mississippi State varð  í 8. sæti. Til þess að sjá úrslitin í Memphis Intercollegiate smellið HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 11. 2012 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ágúst Elí Björgvinsson – 11. apríl 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Ágúst Elí Björgvinsson. Ágúst Elí er fæddur 11. apríl 1995 og því 17 ára í dag. Hann er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði og mikill FH-ingur s.s. hann á ættir til og er jafnvel talað um hann sem framtíðar landsliðs-markvörð okkar í handbolta. Auk krefjandi æfinga í handboltanum hefir Ágúst Elí staðið sig vel í ýmsum opnum mótum í golfinu; var m.a. í vinningssæti á Gamlársdagspúttmóti Hraunkots 31. desember 2008 (3. sæti); 1. sæti á Unglingamótaröð GSÍ , 21. júní  2009; í vinningssæti á Opna Teigsmótinu í Þorlákshafnarvelli 8. maí 2010 (3. sæti + nándarverðlaun á 3. braut); 2. sæti í drengjaflokk (15-16 ára) á Arionbankamótaröð unglinga í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 11. 2012 | 09:30

The Masters 2012: Handarband Bubba og Billy Payne

Vandræðalegt! Við athöfnina hátíðlegu þegar Charl Schwartzel klæddi Bubba Watson í hinn heilaga Græna Jakka sagði Billy Payne framkvæmdastjóri Augusta National eitthvað á þessa leið: „Jæja, tilbúnir…“ og …. bandaði hendinni í átt að Charl Schwartzel, sem hélt á Græna Jakkanum. Það lítur út eins og Bubba hafi ætlað að taka í hendina á Billy en hann bandaði í áttina að Schwartzel, þannig að Bubba óviss um hvort Billy sé að banda hendinni í átt að Charl eða ætli að heilsa sér fer öruggu leiðina og tekur í útrétta hendi Charl Schwartzel.  Sem ekki er í frásögur færandi nema af því að Billy Payne, sem gerir sér grein fyrir að Lesa meira