Evróputúrinn: Charl Schwartzel tekur forystuna á Maybank Malaysian Open
Charl Schwartzel er varla búinn að klæða Bubba í Græna Jakkann á Augusta National, þá er hann kominn hinum meginn á hnöttinn og strax tekinn til við að brillera. Þrátt fyrir langt, þreytandi flug hálfan hring í kringum hnöttinn hefir hann tekið forystu snemma dags á Maybank Malaysia Open, sem hófst í dag í Kuala Lumpur G&CC.
Schwartzel spilaði skollafrítt fyrri 9 og fékk 5 fugla og á seinni 9 var hann með 4 fugla og 1 skolla. Samtals spilaði hann völlinn á -8 undir pari, glæsilegum 64 höggum og er í 1. sæti sem stendur.
Fjöldi kylfinga á enn eftir að ljúka leik og nokkrir sem enn gætu náð Charl. Golf 1 verður með stöðufrétt þegar 1. hring lýkur.
Aðrir sem lokið hafa 1. hring eru Indverjinn Jeev Milkha Singh, sem er 1 höggi á eftir Schwartzel á -7 undir pari, 65 höggum og Albatrossmaðurinn frá the Masters, Louis Oosthuizen og Bandaríkjamaðurinn Jason Knutzon, sem báðir hafa spilað 1. hring á -6 undir pari, 66 höggum og deila 3. sætinu.
Til þess að fylgjast með stöðunni á Maybank Malaysian Open á 1. degi smellið HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024