Ný námskeið að byrja hjá MPgolf! Byrjendanámskeið – Námskeið í stutta spilinu og Sveiflunámskeið fyrir sumarið!
Nú ætlum við hjá MPgolf að bjóða upp á nokkur námskeið í byrjun golfvertíðarinnar. Námskeiðunum er ætlað að ná til sem flestra kylfinga og haft í huga að bjóða sem flesta möguleika í tímasetningum svo fleirri geti verið með. Hér fyrir neðan má kynna sér þessi námskeið. Byrjendanámskeið Fyrir byrjendur og líka þá sem vilja skerpa á undirstöðuatriðunum. Staðsetning: Urriðavöllur PGA Kennarar: Phill Hunter, Magnús Birgisson, Andrea Ásgrímsdóttir og Rögnvaldur Magnússon. Tími: Laugard 12. Maí, Sunnud 13. Maí Laugard 19. Maí, Sunnud 20. Maí KL: 10.00 – 11.00 Markmið: Nemendur læri grunnatriði golfsveiflunnar og geti í framhaldinu æft sig með réttum aðferðum. Í þrem fyrstu tímunum verður farið stuttlega yfir Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Hannah Yun – 13. apríl 2012
Það er Hannah Yun sem er afmæliskylingur dagsins. Hannah er fædd 13. apríl 1992 og á því 20 ára afmæli í dag. Hannah er ein af nýliðum á LPGA mótaröðinni keppnistímabilið 2012 Hún byrjaði að spila golf 4 ára. Hún segir pabba sinn vera þann einstakling sem hafi haft mest áhrif á feril sinn. Hún á eina eldri systur, Catherine. Meðal áhugamála Hönnuh eru evrópskir sportbílar. Hannah komst á LPGA Tour í fyrstu tilraun sinni og er þegar búin að landa stórum styrktarsamningi… við TaylorMade. Sem áhugamaður spilaði Hannah með golfliði University of Florida, þar sem hún var SEC All-Conference First Team selection árið 2008 og NGCA All-American Honorable Mention selection Lesa meira
PGA: Campell, Knost og Taylor deila 1. sætinu eftir 1. dag RBC Heritage
Chad Campell, Vaughn Taylor og Colt Knost (Knost er nýliði á PGA sjá kynningu Golf 1 á honum HÉR: ) deila 1. sæti eftir 1. dag RBC Heritage, sem á Harbour Town Golf linksaranum í Hilton Head, Suður-Karólínu í dag. Þeir spiluðu allir á -4 undir pari, 67 höggum. Fjórða sætinu deila 4 kylfingar Charlie Wi, Harris English (nýliði isjá kynningu Golf1 á honum HÉR:) Matt Every og síðan Jim Furyk. Allir spiluðu þeir á -3 undir pari, 68 höggum hver. Aðeins munar 1 höggi á þeim 3 sem eru í 1. sæti og þeim 4 sem deila 4. sæti og má sjá á því hversu jafnt mótið er. Það er Lesa meira
Tinna byrjaði ekki vel á Dinard Ladies Open
Tinna Jóhannsdóttir, GK, spilaði fyrsta hringinn á Dinard Ladies Open, sem er hluti af LET Access mótaröðinni og hófst í dag. Þátttakendur eru 88. Mótið fer fram í Saint Briac Sur Mer á Bretagne skaga í Frakklandi og stendur í 3 daga, 12.-14. apríl 2012. Mótið er gríðarlega sterkt og þar spila stúlkur sem hafa áður spilað á Evrópumótaröð kvenna s.s. Jade Schaeffer, Melodie Bourdy (systir Grégory Bourdy, sem spilar á Evrópumótaröð karla) Anastasia Kostina og Mianne Bagger. Sú sem er í efsta sæti er heimakonan Marion Ricordeau, frá Frakklandi, en hún spilaði fyrsta hring á -3 undir pari, 66 höggum. Tinna spilaði fyrsta hringinn á +9 yfir pari, eða 78 Lesa meira
LET: Azahara Muñoz var valin smartasti kylfingur Evrópumótaraðar kvenna
Azahara Muñoz var valin smartasti kylfingur þ.e. CHIC Lacoste kylfingur Ladies European Tour (skammst. LET) í kosningu á Facebook, sem bar yfirskriftina ‘March Chic’ Spænski Solheim Cup kylfingurinn vann með 90 atkvæðum (17%) og franska stúlkan Sophie Giquel-Bettan, var í 2. sæti með 84 atkvæði (16%). Valið stóð milli 15 kylfinga styrktum af Lacoste á LET: Anne-Lise Caudal, Caroline Afonso, Gwladys Nocera, Melodie Bourdy, Marion Ricordeau, Sophie Giquel-Bettan, Virginie Lagoutte-Clement, Azahara Muñoz, Tania Elosegui, Lucie André, Barbara Genuini, Elena Giraud, Carlota Ciganda, Karine Icher og Ludivine Kreutz. Alls tóku 515 frá 24 þjóðlöndum þátt í kosningunni um smartasta Lacoste kylfingin í von um það að hljóta sjálfir að launum golf„outfit“, Lesa meira
