Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 12. 2012 | 07:00

Evróputúrinn: Charl Schwartzel tekur forystuna á Maybank Malaysian Open

Charl Schwartzel er varla búinn að klæða Bubba í Græna Jakkann á Augusta National, þá er hann kominn hinum meginn á hnöttinn og strax tekinn til við að brillera. Þrátt fyrir langt, þreytandi flug hálfan hring í kringum hnöttinn hefir hann tekið forystu snemma dags á Maybank Malaysia Open, sem hófst í dag í Kuala Lumpur G&CC.

Schwartzel spilaði skollafrítt fyrri 9 og fékk 5 fugla og á seinni 9 var hann með 4 fugla og 1 skolla. Samtals spilaði hann völlinn á -8 undir pari, glæsilegum 64 höggum og er í 1. sæti sem stendur.

Fjöldi kylfinga á enn eftir að ljúka leik og nokkrir sem enn gætu náð Charl. Golf 1 verður með stöðufrétt þegar 1. hring lýkur.

Aðrir sem lokið hafa 1. hring eru Indverjinn Jeev Milkha Singh, sem er 1 höggi á eftir Schwartzel á -7 undir pari, 65 höggum og Albatrossmaðurinn frá the Masters, Louis Oosthuizen og Bandaríkjamaðurinn Jason Knutzon, sem báðir hafa spilað 1. hring á -6 undir pari, 66 höggum og deila 3. sætinu.

Til þess að fylgjast með stöðunni á Maybank Malaysian Open á 1. degi smellið HÉR: