Ernie Els
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 11. 2012 | 14:00

Ernie Els gæti unnið sér inn sæti á The Masters 2013 í þessari viku!

Ernie Els gæti tryggt sér sæti á Masters 2013 í þessari viku ef hann sigrar á  RBC Heritage at Hilton Head, í Suður-Karólínu.

Els sem einnig er nefndur „The Big Easy“ missti grátlega af þátttökurétti á nýliðnu Mastersmóti, því fyrsta sem hann tekur ekki þátt í, í 18 ár, eða allt frá árinu 1994.

Hann getur sveiflað sér beint aftur inn í mótið á missed Harbour Town Golf Link, golfvelli sem honum hefir gengið vel á og honum líka vel við.

Á blogg síðu sinni sagði Ernie: „Maður verður að vinna vel í boltanum til að skora vel og ef maður hittir ekki eina af þessum litlu flötum verður maður að bjarga sér. Það hefir alltaf verið sterkur hluti leiks míns og er ein af ástæðunum að ég hef svo oft veirð meðal topp 10 á þessu móti.“

Hann hefir alls 7 sinnum orðið meðal 10 efstu í þeim 12 skiptum, sem hann hefir spilað í mótinu, en ekkert þeirra skipta hefir verið eftir að hann varð í 2. sæti 2007 á eftir Boo Weekly.

Þrátt fyrir að missa með grátlegum hætti af Masters í ár, þá hefir Els samt verið að spila vel þetta keppnistímabil; hefir tvívegis verið meðal 5 efstu og meðal 12 efstu í síðustu 3 mótum sem hann hefir spilað á.

Ernie þarf (líkt og Westy – Lee Westwood) að bæta púttin – sérstaklega þar sem búast má við að t.d. Luke Donald mæti til leiks í miklum vígahug eftir slælegt gengi á Masters.

Landar Ernie, sem einnig taka þátt í mótinu eru: Trevor Immelman, Rory Sabbatini og Tim Clark.

Heimild: The Sunshinetour