Golfvellir í Rússlandi (5. grein af 9): Le Meridien Moscow CC
Armand Hammer, fyrrum forstjóri Occidental Oil Company gaf fyrrum forseta Sovétríkjanna gömlu, Leonid Brezhnev ráð hvernig laða ætti að erlent fjármagn og fjárfesta inn í landið. Hann sagði að til þess að lokka bandaríska fjárfesta yrði að sjá þeim fyrir þægilegum limmósínum og golfvöllum. Gamla Sovétstjórnin skellti skollaeyrum við ráðinu og það var ekki fyrr en á 9. áratugnum með nýjum stjórnendum að golfleikur í Rússlandi var tekinn í sátt. Fyrsti golfvöllurinn sem byggður var, var eins og áður hefir komið fram á Golf 1 Moskow City Golf Club og það var sænski hokkíleikmaðurinn, Sven Tumba Johanson, sem lagði fyrsta hornsteininn að vellinum 15. september 1987. Moscow Country Club, sem nú Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LPGA 2012 (17. grein af 20) – Dori Carter
Nú er komið að því að kynna þá síðustu af 3 stúlkum sem deildu 4. sætinu á Q-school LPGA í desember á s.l. ári: Dori Carter. Hinar tvær, Jodi Ewart og Karlin Beck hafa þegar verið kynntar. Dori Carter er fædd 3. febrúar 1987 og er því 25 ára. Hún er frá Valdosta í Georgíuríki í Bandaríkjunum. Dori byrjaði að spila golf 8 ára. Hún segir foreldra sína vera þá aðila, sem haft hafa mest áhrif á golfferil hennar. Meðal áhugamála Dori er að spila á gítar, fylgjast með háskólaíþróttunum í Bandaríkjunum og horfa á kvikmyndir. Sem áhugamaður tók Dori þátt í U.S. Women’s Open Championship risamótinu árið 2005 og árið Lesa meira
Bubba Watson í viðtali hjá David Letterman
Bubba Watson, nýkrýndur meistari the Masters kemur fram í ýmsum þáttum vestur í Bandaríkjunum. Hann hefir sjaldan verið jafnvinsæll og um þessar mundir. Nú nýlega kom hann fram í spjallþætti Dave Letterman „The Late Show.“ Bubba virtist ekki líða vel, mjakaði sér fram og aftur í stólnum í viðtalinu, sem síðan varð hið allra skemmtilegasta. Fram kom m.a. að Bubba teldi sjálfan sig vera meiriháttar (ens.: awsome) og að hann hefði stundað kylfukast líkt og Tiger…. bara ekki fyrir framan tökuvélar! Þess mætti til gamans geta að David Letterman á stórafmæli í dag, er 65 ára, en hann er fæddur 12. apríl 1947. Til þess að sjá viðtal Dave við Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Björg Egilsdóttir – 12. apríl 2012
Afmæliskylfingur dagsins er Guðrún Björg Egilsdóttir. Hún er fædd 12. apríl 1963 og því 49 ára í dag. Guðrún Björg er í Golfklúbbnum Oddi. Afrek Guðrúnar Bjargar á golfsviðinu eru fjölmörg en hér skal staldrað við að nefna að hún varð í 1. sæti í punktakeppni á styrktarmóti Valdísar Þóru á Garðavelli, 6. júní 2009 og eins varð Guðrún Björg klúbbmeistari GO, 2007. Hér má komast á facebook síðu afmæliskylfingsins: Guðrún Björg Egilsdóttir Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Donna Andrews, 12. april 1967 (45 ára); Matt Bettencourt, 12, apríl 1975 (37 ára); … og … Evrópumótaröð karla (ens.: European Tour) á 40 ára stórafmæli í dag! Lesa meira
Evróputúrinn: Charl Schwartzel efstur eftir 1. dag Maybank Malaysian Open
Það er Charl Schwartzel sem er efstur eftir 1. dag Maybank Malaysian Open. Hann kom í hús á 64 höggum í dag, fékk 9 fugla og 1 skolla s.s. Golf 1 greindi frá fyrr í morgun. Engum tókst að spila betur en Charl Schwartzel í dag. „Louis og ég byrjuðum vel og það er alltaf gott þegar einhver í hollinu er að spila vel og dregur mann áfram,“ sagði Schwartzel. „Louis er að spila svo vel að áhrifamikið er að horfa á og það hjálpaði mér,“ bætti hann við. Það er undravert að Schwartzel skuli vera að spila svona vel, eftir að hafa flogið í kringum hálfan hnöttinn og eftir Lesa meira









